Innlent

Vilborg fer í fyrstu aðlögunarferðina

Samúel Karl Ólason skrifar
Vilborg Arna í grunnbúðunum í fyrra.
Vilborg Arna í grunnbúðunum í fyrra.
Enn eru um fjórar vikur þar til göngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir reynir við hæsta tind heimsins. Hins vegar mun hún fara í fyrstu aðlögunarferðina frá grunnbúðum Everest á morgun. Vilborg gekk upp í ísfallið í gær, en þar er gengið á snjóbrúm og stokkið yfir sprungur séu þær nægilega litlar, annars er farið yfir þær með álstigum.

„Við erum auðvitað í línum og notum allan tiltækan öryggisbúnað. Þetta er stórkostlegt og ógnvekjandi í senn. Maður er ansi lítill í þessu umhverfi og farið er eftir leikreglum náttúrunnar,“ skrifar Vilborg á heimasíðu sína.

Vilborg segir meðlimi hópsins sem hún er með vera góða og klára og því geti þau ferðast nokkuð hratt yfir.

Á morgun mun Vilborg ganga upp í fyrstu búðir sem eru í 5.900 metra hæð og er áætlað að það taki sex til átta klukkustundir.

Sjá einnig: Bítið - Vilborg Arna er í grunnbúðum Everest

„Þar verðum við í tvær nætur til að aðlagast nýrri hæð og undirbúa okkur fyrir búðir tvö. Gangan þangað tekur 4-5 klst og þá munum við dvelja í 6400m í 5 daga.“

Vilborg segir að um leið og komið sé yfir sex þúsund metra hæð fari að reyna andlega og líkamlega á fólk. Þá minnki matarlystin og líkaminn sömuleiðis undan álaginu. 


Tengdar fréttir

Vilborg aftur á Everest: Þurfti áfallahjálp eftir slysið

"Já, það er framundan stórt og mikið ferðalag,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Vilborg ætlar að gera aðra tilraun til að klífa Everest en hún varð að snúa við á síðasta ári þegar snjóflóð féll í fjallinu með þeim afleiðingum að fjöldi manns lét lífið.

Vilborg kemst loksins í sturtu

"Hér í Town Base Camp gengur allt sinn vanagang,“ skrifar Vilborg Arna Gissurardóttir á bloggsíðu sinni í gær en hún er komin í grunnbúðir Everest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×