Innlent

Sigurður Ingi ræðir makrílfrumvarpið í Umræðunni í kvöld

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Vísir/Stefán
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld strax eftir fréttir. Ráðherrann lagði nýverið fram umdeilt frumvarp um makrílkvóta.

Rúmlega 30 þús manns hafa skrifað undir yfirlýsingu á thjodareign.is þar sem skorað er á forseta Íslands að skrifa ekki undir frumvörp þar sem fiskiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.

Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í júlí 2014 að ráðherra bæri að setja kvóta á makríl. Einnig vakti hann athylgi ráðuneytisins og Alþingis á þeirri óvissu sem uppi er um heimildir stjórnvalda sjávarútvegsmála um hvernig stjórnun á veiðum úr deilistofnum eins og makríl er háttað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×