Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði ingvar haraldsson skrifar 7. maí 2015 14:14 Félög í eigu Egils Einarssonar, Gylfa Þórs Gylfasonar og Sigurðar Garðarssonar hafa öll verið tekinn yfir af Gunnari Rúnari Gunnarssyni eða Sigurði Dalmann Áslaugarsyni. vísir/setfán/daníel/gva Fyrirbærið útfararstjórar var nýlega til umræðu í sjónvarpsþættinum Brestum, menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot og koma þannig fyrri eigendum félaganna frá því að nafn þeirra verði tengt við gjaldþrotið. Tveir slíkir virðast vera Sigurður Dalmann Áslaugarson og Gunnar Rúnar Gunnarsson en þrjú einkahlutafélög sem þeir voru skráðir í forsvari fyrir voru lýst gjaldþrota í byrjun apríl. Sigurður og Gunnar tók yfir rekstur allra félaganna fyrr á þessu ári. Sigurður og Gunnar hafa tekið við rekstri fimm félaga til viðbótar á árinu 2014 og það sem af er þessu ári. Sjá einnig: Kennitöluflakk: „Glæpir borga sig“Í Brestum 27. apríl síðastliðinn benti Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, á að áður fyrr hefðu útfararstjórar oft verið útigangsmenn sem gerst hefðu útfararstjórar fyrir litla fjármuni. Þar var einnig rætt við Árna Elvar sem gekkst við því að hafa gerst útfararstjóri fyrir félög. Hann sagðist hvergi geta fengið vinnu vegna afbrotaferils síns. „Það er enginn að fara ráða mig í vinnu, ég hef algjörlega séð fyrir því sjálfur,“ sagði Árni.Hér að neðan má sjá brot úr Brestum þar sem Halldór ræðir skaðsemi kennitöluflakks.Eiga báðir langan brotaferil að baki Sigurður Dalmann og Gunnar hafa á síðustu árum hlotið fjölmarga fangelsisdóma. Sigurður Dalmann, sem áður gekk undir nafninu Sigurður Aron Snorri Gunnarsson, var dæmdur í í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2013 fyrir kynferðisbrot gegn unglingi sem hann tældi með því að gefa honum áfengi, fíkniefni, tvo bíla, annan þeirra í jólagjöf, tvo síma, skó, föt og skartgripi. Hæstiréttur staðfesti síðar dóminn. Sjá einnig: Gaf unglingspilti bíla og hélt honum uppi fyrir kynmök Í frétt Vísis um dóminn var greint frá því að Sigurður hefði frá aldamótum hlotið sex refsidóma, m.a. fyrir rán og fíkniefnalagabrot. Þá hafi hann áður verið dæmdur fyrir að brjóta gegn barni með því að sýna því klámefni og hafa uppi annars konar ósiðlega hegðun gagnvart því. Sjá einnig: Margdæmdur nauðgari grunaður um milljóna fjársvikGunnar Rúnar, sem áður gekk undir nafninu Gunnar Finnur Egilson, hefur hlotið fjölmarga refsidóma m.a. fyrir kynferðisbrot, fjársvik og skjalafals. Árið 2008 dæmdi Hæstiréttur Íslands hann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun, skjalabrot og umferðarlagabrot. Gunnar var þá m.a. dæmdur fyrir að hafa í febrúar 2006 haft samræði við konu sem gat ekki spornað við verknaðnum sökum veikinda.Gunnar og Sigurður Dalmann hafa hlotið fjölmarga fangelsisdóma, m.a. fyrir kynferðis- og auðgunarbrot.vísir/gva Tóku yfir félag af eigendum HlöllabátaEitt félaganna sem úrskurðað var gjaldþrota í apríl síðastliðnum heitir nú A.S. Gunnarsson ehf. Það hét áður Vöruþjónustan ehf og var í eigu Helga Guðmundssonar og Sigurðar H. Garðarssonar, en þeir eiga og reka skyndibitastaði Hlöllabáta auk fleiri veitingastaða. Sigurður Dalmann var skráður fyrir rekstrinum í febrúar síðastliðnum, innan við tveimur mánuðum áður en félagið fór í þrot. Vöruþjónustan var stofnuð árið 2013 en samkvæmt ársreikningi fyrsta rekstarárs félagsins skilaði það 3 milljón króna hagnaði eftir að hafa afskrifað 12 milljónir króna úr rekstrinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félag undir nafninu Vöruþjónustan ehf í eigu Helga Guðmundssonar og Sigurðar H. Garðarssonar er sett í þrot en í október 2013 varð félagið V.Þ. eignarhaldsfélag ehf gjaldþrota. Félagið hét áður Vöruþjónustan en nafninu var breytt í V.Þ. eignarhaldsfélag í mars 2013, um það leyti sem nýtt félag, Vöruþjónustan ehf var stofnuð, sem nú heitir A.S. Gunnarsson, og hefur verið úrskurð gjaldþrota. Í samtali við Vísi fyrr í þessari viku sagði Helgi spurður út í eigendaskiptin á Vöruþjónustunni: „Þetta er nú bara svo langt síðan að ég er ekki alveg með það á hreinu. Ég er staddur á smá fundi núna. Þú verður bara að bjalla í mig seinna í dag.“ Síðan þá hefur hvorki náðst í Helga né Sigurð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Gunnar og Sigurður tóku yfir rekstur félagsins sem sá um fjarþjálfun Egils Einarssonar. Egill leggur áherslu á að hann hafi greitt upp allar skuldir þegar hann lét félagið af hendi.vísir/gva Fjarþjálfun Egils Einarssonar meðal félagaEitt félaganna sem Gunnar og Sigurður tóku yfir reksturinn á heitir Phantomsphere ehf. og er sagt starfa við hugbúnaðargerð en hét áður FÞ ehf og þar áður Fjarþjálfun ehf og var í eigu einkaþjálfarans og fjölmiðlamannsins Egils Einarssonar. Egill segist hafa rekið félagið til ársins 2011 en þá hafi hann greitt upp allar skuldir félagsins og skipt um félagaform. „Í apríl 2011 stofnaði ég samlagsfélag um rekstur minn, Fjarþjálfun slf. Ástæða þess var ráðlegging frá ráðgjafa að slíkt rekstrarform myndi henta rekstri mínum betur frekar en einkahlutafélagsformið. Þar sem enginn rekstur var á FÞ ehf frá árinu 2011 ákvað undirritaður að láta félagið af hendi enda var bara kostnaður við að eiga það, kostnaður við útvarpsgjald o.þ.h.,“ segir Egill. Egill segist hafa látið vin sinn, Gylfa Þór Gylfason fá félagið árið 2011 en leggur áherslu á að félagið hafi þá verið skuldlaust. Félagið var hinsvegar skráð í eigu Egils fram á mitt ár 2014 þegar Gunnar og Sigurður tóku félagið yfir en það hefur ekki verið lýst gjaldþrota.Gylfi Þór Gylfason hefur meðal annars rekið veitingastaðina Players.vísir/daníelGylfi Þór tengdur helmingi félagannaStór hluti félaganna sem Sigurður og Gunnar hafa tekið yfir hafa tengst Gylfa en hann hefur helst verið þekktur fyrir að reka veitingastaðina Players í Keflavík og Kópavogi. Gylfi var skráður eigandi 69 ehf sem var lýst gjaldþrota í apríl síðastliðnum en Sigurður Dalmann hafði þá nýlega verið skráður fyrir rekstri félagsins. 157 ehf, sem stofnað var árið 2011 undir nafninu Sky Car Rental ehf, var um tíma í eigu Gylfa en var skráð á Sigurður Dalmann um miðjan síðasta mánuð. Þriðja félagið, NFK ehf, var einnig í eigu Gylfa fram í maí 2014 þegar Sigurður og Gunnar tóku við rekstrinum. Ekki náðist í Gylfa við vinnslu fréttarinnar. Þriðja félagið sem fór í þrot í apríl heitir Stálvík ehf. og var skráð á Sigurð og Gunnar í janúar síðastliðnum en Gunnar var einn skráður fyrir félaginu þegar það fór í þrot. Skráð starfsemi félagsins var nýlega breytt og það sagt starfa sem ferðaskipuleggjandi. Samkvæmt síðasta ársreikningi sem félagið tapaði það sjö milljónum króna árið 2012 en þá var skráð starfsemi félagsins bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Tengdar fréttir Kennitöluflakk er þjóðaríþrótt íslendinga Ráðherra segir ekkert til sem heiti kennitöluflakk samkvæmt lögum. 26. september 2014 07:00 Ríkisskattstjóra skortir vopn í baráttu við kennitöluflakk RSK horfir upp á aðila sem hafa verið uppvísir að misferli stofna ný fyrirtæki, fá ný VSK númer og halda áfram að svindla á kerfinu. 28. apríl 2015 19:00 Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Kron gjaldþrota og ný kennitala stofnuð: Viðskiptahættir sem misbjóða siðferðisvitund Kron var dæmt í Hæstarétti til að greiða 18 milljón króna skuld við spænska skóframleiðendur. 25. mars 2015 12:47 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Greiningaraðilar sammála um að vextir verði lækkaðir í fyrramálið Viðskipti innlent Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Fleiri fréttir Greiningaraðilar sammála um að vextir verði lækkaðir í fyrramálið Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Sjá meira
Fyrirbærið útfararstjórar var nýlega til umræðu í sjónvarpsþættinum Brestum, menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot og koma þannig fyrri eigendum félaganna frá því að nafn þeirra verði tengt við gjaldþrotið. Tveir slíkir virðast vera Sigurður Dalmann Áslaugarson og Gunnar Rúnar Gunnarsson en þrjú einkahlutafélög sem þeir voru skráðir í forsvari fyrir voru lýst gjaldþrota í byrjun apríl. Sigurður og Gunnar tók yfir rekstur allra félaganna fyrr á þessu ári. Sigurður og Gunnar hafa tekið við rekstri fimm félaga til viðbótar á árinu 2014 og það sem af er þessu ári. Sjá einnig: Kennitöluflakk: „Glæpir borga sig“Í Brestum 27. apríl síðastliðinn benti Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, á að áður fyrr hefðu útfararstjórar oft verið útigangsmenn sem gerst hefðu útfararstjórar fyrir litla fjármuni. Þar var einnig rætt við Árna Elvar sem gekkst við því að hafa gerst útfararstjóri fyrir félög. Hann sagðist hvergi geta fengið vinnu vegna afbrotaferils síns. „Það er enginn að fara ráða mig í vinnu, ég hef algjörlega séð fyrir því sjálfur,“ sagði Árni.Hér að neðan má sjá brot úr Brestum þar sem Halldór ræðir skaðsemi kennitöluflakks.Eiga báðir langan brotaferil að baki Sigurður Dalmann og Gunnar hafa á síðustu árum hlotið fjölmarga fangelsisdóma. Sigurður Dalmann, sem áður gekk undir nafninu Sigurður Aron Snorri Gunnarsson, var dæmdur í í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2013 fyrir kynferðisbrot gegn unglingi sem hann tældi með því að gefa honum áfengi, fíkniefni, tvo bíla, annan þeirra í jólagjöf, tvo síma, skó, föt og skartgripi. Hæstiréttur staðfesti síðar dóminn. Sjá einnig: Gaf unglingspilti bíla og hélt honum uppi fyrir kynmök Í frétt Vísis um dóminn var greint frá því að Sigurður hefði frá aldamótum hlotið sex refsidóma, m.a. fyrir rán og fíkniefnalagabrot. Þá hafi hann áður verið dæmdur fyrir að brjóta gegn barni með því að sýna því klámefni og hafa uppi annars konar ósiðlega hegðun gagnvart því. Sjá einnig: Margdæmdur nauðgari grunaður um milljóna fjársvikGunnar Rúnar, sem áður gekk undir nafninu Gunnar Finnur Egilson, hefur hlotið fjölmarga refsidóma m.a. fyrir kynferðisbrot, fjársvik og skjalafals. Árið 2008 dæmdi Hæstiréttur Íslands hann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun, skjalabrot og umferðarlagabrot. Gunnar var þá m.a. dæmdur fyrir að hafa í febrúar 2006 haft samræði við konu sem gat ekki spornað við verknaðnum sökum veikinda.Gunnar og Sigurður Dalmann hafa hlotið fjölmarga fangelsisdóma, m.a. fyrir kynferðis- og auðgunarbrot.vísir/gva Tóku yfir félag af eigendum HlöllabátaEitt félaganna sem úrskurðað var gjaldþrota í apríl síðastliðnum heitir nú A.S. Gunnarsson ehf. Það hét áður Vöruþjónustan ehf og var í eigu Helga Guðmundssonar og Sigurðar H. Garðarssonar, en þeir eiga og reka skyndibitastaði Hlöllabáta auk fleiri veitingastaða. Sigurður Dalmann var skráður fyrir rekstrinum í febrúar síðastliðnum, innan við tveimur mánuðum áður en félagið fór í þrot. Vöruþjónustan var stofnuð árið 2013 en samkvæmt ársreikningi fyrsta rekstarárs félagsins skilaði það 3 milljón króna hagnaði eftir að hafa afskrifað 12 milljónir króna úr rekstrinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félag undir nafninu Vöruþjónustan ehf í eigu Helga Guðmundssonar og Sigurðar H. Garðarssonar er sett í þrot en í október 2013 varð félagið V.Þ. eignarhaldsfélag ehf gjaldþrota. Félagið hét áður Vöruþjónustan en nafninu var breytt í V.Þ. eignarhaldsfélag í mars 2013, um það leyti sem nýtt félag, Vöruþjónustan ehf var stofnuð, sem nú heitir A.S. Gunnarsson, og hefur verið úrskurð gjaldþrota. Í samtali við Vísi fyrr í þessari viku sagði Helgi spurður út í eigendaskiptin á Vöruþjónustunni: „Þetta er nú bara svo langt síðan að ég er ekki alveg með það á hreinu. Ég er staddur á smá fundi núna. Þú verður bara að bjalla í mig seinna í dag.“ Síðan þá hefur hvorki náðst í Helga né Sigurð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Gunnar og Sigurður tóku yfir rekstur félagsins sem sá um fjarþjálfun Egils Einarssonar. Egill leggur áherslu á að hann hafi greitt upp allar skuldir þegar hann lét félagið af hendi.vísir/gva Fjarþjálfun Egils Einarssonar meðal félagaEitt félaganna sem Gunnar og Sigurður tóku yfir reksturinn á heitir Phantomsphere ehf. og er sagt starfa við hugbúnaðargerð en hét áður FÞ ehf og þar áður Fjarþjálfun ehf og var í eigu einkaþjálfarans og fjölmiðlamannsins Egils Einarssonar. Egill segist hafa rekið félagið til ársins 2011 en þá hafi hann greitt upp allar skuldir félagsins og skipt um félagaform. „Í apríl 2011 stofnaði ég samlagsfélag um rekstur minn, Fjarþjálfun slf. Ástæða þess var ráðlegging frá ráðgjafa að slíkt rekstrarform myndi henta rekstri mínum betur frekar en einkahlutafélagsformið. Þar sem enginn rekstur var á FÞ ehf frá árinu 2011 ákvað undirritaður að láta félagið af hendi enda var bara kostnaður við að eiga það, kostnaður við útvarpsgjald o.þ.h.,“ segir Egill. Egill segist hafa látið vin sinn, Gylfa Þór Gylfason fá félagið árið 2011 en leggur áherslu á að félagið hafi þá verið skuldlaust. Félagið var hinsvegar skráð í eigu Egils fram á mitt ár 2014 þegar Gunnar og Sigurður tóku félagið yfir en það hefur ekki verið lýst gjaldþrota.Gylfi Þór Gylfason hefur meðal annars rekið veitingastaðina Players.vísir/daníelGylfi Þór tengdur helmingi félagannaStór hluti félaganna sem Sigurður og Gunnar hafa tekið yfir hafa tengst Gylfa en hann hefur helst verið þekktur fyrir að reka veitingastaðina Players í Keflavík og Kópavogi. Gylfi var skráður eigandi 69 ehf sem var lýst gjaldþrota í apríl síðastliðnum en Sigurður Dalmann hafði þá nýlega verið skráður fyrir rekstri félagsins. 157 ehf, sem stofnað var árið 2011 undir nafninu Sky Car Rental ehf, var um tíma í eigu Gylfa en var skráð á Sigurður Dalmann um miðjan síðasta mánuð. Þriðja félagið, NFK ehf, var einnig í eigu Gylfa fram í maí 2014 þegar Sigurður og Gunnar tóku við rekstrinum. Ekki náðist í Gylfa við vinnslu fréttarinnar. Þriðja félagið sem fór í þrot í apríl heitir Stálvík ehf. og var skráð á Sigurð og Gunnar í janúar síðastliðnum en Gunnar var einn skráður fyrir félaginu þegar það fór í þrot. Skráð starfsemi félagsins var nýlega breytt og það sagt starfa sem ferðaskipuleggjandi. Samkvæmt síðasta ársreikningi sem félagið tapaði það sjö milljónum króna árið 2012 en þá var skráð starfsemi félagsins bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.
Tengdar fréttir Kennitöluflakk er þjóðaríþrótt íslendinga Ráðherra segir ekkert til sem heiti kennitöluflakk samkvæmt lögum. 26. september 2014 07:00 Ríkisskattstjóra skortir vopn í baráttu við kennitöluflakk RSK horfir upp á aðila sem hafa verið uppvísir að misferli stofna ný fyrirtæki, fá ný VSK númer og halda áfram að svindla á kerfinu. 28. apríl 2015 19:00 Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Kron gjaldþrota og ný kennitala stofnuð: Viðskiptahættir sem misbjóða siðferðisvitund Kron var dæmt í Hæstarétti til að greiða 18 milljón króna skuld við spænska skóframleiðendur. 25. mars 2015 12:47 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Greiningaraðilar sammála um að vextir verði lækkaðir í fyrramálið Viðskipti innlent Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Fleiri fréttir Greiningaraðilar sammála um að vextir verði lækkaðir í fyrramálið Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Sjá meira
Kennitöluflakk er þjóðaríþrótt íslendinga Ráðherra segir ekkert til sem heiti kennitöluflakk samkvæmt lögum. 26. september 2014 07:00
Ríkisskattstjóra skortir vopn í baráttu við kennitöluflakk RSK horfir upp á aðila sem hafa verið uppvísir að misferli stofna ný fyrirtæki, fá ný VSK númer og halda áfram að svindla á kerfinu. 28. apríl 2015 19:00
Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00
Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46
Kron gjaldþrota og ný kennitala stofnuð: Viðskiptahættir sem misbjóða siðferðisvitund Kron var dæmt í Hæstarétti til að greiða 18 milljón króna skuld við spænska skóframleiðendur. 25. mars 2015 12:47