„Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ sunna kristín hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 10:58 vísir/gva Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Sigurður byrjaði á að svara spurningum sem snúa að fyrsta lið ákærunnar en þar eiga starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi yfirmanna hjá Kaupþingi, meðal annars Sigurðar Einarssonar. Kom ekki nálægt hlutabréfakaupum bankans í sjálfum sér Fyrir dómi í morgun kvaðst Sigurður ekki kannast við að hafa komið nálægt kaupum Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér. Hann segist aðeins hafa vitað að bankinn mætti ekki fara yfir 10% mörkin samkvæmt lögum og reglum. Fimm prósent mörkin hafi ekki skipt hann sérstaklega miklu máli.Sjá einnig: Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Þá sagði Sigurður að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir það hversu mikið eigin viðskipti keyptu í eigin bréfum enda hafi hann engu ráðið þar um. Það eina sem hann vissi var það sem kom fram á stjórnarfundum hverju sinni um hversu mikið Kaupþing átti í eigin bréfum. Fram kom við skýrslutöku yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi að Sigurður hafi lagt línuna með það hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér. Sigurður kannaðist ekki við það fyrir dómi í dag.„Kannski var þessum póstum eytt“ Gögn málsins benda til þess að Sigurður hafi fengið yfirlitspósta yfir viðskipti eigin viðskipta með bréf í Kaupþingi en Sigurður segir að þessir tölvupóstar finnist ekki í pósthólfi hans. „Kannski var þessum póstum eytt af aðstoðarmanni mínum, ég veit það ekki. Ég fór yfir þetta í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara á sínum tíma að þessir póstar hafi ekki fundist í inboxinu mínu.“ Saksóknari spurði Sigurð svo út í formlega og óformlega viðskiptavakt en komið hefur fram að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í bréfum bankans. Sigurður gat litlu svarað um þetta og spurði saksóknari hann þá út í það hvaða reglur gilda um formlega viðskiptavakt. „Ég er ekki í prófi hérna,“ svaraði Sigurður. Undir þetta tók dómsformaður, Arngrímur Ísberg: „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi. Það á bara að spyrja út í ákæruatriðin.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Sigurður byrjaði á að svara spurningum sem snúa að fyrsta lið ákærunnar en þar eiga starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi yfirmanna hjá Kaupþingi, meðal annars Sigurðar Einarssonar. Kom ekki nálægt hlutabréfakaupum bankans í sjálfum sér Fyrir dómi í morgun kvaðst Sigurður ekki kannast við að hafa komið nálægt kaupum Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér. Hann segist aðeins hafa vitað að bankinn mætti ekki fara yfir 10% mörkin samkvæmt lögum og reglum. Fimm prósent mörkin hafi ekki skipt hann sérstaklega miklu máli.Sjá einnig: Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Þá sagði Sigurður að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir það hversu mikið eigin viðskipti keyptu í eigin bréfum enda hafi hann engu ráðið þar um. Það eina sem hann vissi var það sem kom fram á stjórnarfundum hverju sinni um hversu mikið Kaupþing átti í eigin bréfum. Fram kom við skýrslutöku yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi að Sigurður hafi lagt línuna með það hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér. Sigurður kannaðist ekki við það fyrir dómi í dag.„Kannski var þessum póstum eytt“ Gögn málsins benda til þess að Sigurður hafi fengið yfirlitspósta yfir viðskipti eigin viðskipta með bréf í Kaupþingi en Sigurður segir að þessir tölvupóstar finnist ekki í pósthólfi hans. „Kannski var þessum póstum eytt af aðstoðarmanni mínum, ég veit það ekki. Ég fór yfir þetta í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara á sínum tíma að þessir póstar hafi ekki fundist í inboxinu mínu.“ Saksóknari spurði Sigurð svo út í formlega og óformlega viðskiptavakt en komið hefur fram að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í bréfum bankans. Sigurður gat litlu svarað um þetta og spurði saksóknari hann þá út í það hvaða reglur gilda um formlega viðskiptavakt. „Ég er ekki í prófi hérna,“ svaraði Sigurður. Undir þetta tók dómsformaður, Arngrímur Ísberg: „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi. Það á bara að spyrja út í ákæruatriðin.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira