Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 09:45 Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. Vísir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani-málsin. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. „Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki verið viðstaddur í réttinum undanfarnar vikur til að hlusta á vitnisburði annarra sakborninga. Verjandi minn fullyrðir að ég hafi átt rétt á því að vera viðstaddur [...] En yfirvöld sáu til þess að þessi réttur minn var fótur troðinn og er það miður.“ Sigurður fór svo nokkrum orðum um Al Thani-dóminn. Hann sagði að héraðsdómi hefði „með ólíkindum“ tekist að dæma hann í 4 og hálfs árs fangelsi. Sagði Sigurður dóminn einfaldlega rangan og hann hefði því átt von á því að Hæstiréttur myndi senda málið aftur heim í hérað eða sýkna hann og aðra sakborninga í málinu. „Hæstiréttur dæmdi mig hins vegar sekan með allt öðrum rökstuðningi en héraðsdómur. [...] Það alvarlegasta fyrir okkur sem dæmdir voru í Hæstarétti er að við getum ekki áfrýjað. [...] Og ég velti fyrir mér þýðingu þessara réttarhalda hér. Skiptir nokkru máli hvað maður segir eða hver niðurstaða héraðsdóms verður? Býr Hæstiréttur ekki bara til nýjan dóm?“ Sigurður lýsti sig svo algjörlega saklausan af ákærunni í málinu og endaði mál sitt á þessum orðum: „Ég bið dómarana að virða mér til vorkunnar að traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani-málsin. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. „Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki verið viðstaddur í réttinum undanfarnar vikur til að hlusta á vitnisburði annarra sakborninga. Verjandi minn fullyrðir að ég hafi átt rétt á því að vera viðstaddur [...] En yfirvöld sáu til þess að þessi réttur minn var fótur troðinn og er það miður.“ Sigurður fór svo nokkrum orðum um Al Thani-dóminn. Hann sagði að héraðsdómi hefði „með ólíkindum“ tekist að dæma hann í 4 og hálfs árs fangelsi. Sagði Sigurður dóminn einfaldlega rangan og hann hefði því átt von á því að Hæstiréttur myndi senda málið aftur heim í hérað eða sýkna hann og aðra sakborninga í málinu. „Hæstiréttur dæmdi mig hins vegar sekan með allt öðrum rökstuðningi en héraðsdómur. [...] Það alvarlegasta fyrir okkur sem dæmdir voru í Hæstarétti er að við getum ekki áfrýjað. [...] Og ég velti fyrir mér þýðingu þessara réttarhalda hér. Skiptir nokkru máli hvað maður segir eða hver niðurstaða héraðsdóms verður? Býr Hæstiréttur ekki bara til nýjan dóm?“ Sigurður lýsti sig svo algjörlega saklausan af ákærunni í málinu og endaði mál sitt á þessum orðum: „Ég bið dómarana að virða mér til vorkunnar að traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira