Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2015 17:10 Kristín segir að ástandið sé óviðunandi. vísir/vilhelm/facebook „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC, en það stefnir í skort á ferskum kjúklingi á landinu vegna verkfalls félagsmann BHM í Dýralækningafélagi Íslands sem veit ekki á gott fyrir kjúklingastaði landsins. Kristín segir að eins og staðan sé í dag eigi fyrirtækið kjöt fram á sunnudag. „Þannig er staðan í dag, en þetta getur vissulega breyst frá degi til dags. Ég veit bara stöðuna eins og hún er nákvæmlega núna. Núna er ekkert ferskt kjöt til, það hefur ekki verið til í tvær vikur. Þetta er allt frosið og bara birgðir frá kjúklingaframleiðendum.“ Hún segir að lokað sé á KFC á Selfossi í dag og á morgun vegna verkfalls.Sjá einnig: Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér„Það er í raun bara jákvætt fyrir okkur, eins einkennilegt og það hljómar. Við reynum ekki einu sinni að semja, við græðum ekkert á því. Þannig að það er lokað þar í tvo daga í þessari viku, einn dag í síðustu viku og væntanlega tvo daga í næstu viku.“ Framkvæmdarstjórinn segir að ekki sé hægt að auglýsa veitingarstaðinn.Óviðunandi ástand „Þetta er mikið högg fyrir okkur. Við erum ekkert að gera það sem við erum vön að gera, að auglýsa staðina okkar. Við bara getum það ekki, við viljum ekki auka álagið,“ segir Kristín og ítrekar að maímánuðir sé vanalega virkilega góður mánuður hjá KFC.En getur fólk treyst því að fá sinn þynnkumat á laugardag og sunnudag?„Já, það er hægt að treysta því. Auðvitað er þetta óviðunandi ástand, á þessum tímum, að þetta sé leiðin sem sé beitt,“ segir Kristín sem getur ekki svarað hvort þurfi að loka öllum stöðum KFC á mánudaginn. „Ég veit bara frá degi til dags. Það er bara verið að fara yfir birgðastöðuna. Ég veit það fyrir víst að ég mun ekki eiga neina bita á mánudaginn, bara borgara og lundir.“ Verkfall 2016 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
„Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC, en það stefnir í skort á ferskum kjúklingi á landinu vegna verkfalls félagsmann BHM í Dýralækningafélagi Íslands sem veit ekki á gott fyrir kjúklingastaði landsins. Kristín segir að eins og staðan sé í dag eigi fyrirtækið kjöt fram á sunnudag. „Þannig er staðan í dag, en þetta getur vissulega breyst frá degi til dags. Ég veit bara stöðuna eins og hún er nákvæmlega núna. Núna er ekkert ferskt kjöt til, það hefur ekki verið til í tvær vikur. Þetta er allt frosið og bara birgðir frá kjúklingaframleiðendum.“ Hún segir að lokað sé á KFC á Selfossi í dag og á morgun vegna verkfalls.Sjá einnig: Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér„Það er í raun bara jákvætt fyrir okkur, eins einkennilegt og það hljómar. Við reynum ekki einu sinni að semja, við græðum ekkert á því. Þannig að það er lokað þar í tvo daga í þessari viku, einn dag í síðustu viku og væntanlega tvo daga í næstu viku.“ Framkvæmdarstjórinn segir að ekki sé hægt að auglýsa veitingarstaðinn.Óviðunandi ástand „Þetta er mikið högg fyrir okkur. Við erum ekkert að gera það sem við erum vön að gera, að auglýsa staðina okkar. Við bara getum það ekki, við viljum ekki auka álagið,“ segir Kristín og ítrekar að maímánuðir sé vanalega virkilega góður mánuður hjá KFC.En getur fólk treyst því að fá sinn þynnkumat á laugardag og sunnudag?„Já, það er hægt að treysta því. Auðvitað er þetta óviðunandi ástand, á þessum tímum, að þetta sé leiðin sem sé beitt,“ segir Kristín sem getur ekki svarað hvort þurfi að loka öllum stöðum KFC á mánudaginn. „Ég veit bara frá degi til dags. Það er bara verið að fara yfir birgðastöðuna. Ég veit það fyrir víst að ég mun ekki eiga neina bita á mánudaginn, bara borgara og lundir.“
Verkfall 2016 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira