Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2015 10:05 Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. Vísir/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða. Hreiðar er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnenda bankans sem ákærður er í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn þeim. Eins og kunnugt er afplánar Hreiðar nú 5 og hálfs árs langan fangelsisdóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins.Neitað um akstur til og frá Kvíabryggju Forstjórinn fyrrverandi flutti um hálftíma langa ræðu við upphaf þinghaldsins í morgun þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins. Hann fór um víðan völl, sagði ákæruna í málinu ranga og lýsti sig saklausan, en byrjaði þó á því að lýsa óánægju sinni með það að íslenska ríkið hafi ekki gert honum kleift að fylgjast með réttarhöldunum á degi hverjum. „Íslenska ríkið var ekki reiðubúið til að keyra mig daglega fram og til baka í réttarhöldin og bar við skort á fjármunum og tækjum. Hins vegar var ætlun ríkisins að læsa mig inni á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 á meðan réttarhöldin færu fram.”Bauðst til að borga brúsann Hreiðar sagðist svo eiga erfitt með að sætta sig við að íslenska ríkið telji sig ekki hafa efni á því að hafa keyra hann fram og til baka frá Kvíabryggju. Á meðan hafi ríkið varið „7000 milljónum” í embætti sérstaks saksóknara auk þess sem Hreiðar telur að lögfræðikostnaður í markaðsmisnotkunarmálinu muni nema allt að 100 milljónum. Upplýsti Hreiðar svo um það að hann sjálfur hafi boðist til að standa straum af kostnaði við bíl og bílstjóra til að hann gæti verið viðstaddur réttarhöldin en af því varð ekki. „Ég treysti mér því miður ekki að vera á læstur í gæsluvarðhaldsklefa á Skólavörðustíg í fimm vikur á meðan málið er rekið hér í Héraðsdómi og raunar tel ég þá málsmeðferð ekki í samræmi við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu.”Ljóst hvert lánið fór Hreiðar fór svo stuttlega yfir Al Thani-dóminn og sagði að sökum hafi þar verið logið upp á hann. Hann ræddi svo einnig um 500 milljóna evra neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Ein ásökun sem við stjórnendur Kaupþings höfum þurft að búa við síðustu tæp sjö ár er að hafa á óheiðarlegan hátt ráðstafað 500 milljón evra láninu frá Seðlabanka Íslands. […] Nú liggur fyrir í reikningum Kaupþings hvernig þessum fjármunum var varið. […] Það er ekki nokkur fótur fyrir hugleiðingum eða ávirðingum um að stjórnendur Kaupþings hafi ekki verið heiðarlegir við ráðstöfun þessara fjármuna og voru þeir allir nýttir í þágu Kaupþings.” Að lokinni ræðu sinni tók Björn Þorvaldsson, saksóknari, við að spyrja Hreiðar út úr ákæruatriðunum en gert er ráð fyrir að hann sitji fyrir svörum í allan dag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða. Hreiðar er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnenda bankans sem ákærður er í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn þeim. Eins og kunnugt er afplánar Hreiðar nú 5 og hálfs árs langan fangelsisdóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins.Neitað um akstur til og frá Kvíabryggju Forstjórinn fyrrverandi flutti um hálftíma langa ræðu við upphaf þinghaldsins í morgun þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins. Hann fór um víðan völl, sagði ákæruna í málinu ranga og lýsti sig saklausan, en byrjaði þó á því að lýsa óánægju sinni með það að íslenska ríkið hafi ekki gert honum kleift að fylgjast með réttarhöldunum á degi hverjum. „Íslenska ríkið var ekki reiðubúið til að keyra mig daglega fram og til baka í réttarhöldin og bar við skort á fjármunum og tækjum. Hins vegar var ætlun ríkisins að læsa mig inni á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 á meðan réttarhöldin færu fram.”Bauðst til að borga brúsann Hreiðar sagðist svo eiga erfitt með að sætta sig við að íslenska ríkið telji sig ekki hafa efni á því að hafa keyra hann fram og til baka frá Kvíabryggju. Á meðan hafi ríkið varið „7000 milljónum” í embætti sérstaks saksóknara auk þess sem Hreiðar telur að lögfræðikostnaður í markaðsmisnotkunarmálinu muni nema allt að 100 milljónum. Upplýsti Hreiðar svo um það að hann sjálfur hafi boðist til að standa straum af kostnaði við bíl og bílstjóra til að hann gæti verið viðstaddur réttarhöldin en af því varð ekki. „Ég treysti mér því miður ekki að vera á læstur í gæsluvarðhaldsklefa á Skólavörðustíg í fimm vikur á meðan málið er rekið hér í Héraðsdómi og raunar tel ég þá málsmeðferð ekki í samræmi við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu.”Ljóst hvert lánið fór Hreiðar fór svo stuttlega yfir Al Thani-dóminn og sagði að sökum hafi þar verið logið upp á hann. Hann ræddi svo einnig um 500 milljóna evra neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Ein ásökun sem við stjórnendur Kaupþings höfum þurft að búa við síðustu tæp sjö ár er að hafa á óheiðarlegan hátt ráðstafað 500 milljón evra láninu frá Seðlabanka Íslands. […] Nú liggur fyrir í reikningum Kaupþings hvernig þessum fjármunum var varið. […] Það er ekki nokkur fótur fyrir hugleiðingum eða ávirðingum um að stjórnendur Kaupþings hafi ekki verið heiðarlegir við ráðstöfun þessara fjármuna og voru þeir allir nýttir í þágu Kaupþings.” Að lokinni ræðu sinni tók Björn Þorvaldsson, saksóknari, við að spyrja Hreiðar út úr ákæruatriðunum en gert er ráð fyrir að hann sitji fyrir svörum í allan dag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira