95 prósent félagsmanna SGS samþykkja verkfall ingvar haraldsson skrifar 21. apríl 2015 11:14 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. vísir/auðunn Félagsmenn Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hafa samþykkt verkfallsaðgerða með yfirgnæfandi meirihluta, eða 94,6%, í atkvæðagreiðslu sem staðið hafði í eina viku og lauk á miðnætti í gær. Verkfallsaðgerðir rúmlega 10 þúsund félagsmanna SGS hefjast í næstu viku. Kjörsókn var 50,4% en þátttaka í kosningunni jókst eftir því sem leið á vikuna samfara mikilli umfjöllun og umræðu sem varð um kjaramál síðustu daga í þjóðfélaginu segir í tilkynningu. Verkfall félagsmanna SGS hefst því fimmtudaginn 30. apríl og stendur fyrst um sinn yfir í hálfan sólarhring, frá hádegi til miðnættis. Eftir það taka við regluleg sólarhringsverkföll þar til ótímabundið verkfall hefst 26. maí. Í tilkynningu segist Björn Snæbjörnsson, formaður SGS fagna kjörsókninni. „Verkföll eru alltaf síðasta úrræðið og við vonum að það náist að semja fyrir 30. apríl. Þó getum við ekki verið of vongóð miðað við það sem komið hefur frá fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Þá skiptir máli að niðurstaðan í kosningunni var skýr, félagsmenn eru tilbúnir í verkfall. Kjörsókn upp á 50,4% þar sem 95% lýsa einni afstöðu, er mjög hátt hlutfall. Sérstaklega þegar litið er til þess um hversu fjölbreyttan hóp fólks er að ræða, t.a.m. farandverkafólk, skólafólk og fólk í hlutastörfum. Kjörsóknin var einnig meiri á þeim stöðum þar sem fiskvinnsla er undirstöðugrein og kemur það okkur síst á óvart, enda er óréttlætið í því hvernig gæðunum er skipt alveg hrópandi í sjávarútveginum,“ segir Björn. Hér að neðan má sjá tímasetningar vinnustöðvana.30. apríl 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.6. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).7. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).19. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).20. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).26. maí 2015 Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Félagsmenn Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hafa samþykkt verkfallsaðgerða með yfirgnæfandi meirihluta, eða 94,6%, í atkvæðagreiðslu sem staðið hafði í eina viku og lauk á miðnætti í gær. Verkfallsaðgerðir rúmlega 10 þúsund félagsmanna SGS hefjast í næstu viku. Kjörsókn var 50,4% en þátttaka í kosningunni jókst eftir því sem leið á vikuna samfara mikilli umfjöllun og umræðu sem varð um kjaramál síðustu daga í þjóðfélaginu segir í tilkynningu. Verkfall félagsmanna SGS hefst því fimmtudaginn 30. apríl og stendur fyrst um sinn yfir í hálfan sólarhring, frá hádegi til miðnættis. Eftir það taka við regluleg sólarhringsverkföll þar til ótímabundið verkfall hefst 26. maí. Í tilkynningu segist Björn Snæbjörnsson, formaður SGS fagna kjörsókninni. „Verkföll eru alltaf síðasta úrræðið og við vonum að það náist að semja fyrir 30. apríl. Þó getum við ekki verið of vongóð miðað við það sem komið hefur frá fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Þá skiptir máli að niðurstaðan í kosningunni var skýr, félagsmenn eru tilbúnir í verkfall. Kjörsókn upp á 50,4% þar sem 95% lýsa einni afstöðu, er mjög hátt hlutfall. Sérstaklega þegar litið er til þess um hversu fjölbreyttan hóp fólks er að ræða, t.a.m. farandverkafólk, skólafólk og fólk í hlutastörfum. Kjörsóknin var einnig meiri á þeim stöðum þar sem fiskvinnsla er undirstöðugrein og kemur það okkur síst á óvart, enda er óréttlætið í því hvernig gæðunum er skipt alveg hrópandi í sjávarútveginum,“ segir Björn. Hér að neðan má sjá tímasetningar vinnustöðvana.30. apríl 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.6. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).7. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).19. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).20. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).26. maí 2015 Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira