Ensk kona varpaði fram þeirri spurningu hvort að skyr Arla væri í raun hið íslenska skyr sem hún hefði smakkað á ferðalagi um landið. Arla er danskt fyrirtæki og framleiðir skyrið ekki hér á landi. Vert er að taka fram að tímamismunurinn á Bretlandi og Íslandi er ein klukkustund þar sem Bretar eru á undan.
Sjá einnig: Ísland í auglýsingu í Bretlandi: Segir púkalegt af Arla að stela íslenskri ímynd í hagnaðarskyni.
Þráðinn má sjá hér á Facebook síðu Arla. Fjölmargir Íslendingar hafa tjáð sig um málið á síðunni og skamma Arla fyrir að nota ímynd Íslands.
Meðal þeirra sem hafa tjáð sig á síðunni er Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Mjólkursamsölunnar. Hann segir að Arla skyrið sé ekki íslenskt og spyr hvar á Höfn starfsemi fyrirtækisins sé starfrækt.
„...því enginn í Höfn, sem er smár bær, veit af ykkur þarna. Hvernig væri að vera heiðarlegur við viðskiptavini ykkar og segja þeim sannleikann. Þetta er ekki íslenskt skyr sem þið eruð að selja í Bretlandi. Þetta er jógúrt sem er framleitt í Þýskalandi og hefur ekkert að gera með raunverulegt íslenskt skyr.“