SA segir tilboð sitt grundvöll að heildarlausn á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2015 19:00 Samtök atvinnulífsins telja að tilboð þeirra til Starfsgreinasambandsins um 23,5 prósenta launahækkun geti orðið grunnurinn að almennum kjarasamningum. En þá þurfi samtök launafólks hjá hinu opinbera og ríkisstjórnin einnig að koma að sameiginlegu samningaborði. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tilboð til Starfsgreinasambandsins sem þau segja þýða 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á þremur árum sem þýði að mánaðrlaun muni hækka um 47 þúsund krónur á samningstímanum. Þetta eru töluvert meiri hækkanir en þau 3,5 prósent myndu gefa og áður hafa verið boðin. Allar þær kjaradeilur sem nú standa yfir snúast um það að reyna að auka kaupmáttinn. Samtök atvinnulífsins segja að tilboð þeirra þýði sögulega hækkun launa og kaupmáttar. Hins vegar verði erfitt að semja við alla án aðkomu ríkisins. Þá er fyrst og fremst horft til húsnæðismálannaog jafnvel breytinga á persónuafslætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur m.a. verið rætt við stjórnvöld um þrepaskiptan persónuafslátt og hækkun hans fyrir tekjulægstu hópana. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og SA funduðu um tilboð atvinnurekenda í dag. „Ég met þetta sem mjög góðan fund. Menn ræddu málin opinskátt og veltu upp ýmsum hliðum, möguleikum og útfærslum,“ segir Hannes G. Sigurðsson aðstoðrarframkvæmdastjóri SA. Á móti þeim kauphækkunum sem SA býður vilja samtökin að dagvinnutíminn verði sveigjanlegri þannig að átta tíma dagvinna geti farið fram á tímabilinu sex að morgni til sjö að kveldi og að yfirvinnuálag lækki. Fyrst samkvæmt heimildum fréttastofunnar úr 80 prósentum í 60 prósent og endi í 50 prósentum við lok samningstímans.Heldur þú að það náist nokkurn tíma í gegn hjá verkalýðshreyfingunni?„Ég vil nálgast þetta frá hinni hliðinni. Þetta er eina leiðin fyrir okkur til að koma eitthvað til móts við hinar miklu kröfur sem við stöndum frammi fyrir. Við höfum þá trú að þessar breytingar á vinnutímaákvæðinu og aukin sveigjanleiki geti aukið framleiðni sem muni þá skapa grundvöll fyrir auknum kaupmætti,“ segir Hannes. Ef þetta eigi hins vegar að ganga upp þurfi opinberir starfsmenn einnig að verða hluti af heildarsamkomulagi og stjórnvöld þurfi að leggja sitt til málanna. „Við stöndum frammi fyrir því að nánast öll þjóðin er að fara í verkfall og það er ekki möguleiki að leysa þessa kjaradeilu nema með einni samræmdri lausn. Þessar hugmyndir okkar um aukinn sveigjanleika vinnutíma og aukna framleiðni; forsenda þeirrar lausnar er að hún gangi yfir alla,“ segir Hannes G. Sigurðsson. Verkfall 2016 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja að tilboð þeirra til Starfsgreinasambandsins um 23,5 prósenta launahækkun geti orðið grunnurinn að almennum kjarasamningum. En þá þurfi samtök launafólks hjá hinu opinbera og ríkisstjórnin einnig að koma að sameiginlegu samningaborði. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tilboð til Starfsgreinasambandsins sem þau segja þýða 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á þremur árum sem þýði að mánaðrlaun muni hækka um 47 þúsund krónur á samningstímanum. Þetta eru töluvert meiri hækkanir en þau 3,5 prósent myndu gefa og áður hafa verið boðin. Allar þær kjaradeilur sem nú standa yfir snúast um það að reyna að auka kaupmáttinn. Samtök atvinnulífsins segja að tilboð þeirra þýði sögulega hækkun launa og kaupmáttar. Hins vegar verði erfitt að semja við alla án aðkomu ríkisins. Þá er fyrst og fremst horft til húsnæðismálannaog jafnvel breytinga á persónuafslætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur m.a. verið rætt við stjórnvöld um þrepaskiptan persónuafslátt og hækkun hans fyrir tekjulægstu hópana. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og SA funduðu um tilboð atvinnurekenda í dag. „Ég met þetta sem mjög góðan fund. Menn ræddu málin opinskátt og veltu upp ýmsum hliðum, möguleikum og útfærslum,“ segir Hannes G. Sigurðsson aðstoðrarframkvæmdastjóri SA. Á móti þeim kauphækkunum sem SA býður vilja samtökin að dagvinnutíminn verði sveigjanlegri þannig að átta tíma dagvinna geti farið fram á tímabilinu sex að morgni til sjö að kveldi og að yfirvinnuálag lækki. Fyrst samkvæmt heimildum fréttastofunnar úr 80 prósentum í 60 prósent og endi í 50 prósentum við lok samningstímans.Heldur þú að það náist nokkurn tíma í gegn hjá verkalýðshreyfingunni?„Ég vil nálgast þetta frá hinni hliðinni. Þetta er eina leiðin fyrir okkur til að koma eitthvað til móts við hinar miklu kröfur sem við stöndum frammi fyrir. Við höfum þá trú að þessar breytingar á vinnutímaákvæðinu og aukin sveigjanleiki geti aukið framleiðni sem muni þá skapa grundvöll fyrir auknum kaupmætti,“ segir Hannes. Ef þetta eigi hins vegar að ganga upp þurfi opinberir starfsmenn einnig að verða hluti af heildarsamkomulagi og stjórnvöld þurfi að leggja sitt til málanna. „Við stöndum frammi fyrir því að nánast öll þjóðin er að fara í verkfall og það er ekki möguleiki að leysa þessa kjaradeilu nema með einni samræmdri lausn. Þessar hugmyndir okkar um aukinn sveigjanleika vinnutíma og aukna framleiðni; forsenda þeirrar lausnar er að hún gangi yfir alla,“ segir Hannes G. Sigurðsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira