Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. maí 2015 12:30 Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. Vísir/GVA Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést á Landspítalanum í gærkvöldi. Halldór sat í nítján ár sem ráðherra en hann var um áratugaskeið einn helsti áhrifamaður Framsóknarflokksins. Halldór fékk lést eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag þegar hann var staddur í sumarbústað. Hann var fluttur á Landspítalann þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél. Halldór var lengi oddviti Framsóknarflokksins í stjórn með Sjálfstæðisflokki.Vísir/Hari Halldór var um langt skeið áhrifamaður í Framsóknarflokknum en hann settist fyrsta á þing árið 1974. Hann varð svo sjávarútvegsráðherra árið 1983.Hafði mikil áhrif á stjórnmálin Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir að Halldór hafi haft mikil áhrif á stjórn landsins í ráðherratíð sinni. „Halldór Ásgrímsson sat gríðarlega lengi á þingi og var í miklu forystuhlutverki hjá einum af áhrifamestu flokkum landsins, framsóknarflokknum, um áratuga skeið,“ segir hann. „Hann var lengur ráðherra en flest allir aðrir hafa verið og kom þess vegna víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál; bæði innanlands, eins og í sjávarútvegsmálum, og utanríkisstefnuna, þá sérstaklega í Evrópumálin.“Flokkurinn undir Evrópuáhrifum Halldórs Gunnar Helgi segir að persónuleg sannfæring Halldórs hafi að hluta gert það að verkum að Framsóknarflokkurinn hafi um tímabil verið fremur Evrópusinnaður flokkur. Halldór hitti leiðtoga annarra landa fyrir Íslands hönd. Hér er hann með Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands.Vísir/AFP„Sumt af því sem hann gerði var náttúrulega umdeilt, sérstaklega hans þáttur í að innleiða kvótakerfið og ýmsir kunnu honum litlar þakkir fyrir það,“ segir hann.Kominn með nóg af pólitík Gunnar Helgi segir að Framsóknarflokknum hafi vegnað misjafnlega vel undir forystu Halldórs en flokkurinn vann kosningasigur í fyrstu kosningunum sem Halldór leiddi flokkinn. Eftir það hafi fylgi flokksins hins vegar dalað. „Halldór sagði af sér eftir mikinn ósigur flokksins í sveitastjórnarkosningum árið 2006 og það var að því leiti óvenjulegt að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki endilega, það er ekki þessa sterka hefð sem er í sumum öðrum löndum að þeir taki ósigri með því að segja af sér, en Halldór gerði það,“ segir Gunnar Helgi, „Ýmsir höfðu nú grun um að hann væri búinn að fá sig fullsaddan af því stússi sem íslenskri pólitík fylgir,“ segir hann. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést á Landspítalanum í gærkvöldi. Halldór sat í nítján ár sem ráðherra en hann var um áratugaskeið einn helsti áhrifamaður Framsóknarflokksins. Halldór fékk lést eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag þegar hann var staddur í sumarbústað. Hann var fluttur á Landspítalann þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél. Halldór var lengi oddviti Framsóknarflokksins í stjórn með Sjálfstæðisflokki.Vísir/Hari Halldór var um langt skeið áhrifamaður í Framsóknarflokknum en hann settist fyrsta á þing árið 1974. Hann varð svo sjávarútvegsráðherra árið 1983.Hafði mikil áhrif á stjórnmálin Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir að Halldór hafi haft mikil áhrif á stjórn landsins í ráðherratíð sinni. „Halldór Ásgrímsson sat gríðarlega lengi á þingi og var í miklu forystuhlutverki hjá einum af áhrifamestu flokkum landsins, framsóknarflokknum, um áratuga skeið,“ segir hann. „Hann var lengur ráðherra en flest allir aðrir hafa verið og kom þess vegna víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál; bæði innanlands, eins og í sjávarútvegsmálum, og utanríkisstefnuna, þá sérstaklega í Evrópumálin.“Flokkurinn undir Evrópuáhrifum Halldórs Gunnar Helgi segir að persónuleg sannfæring Halldórs hafi að hluta gert það að verkum að Framsóknarflokkurinn hafi um tímabil verið fremur Evrópusinnaður flokkur. Halldór hitti leiðtoga annarra landa fyrir Íslands hönd. Hér er hann með Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands.Vísir/AFP„Sumt af því sem hann gerði var náttúrulega umdeilt, sérstaklega hans þáttur í að innleiða kvótakerfið og ýmsir kunnu honum litlar þakkir fyrir það,“ segir hann.Kominn með nóg af pólitík Gunnar Helgi segir að Framsóknarflokknum hafi vegnað misjafnlega vel undir forystu Halldórs en flokkurinn vann kosningasigur í fyrstu kosningunum sem Halldór leiddi flokkinn. Eftir það hafi fylgi flokksins hins vegar dalað. „Halldór sagði af sér eftir mikinn ósigur flokksins í sveitastjórnarkosningum árið 2006 og það var að því leiti óvenjulegt að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki endilega, það er ekki þessa sterka hefð sem er í sumum öðrum löndum að þeir taki ósigri með því að segja af sér, en Halldór gerði það,“ segir Gunnar Helgi, „Ýmsir höfðu nú grun um að hann væri búinn að fá sig fullsaddan af því stússi sem íslenskri pólitík fylgir,“ segir hann.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira