Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. maí 2015 12:30 Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. Vísir/GVA Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést á Landspítalanum í gærkvöldi. Halldór sat í nítján ár sem ráðherra en hann var um áratugaskeið einn helsti áhrifamaður Framsóknarflokksins. Halldór fékk lést eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag þegar hann var staddur í sumarbústað. Hann var fluttur á Landspítalann þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél. Halldór var lengi oddviti Framsóknarflokksins í stjórn með Sjálfstæðisflokki.Vísir/Hari Halldór var um langt skeið áhrifamaður í Framsóknarflokknum en hann settist fyrsta á þing árið 1974. Hann varð svo sjávarútvegsráðherra árið 1983.Hafði mikil áhrif á stjórnmálin Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir að Halldór hafi haft mikil áhrif á stjórn landsins í ráðherratíð sinni. „Halldór Ásgrímsson sat gríðarlega lengi á þingi og var í miklu forystuhlutverki hjá einum af áhrifamestu flokkum landsins, framsóknarflokknum, um áratuga skeið,“ segir hann. „Hann var lengur ráðherra en flest allir aðrir hafa verið og kom þess vegna víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál; bæði innanlands, eins og í sjávarútvegsmálum, og utanríkisstefnuna, þá sérstaklega í Evrópumálin.“Flokkurinn undir Evrópuáhrifum Halldórs Gunnar Helgi segir að persónuleg sannfæring Halldórs hafi að hluta gert það að verkum að Framsóknarflokkurinn hafi um tímabil verið fremur Evrópusinnaður flokkur. Halldór hitti leiðtoga annarra landa fyrir Íslands hönd. Hér er hann með Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands.Vísir/AFP„Sumt af því sem hann gerði var náttúrulega umdeilt, sérstaklega hans þáttur í að innleiða kvótakerfið og ýmsir kunnu honum litlar þakkir fyrir það,“ segir hann.Kominn með nóg af pólitík Gunnar Helgi segir að Framsóknarflokknum hafi vegnað misjafnlega vel undir forystu Halldórs en flokkurinn vann kosningasigur í fyrstu kosningunum sem Halldór leiddi flokkinn. Eftir það hafi fylgi flokksins hins vegar dalað. „Halldór sagði af sér eftir mikinn ósigur flokksins í sveitastjórnarkosningum árið 2006 og það var að því leiti óvenjulegt að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki endilega, það er ekki þessa sterka hefð sem er í sumum öðrum löndum að þeir taki ósigri með því að segja af sér, en Halldór gerði það,“ segir Gunnar Helgi, „Ýmsir höfðu nú grun um að hann væri búinn að fá sig fullsaddan af því stússi sem íslenskri pólitík fylgir,“ segir hann. Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést á Landspítalanum í gærkvöldi. Halldór sat í nítján ár sem ráðherra en hann var um áratugaskeið einn helsti áhrifamaður Framsóknarflokksins. Halldór fékk lést eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag þegar hann var staddur í sumarbústað. Hann var fluttur á Landspítalann þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél. Halldór var lengi oddviti Framsóknarflokksins í stjórn með Sjálfstæðisflokki.Vísir/Hari Halldór var um langt skeið áhrifamaður í Framsóknarflokknum en hann settist fyrsta á þing árið 1974. Hann varð svo sjávarútvegsráðherra árið 1983.Hafði mikil áhrif á stjórnmálin Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir að Halldór hafi haft mikil áhrif á stjórn landsins í ráðherratíð sinni. „Halldór Ásgrímsson sat gríðarlega lengi á þingi og var í miklu forystuhlutverki hjá einum af áhrifamestu flokkum landsins, framsóknarflokknum, um áratuga skeið,“ segir hann. „Hann var lengur ráðherra en flest allir aðrir hafa verið og kom þess vegna víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál; bæði innanlands, eins og í sjávarútvegsmálum, og utanríkisstefnuna, þá sérstaklega í Evrópumálin.“Flokkurinn undir Evrópuáhrifum Halldórs Gunnar Helgi segir að persónuleg sannfæring Halldórs hafi að hluta gert það að verkum að Framsóknarflokkurinn hafi um tímabil verið fremur Evrópusinnaður flokkur. Halldór hitti leiðtoga annarra landa fyrir Íslands hönd. Hér er hann með Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands.Vísir/AFP„Sumt af því sem hann gerði var náttúrulega umdeilt, sérstaklega hans þáttur í að innleiða kvótakerfið og ýmsir kunnu honum litlar þakkir fyrir það,“ segir hann.Kominn með nóg af pólitík Gunnar Helgi segir að Framsóknarflokknum hafi vegnað misjafnlega vel undir forystu Halldórs en flokkurinn vann kosningasigur í fyrstu kosningunum sem Halldór leiddi flokkinn. Eftir það hafi fylgi flokksins hins vegar dalað. „Halldór sagði af sér eftir mikinn ósigur flokksins í sveitastjórnarkosningum árið 2006 og það var að því leiti óvenjulegt að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki endilega, það er ekki þessa sterka hefð sem er í sumum öðrum löndum að þeir taki ósigri með því að segja af sér, en Halldór gerði það,“ segir Gunnar Helgi, „Ýmsir höfðu nú grun um að hann væri búinn að fá sig fullsaddan af því stússi sem íslenskri pólitík fylgir,“ segir hann.
Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira