Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2015 10:01 Ingólfur Helgason fyrir miðri mynd. Vísir/GVA „Gleðilegt sumar!” sagði Arngrímur Ísberg, dómsformaður, þegar 4. dagur aðalmeðferðar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófst í morgun. Birnir Sær Björnsson situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. Birnir var starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings á því tímabili sem ákæran nær til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Hann er ákærður fyrir að hafa keypt mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Á hann að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars þeirra Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta bankans.Birnir Sær ráðfærir sig við lögmann sinn.Vísir/GVA„Leyfum því að sunka ef það er í lagi“ Saksóknari spyr Birni nú út úr viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi á einstökum dögum á ákærutímabilinu. Eru honum sýndar myndir og tölur úr kauphallarhermi auk þess sem borin eru undir hann símtöl og tölvupóstar. Nokkuð ljóst er af gögnum málsins að Ingólfur Helgason fylgdist náið með starfi eigin viðskipta Kaupþings og þeim starfsmönnum deildarinnar sem stunduðu viðskipti með bréf í bankanum. Símtal á milli Ingólfs og Birnis frá 5. desember 2007 var spilað: Birnir: „Við ætlum að vera víðir á því [...].” Ingólfur: „Já.” Birnir: „Opna niður og leyfum því að sunka ef það er í lagi.” Ingólfur: „Já, við ráðum ekki verðinu á svona degi, það er ljóst maður.” Björn spurði Birni hvað hann ætti við með því „að vera víðir á því.” „Mér sýnist ég bara vera að tala um tilhögun tilboða við opnun markaða [í hlutabréf Kaupþings] og hafa langt á milli þeirra. Það hefur eitthvað gerst þarna, einhverjar fréttir á markaði, sem kalla á óvissu,” svaraði Birnir.Tölvupóstar um kaup dagsins Þá var hann spurður hvað Ingólfur ætti við með „við ráðum ekki verðinu á svona degi.” Birnir sagðist ekki átta sig á hvað hann meinti, saksóknari yrði að spyrja Ingólf að því. Björn spurði þá hvort að Birnir hafi einhvern tíma talið að þeir væru að ráða verðinu í bréfum Kaupþings. Svaraði hann því neitandi. Fjöldi tölvupósta frá því í desember 2007 og janúar 2008 hafa verið bornir undir Birni. Í þeim upplýsir hann Ingólf og Einar Pálma um kaup dagsins í hlutabréfum Kaupþings. Aðspurður sagðist Birnir líklegast hafa sent slíka tölvupósta samkvæmt fyrirmælum yfirmannanna.„Láttu vaða aðeins í þetta“ Komið hefur fram að bæði Birnir og samstarfsmaður hans, Pétur Kristinn Guðmarsson, sem einnig er ákærður í málinu, hafi að vissu leyti haft nokkrar áhyggjur af hversu mikið bankinn var að kaupa í sjálfum sér. Í einu af símtölum Birnis við Ingólf Helgason frá því í janúar 2008 viðrar hann þessar áhyggjur sínar. Ingólfur: „Hvað ertu búinn að taka inn á í dag?” Birnir: „Í dag er ég búinn að taka alltof mikið.” [...] Ingólfur: „Láttu vaða aðeins í þetta. Það kemur þá bara inn á okkur.” Birnir: „Ókei, ég verð bara sterkur.” Ingólfur: „Já, við skulum vera tiltölulega sterkir.” Saksóknari spurði Birni hvað þeir forstjórinn hafi verið að ræða. „Við erum að tala um Kaupþingsbréf. Mér finnst ég hafa keypt of mikið.” Aðspurður hvort um hans mat á stöðunni sé að ræða svaraði Birnir að það væri greinilegt. Hann geri hins vegar ráð fyrir að í símtalinu sé Ingólfur að ræða við hann um að kaupa enn meira af bréfum í bankanum. Dagskrá gerir ráð fyrir að Birnir sitji fyrir svörum í dag og næstkomandi mánudag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Grunaður í fimm ár: Valdið ákærða miklu hugarangri og sett álag á hans nánustu "Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku. 22. apríl 2015 15:33 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Gleðilegt sumar!” sagði Arngrímur Ísberg, dómsformaður, þegar 4. dagur aðalmeðferðar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófst í morgun. Birnir Sær Björnsson situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. Birnir var starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings á því tímabili sem ákæran nær til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Hann er ákærður fyrir að hafa keypt mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Á hann að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars þeirra Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta bankans.Birnir Sær ráðfærir sig við lögmann sinn.Vísir/GVA„Leyfum því að sunka ef það er í lagi“ Saksóknari spyr Birni nú út úr viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi á einstökum dögum á ákærutímabilinu. Eru honum sýndar myndir og tölur úr kauphallarhermi auk þess sem borin eru undir hann símtöl og tölvupóstar. Nokkuð ljóst er af gögnum málsins að Ingólfur Helgason fylgdist náið með starfi eigin viðskipta Kaupþings og þeim starfsmönnum deildarinnar sem stunduðu viðskipti með bréf í bankanum. Símtal á milli Ingólfs og Birnis frá 5. desember 2007 var spilað: Birnir: „Við ætlum að vera víðir á því [...].” Ingólfur: „Já.” Birnir: „Opna niður og leyfum því að sunka ef það er í lagi.” Ingólfur: „Já, við ráðum ekki verðinu á svona degi, það er ljóst maður.” Björn spurði Birni hvað hann ætti við með því „að vera víðir á því.” „Mér sýnist ég bara vera að tala um tilhögun tilboða við opnun markaða [í hlutabréf Kaupþings] og hafa langt á milli þeirra. Það hefur eitthvað gerst þarna, einhverjar fréttir á markaði, sem kalla á óvissu,” svaraði Birnir.Tölvupóstar um kaup dagsins Þá var hann spurður hvað Ingólfur ætti við með „við ráðum ekki verðinu á svona degi.” Birnir sagðist ekki átta sig á hvað hann meinti, saksóknari yrði að spyrja Ingólf að því. Björn spurði þá hvort að Birnir hafi einhvern tíma talið að þeir væru að ráða verðinu í bréfum Kaupþings. Svaraði hann því neitandi. Fjöldi tölvupósta frá því í desember 2007 og janúar 2008 hafa verið bornir undir Birni. Í þeim upplýsir hann Ingólf og Einar Pálma um kaup dagsins í hlutabréfum Kaupþings. Aðspurður sagðist Birnir líklegast hafa sent slíka tölvupósta samkvæmt fyrirmælum yfirmannanna.„Láttu vaða aðeins í þetta“ Komið hefur fram að bæði Birnir og samstarfsmaður hans, Pétur Kristinn Guðmarsson, sem einnig er ákærður í málinu, hafi að vissu leyti haft nokkrar áhyggjur af hversu mikið bankinn var að kaupa í sjálfum sér. Í einu af símtölum Birnis við Ingólf Helgason frá því í janúar 2008 viðrar hann þessar áhyggjur sínar. Ingólfur: „Hvað ertu búinn að taka inn á í dag?” Birnir: „Í dag er ég búinn að taka alltof mikið.” [...] Ingólfur: „Láttu vaða aðeins í þetta. Það kemur þá bara inn á okkur.” Birnir: „Ókei, ég verð bara sterkur.” Ingólfur: „Já, við skulum vera tiltölulega sterkir.” Saksóknari spurði Birni hvað þeir forstjórinn hafi verið að ræða. „Við erum að tala um Kaupþingsbréf. Mér finnst ég hafa keypt of mikið.” Aðspurður hvort um hans mat á stöðunni sé að ræða svaraði Birnir að það væri greinilegt. Hann geri hins vegar ráð fyrir að í símtalinu sé Ingólfur að ræða við hann um að kaupa enn meira af bréfum í bankanum. Dagskrá gerir ráð fyrir að Birnir sitji fyrir svörum í dag og næstkomandi mánudag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Grunaður í fimm ár: Valdið ákærða miklu hugarangri og sett álag á hans nánustu "Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku. 22. apríl 2015 15:33 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10
Grunaður í fimm ár: Valdið ákærða miklu hugarangri og sett álag á hans nánustu "Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku. 22. apríl 2015 15:33
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51
Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00