Erlent

Rannsókn á starfsháttum lögreglu í Baltimore

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Stephanie Rawlings-Blake.
Stephanie Rawlings-Blake. vísir/afp
Stephanie Rawlings-Blake, borgarstjóri Baltimore, hefur óskað eftir rannsókn á starfsháttum lögreglu í borginni. Fór hún þess á leit við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í gær.

Á blaðamannafundi í gær sagðist Rawlings-Blake ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að samfélagið öðlist traust á lögreglunni á ný. Meðal annars muni allir lögreglumenn í borginni bera á sér myndavélar frá og og með næsta  ári.

Áætlanir þessar koma í kjölfarið af miklum mótmælum eftir dauða Freddie Gray, sem lést í haldi lögreglu í síðasta mánuði.


Tengdar fréttir

Ákært fyrir manndráp

Sex lögregluþjónar verða ákærðir vegna dauða Freddie Gray. Saksóknari segir að um manndráp hafi verið að ræða og ætlar að ná fram réttlæti fyrir hönd Grays.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×