Í frétt AP segir að talið sé sádi-arabíski herinn beri ábyrgð á árásunum sem beint var að grunuðum vopnabúrum uppreisnarmanna Húta.
Íbúi í Sanaa náði myndbandi af einni árásinni og birti á Twitter-síðu sinni sem sjá má að neðan.
Á myndum má sjá reykský yfir Fag Atan í vesturhluta borgarinnar þar sem stærstu vopnabúr eru.
Loftárásir hers Sádi-Arabíu og bandamanna þeirra hófust þann 26. mars síðastliðinn þar sem vonast er til að stöðva framgöngu uppreisnarmanna Húta sem hafa á síðustu mánuðum náð höfuðborginni og stórum landsvæðum í Jemen á sitt vald.
Írönsk stjórnvöld hafa veirð sökuð um að koma vopnum í hendur Húta. Íranir neita ásökununum.
Video shows moment of the deadly explosion in Attan Sanaa. Very tragic. #DecisiveStorm #Yemen pic.twitter.com/GJT1RgGXMZ
— Ibrahim Alhemyari (@brrhom) April 20, 2015