Erlent

Fjölskylda Michael Brown fer fram á skaðabætur

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Lögreglumaðurinn Darren Wilson segir að hinn 18 ára Michael Brown hafi reynt að ná af sér byssunni.
Lögreglumaðurinn Darren Wilson segir að hinn 18 ára Michael Brown hafi reynt að ná af sér byssunni. Vísir/AP/AFP
Fjölskylda Michael Brown fer fram á skaðabætur frá borginni Ferguson í Missouri. Fjölskyldan telur ljóst að lögreglumaðurinn Darren Wilson hafi ekki skotið Brown í sjálfsvörn líkt og hann hefur haldið fram.

Í frétt CNN kemur fram að fjölskylda Brown hafi komið fram á blaðamannafundi þar sem lögmaður þeirra sagði fjölskylduna fara fram á rúmar tíu milljónir íslenskra króna í skaðabætur.  

Michael Brown var skotinn af lögregluþjóninum í ágúst síðastliðin. Morðið vakti hörð viðbrögð þar sem Brown var svartur en lögreglumaðurinn hvítur og óeirðir brutust út í Ferguson. Fleiri mál af svipuðu toga hafa komið upp víða um Bandaríkin og lögregluyfirvöld þar hafa verið ásökuð um kynþáttamisrétti.

Lögreglumaðurinn Darren Wilson var ekki ákærður fyrir að hafa skotið hinn átján ára Brown til bana. Hann sagðist hafa skotið Brown í sjálfsvörn eftir að hann reyndi að ná af sér byssunni.

Fjölskylda Brown segir að Wilson hafi beitt óþörfu og óréttlætanlegu ofbeldi þegar hann myrti óvopnaða drenginn. Fjölskyldan telur að Wilson hafa spillt sönnunargögnum og haft afskipti af rannsókn málsins.

Forsvarsmaður borgarinnar Ferguson vildi ekki tjá sig um málið en staðfesti að borgin hefði fengið skaðabótakröfuna afhenta. 


Tengdar fréttir

Óeirðir í Ferguson eftir ákvörðun kviðdóms

Átök hafa geisað í bandaríska bænum Ferguson í Missouri, eftir að kviðdómur ákvað í gærkvöldi að lögreglumaðurinn sem skaut óvopnaða unglinginn Michael Brown til bana fyrr á árinu, yrði ekki ákærður í málinu.

Óeirðir í kjölfar sýknunar

Allt logaði í mótmælum víða í Bandaríkjunum í gær eftir að niðurstaða kviðdóms var kynnt í máli lögreglumanns sem varð Michael Brown að bana.

Ferguson ólgar enn

Lögreglumennirnir tveir, sem skotið var á í Ferguson í gærmorgun, særðust illa en munu ná sér. Lögreglustjórinn í St. Louis segir talið að setið hafi verið fyrir þeim. Daginn áður sagði lögreglustjórinn í Ferguson af sér vegna alvarlegrar gagnrýni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×