„Hin meinta markaðsmisnotkun á sér dýpri rætur í blekkingum og málamyndagerningum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2015 15:11 Eigin viðskipti bankanna voru undanskilin því að tilkynna um viðskipti sín í Kauphöll. Vísir Það kennir ýmissa grasa í svarbréfi Kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins sem sent var haustið 2011 vegna gagnrýni sem FME setti fram á viðskiptaeftirlit Kauphallarinnar fyrir hrun. Bréfið er á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Er í bréfinu fjallað um meinta markaðsmisnotkun bankanna með eigin bréf fyrir hrun og hafa starfsmenn Kauphallarinnar verið spurðir út í efni bréfsins í vitnaleiðslum í dag. Á meðal þess sem kemur fram í bréfinu, og starfsmenn Kauphallar hafa staðfest, er að þeir höfðu ekki allar upplýsingar varðandi viðskipti Kaupþings, Glitnis og Landsbankans með eigin hlutabréf. Þeir vissu til dæmis ekki að bankarnir lánuðu viðskiptavinum fyrir kaupum á hlutabréfum í bönkunum.Hefðu litið viðskiptin öðrum augum Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Magnús Kristinn Ásgeirsson, sem var starfsmaður á eftirlitssviði Kauphallar, hvernig Kauphöllin hefði brugðist við ef hún hefði vitað að stjórnendur bankanna komu að viðskipum með eigin bréf. „Við hefðum þá litið viðskiptin öðrum augum. Það hefði þá líka þurft að senda opinbera tilkynningu um viðskiptin,” sagði Magnús. Eigin viðskipti bankanna voru undanskilin því að tilkynna um viðskipti sín í Kauphöll. Magnús sagði að hann hefði skilið þá undanþágu sem svo að hún byggði á því að stjórnendur fyrirtækis kæmu ekki að ákvarðanatöku með eigin bréf.Úr bréfinu Í bréfinu segir svo um hina meintu markaðsmisnotkun bankanna fyrir hrun: „Óaðskiljanlegur hluti þeirrar meintu markaðsmisnotkunar sem bankanrnir stunduðu í aðdraganda hrunsins var salan á hlutunum sem eigin viðskipti bankanna keyptu og enn fremur lánveitingarnar sem með fylgdu. [...] Erfitt og jafnvel ómögulegt [var] að sýna fram á að ekki sé um lögmæta viðskiptahætti að ræða án ítarlegra viðbótarupplýsinga. Vart hefði verið hægt að komast að þeirri niðurstöðu að kaup eigin viðskipta bankanna á eigin bréfum teldust til markaðsmisnotkunar án upplýsinga um að staða bankanna hefði verið fjármögnuð af þeim sjálfum án fullnægjandi veða og að bréfið hefðu ítrekað verið seld með tapi. [...] Í þeim tilvikum sem hér um ræðir á hin meinta markaðsmisnotkun sér dýpri rætur í blekkingum og málamyndagerningum. Dýpri rætur sem ómögulegt var að greina út frá þeim upplýsingum sem Kauphöllin hafði aðgang að og var helst á færi innanbúðarmanna og aðila sem höfðu eftirlit með bönkunum að koma auga á. Mörgum hindrunum þurfti í reynd að ryðja úr vegi til þess að umræddir viðskiptahættir bankanna gætu gengið upp og því langstótt að Kauphöllin hefði átt að geta dregið þá ályktun að um óeðlileg viðskipti væri að ræða og hugsanlega markaðsmisnotkun. [...] Veitt voru lán fyrir kaupverði bréfanna, í einhverjum tilvikum á mjög hagstæðum og jafnvel óeðlilegum kjörum, til þess að liðka fyrir sölunni og vihalda háu verði í viðskiptunum.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32 Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í svarbréfi Kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins sem sent var haustið 2011 vegna gagnrýni sem FME setti fram á viðskiptaeftirlit Kauphallarinnar fyrir hrun. Bréfið er á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Er í bréfinu fjallað um meinta markaðsmisnotkun bankanna með eigin bréf fyrir hrun og hafa starfsmenn Kauphallarinnar verið spurðir út í efni bréfsins í vitnaleiðslum í dag. Á meðal þess sem kemur fram í bréfinu, og starfsmenn Kauphallar hafa staðfest, er að þeir höfðu ekki allar upplýsingar varðandi viðskipti Kaupþings, Glitnis og Landsbankans með eigin hlutabréf. Þeir vissu til dæmis ekki að bankarnir lánuðu viðskiptavinum fyrir kaupum á hlutabréfum í bönkunum.Hefðu litið viðskiptin öðrum augum Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Magnús Kristinn Ásgeirsson, sem var starfsmaður á eftirlitssviði Kauphallar, hvernig Kauphöllin hefði brugðist við ef hún hefði vitað að stjórnendur bankanna komu að viðskipum með eigin bréf. „Við hefðum þá litið viðskiptin öðrum augum. Það hefði þá líka þurft að senda opinbera tilkynningu um viðskiptin,” sagði Magnús. Eigin viðskipti bankanna voru undanskilin því að tilkynna um viðskipti sín í Kauphöll. Magnús sagði að hann hefði skilið þá undanþágu sem svo að hún byggði á því að stjórnendur fyrirtækis kæmu ekki að ákvarðanatöku með eigin bréf.Úr bréfinu Í bréfinu segir svo um hina meintu markaðsmisnotkun bankanna fyrir hrun: „Óaðskiljanlegur hluti þeirrar meintu markaðsmisnotkunar sem bankanrnir stunduðu í aðdraganda hrunsins var salan á hlutunum sem eigin viðskipti bankanna keyptu og enn fremur lánveitingarnar sem með fylgdu. [...] Erfitt og jafnvel ómögulegt [var] að sýna fram á að ekki sé um lögmæta viðskiptahætti að ræða án ítarlegra viðbótarupplýsinga. Vart hefði verið hægt að komast að þeirri niðurstöðu að kaup eigin viðskipta bankanna á eigin bréfum teldust til markaðsmisnotkunar án upplýsinga um að staða bankanna hefði verið fjármögnuð af þeim sjálfum án fullnægjandi veða og að bréfið hefðu ítrekað verið seld með tapi. [...] Í þeim tilvikum sem hér um ræðir á hin meinta markaðsmisnotkun sér dýpri rætur í blekkingum og málamyndagerningum. Dýpri rætur sem ómögulegt var að greina út frá þeim upplýsingum sem Kauphöllin hafði aðgang að og var helst á færi innanbúðarmanna og aðila sem höfðu eftirlit með bönkunum að koma auga á. Mörgum hindrunum þurfti í reynd að ryðja úr vegi til þess að umræddir viðskiptahættir bankanna gætu gengið upp og því langstótt að Kauphöllin hefði átt að geta dregið þá ályktun að um óeðlileg viðskipti væri að ræða og hugsanlega markaðsmisnotkun. [...] Veitt voru lán fyrir kaupverði bréfanna, í einhverjum tilvikum á mjög hagstæðum og jafnvel óeðlilegum kjörum, til þess að liðka fyrir sölunni og vihalda háu verði í viðskiptunum.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32 Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32
Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56
Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02