Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. apríl 2015 10:53 Pétur Kristinn Guðmarsson ræðir við verjanda sinn í héraðsdómi í morgun. Vísir/GVA „Ef ég verð fundinn sekur þá finnst mér eins og kerfið hafi brugðist mér,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, einn níu fyrrverandi starfsmanna Kaupþings sem ákærðir eru í stóru markaðsmisnotkunarmáli. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Ég er saklaus af þessari ákæru,“ sagði Pétur Kristinn þegar hann tjáði sig um sakarefnið. Hann starfaði hjá Kaupþingi sem starfsmaður eigin viðskipta bankans. Hann er ákærður fyrir að hafa framkvæmd markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008 að undirlagi yfirmanna sinna. Segir í ákæru að Pétur hafi ásamt Birni Sæ Björnssyni, sem einnig starfaði við eigin viðskipti Kaupþings, í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór kauptilboð í hlutabréf í Kaupþingi með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. „Þegar framboð á hlutabréfunum varð meira en eftirspurn annarra markaðsaðila en Kaupþings mættu ákærðu, Birnir Sær og Pétur Kristinn, því að jafnaði með því að bæta við nýjum kauptilboðum jafnharðan og fyrri tilboðum þeirra var tekið og hægði þannig á eða stöðvuðu verðlækkun hlutabréfanna. Þá hækkað að jafnaði hlutfall kaupa þeirra á hlutabréfunum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum við lok viðskiptadags, þ.e. við lok samfellda viðskiptatímabilsins og í lokunaruppboðum í í kauphöllunum, og höfðu ákærðu þannig áhrif á dagslokaverð hlutabréfanna,“ eins og segir í ákærunni.Leit upp til yfirmanna sinna Pétur starfaði hjá eigin viðskiptum Kaupþings frá desember 2005. Hann segist hafa lært af þeim sem hann starfaði með. „Ég hef alltaf leitast við að gera allt vel og rétt sem ég hef gert,“ sagði Pétur. Hann hafi fengið skýr fyrirmæli, almennt eða bein fyrirmæli. „Ég var að fylgja fyrirmælum eða stefnu minna yfirmanna,“ sagði Pétur. „Sumir voru álitnir súperstjörnur á Íslandi á þessum tíma.“ Pétur sagði að komið hefði fyrir að hann var ekki sammála þeim fyrirmælum sem hann fékk en hafi þó gert sitt besta til að fylgja þeim. „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt.“ Tók ákærði sem dæmi um hversu mikið traust var borið til stjórnenda Kaupþings lánið sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi í október 2008, skömmu fyrir hrunið. Þá bætti hann við að enginn eftirlitsaðili hefði nokkru sinni gert athugasemd við hegðun sína á markaði.Trúði og treysti sínum yfirmönnum „Í raun má líta svo á að yfirmenn hafi verið viðskiptavinir eigin viðskipta Kaupþings og við verið að miðla viðskiptum þeirra,“ sagði Pétur. Á tímabili hafi hlutabréf verið seld án hans aðkomu. Hann hafi almennt litið á slíka sölu með jákvæðum augum. „Ég gerði ráð fyrir því að stjórnendur bankans hefðu hagsmuni hans að leiðarljósi.“ Pétur benti á að sérstakur saksóknari hefði ákveðið að byggja ákæru sína á einu mesta lækkunartímabili á hlutabréfamörkuðum síðan árið 1929. „Ég trúði og treysti mínum yfirmönnum,“ sagði Pétur og bætti við: „Ég trúði og treysti á kerfið.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Ef ég verð fundinn sekur þá finnst mér eins og kerfið hafi brugðist mér,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, einn níu fyrrverandi starfsmanna Kaupþings sem ákærðir eru í stóru markaðsmisnotkunarmáli. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Ég er saklaus af þessari ákæru,“ sagði Pétur Kristinn þegar hann tjáði sig um sakarefnið. Hann starfaði hjá Kaupþingi sem starfsmaður eigin viðskipta bankans. Hann er ákærður fyrir að hafa framkvæmd markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008 að undirlagi yfirmanna sinna. Segir í ákæru að Pétur hafi ásamt Birni Sæ Björnssyni, sem einnig starfaði við eigin viðskipti Kaupþings, í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór kauptilboð í hlutabréf í Kaupþingi með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. „Þegar framboð á hlutabréfunum varð meira en eftirspurn annarra markaðsaðila en Kaupþings mættu ákærðu, Birnir Sær og Pétur Kristinn, því að jafnaði með því að bæta við nýjum kauptilboðum jafnharðan og fyrri tilboðum þeirra var tekið og hægði þannig á eða stöðvuðu verðlækkun hlutabréfanna. Þá hækkað að jafnaði hlutfall kaupa þeirra á hlutabréfunum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum við lok viðskiptadags, þ.e. við lok samfellda viðskiptatímabilsins og í lokunaruppboðum í í kauphöllunum, og höfðu ákærðu þannig áhrif á dagslokaverð hlutabréfanna,“ eins og segir í ákærunni.Leit upp til yfirmanna sinna Pétur starfaði hjá eigin viðskiptum Kaupþings frá desember 2005. Hann segist hafa lært af þeim sem hann starfaði með. „Ég hef alltaf leitast við að gera allt vel og rétt sem ég hef gert,“ sagði Pétur. Hann hafi fengið skýr fyrirmæli, almennt eða bein fyrirmæli. „Ég var að fylgja fyrirmælum eða stefnu minna yfirmanna,“ sagði Pétur. „Sumir voru álitnir súperstjörnur á Íslandi á þessum tíma.“ Pétur sagði að komið hefði fyrir að hann var ekki sammála þeim fyrirmælum sem hann fékk en hafi þó gert sitt besta til að fylgja þeim. „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt.“ Tók ákærði sem dæmi um hversu mikið traust var borið til stjórnenda Kaupþings lánið sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi í október 2008, skömmu fyrir hrunið. Þá bætti hann við að enginn eftirlitsaðili hefði nokkru sinni gert athugasemd við hegðun sína á markaði.Trúði og treysti sínum yfirmönnum „Í raun má líta svo á að yfirmenn hafi verið viðskiptavinir eigin viðskipta Kaupþings og við verið að miðla viðskiptum þeirra,“ sagði Pétur. Á tímabili hafi hlutabréf verið seld án hans aðkomu. Hann hafi almennt litið á slíka sölu með jákvæðum augum. „Ég gerði ráð fyrir því að stjórnendur bankans hefðu hagsmuni hans að leiðarljósi.“ Pétur benti á að sérstakur saksóknari hefði ákveðið að byggja ákæru sína á einu mesta lækkunartímabili á hlutabréfamörkuðum síðan árið 1929. „Ég trúði og treysti mínum yfirmönnum,“ sagði Pétur og bætti við: „Ég trúði og treysti á kerfið.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48
Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02
Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00