Enski boltinn

Van Gaal: De Gea þarf að taka erfiða ákvörðun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis van Gaal og David De Gea.
Louis van Gaal og David De Gea. Vísir/Getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, talaði um framtíð markvarðarins David De Gea í viðtali eftir 1-1 jafnteflið á móti Arsenal um helgina.

David De Gea, sem fór meiddur af velli í leiknum, gæti þarna hafa spilað sinn síðasta leik fyrir  Manchester United en Real Madrid vill fá hann til að leysa af inn 24 ára gamla Iker Casillas.

„Það er ekki auðvelt að velja á milli tveggja frábærra klúbba. Við yrðum mjög ánægðir ef hann spilaði áfram með okkur," sagði Louis van Gaal.

„Hann er spænskur, kærastan hans er spænsk og hann á möguleika á því að fara í annað frábært félag. Þetta verður mjög erfið ákvörðun fyrir hann," sagði Van Gaal.

„Það er ekki auðvelt fyrir David De Gea að yfirgefa okkur því við erum frábært félag. Hann vill líka spila og Iker Casillas er ennþá hjá Real Madrid," sagði Van Gaal.

Louis van Gaal segist ekki ætla að setja meiri pressu á David De Gea að skrifa undir nýjan samning en spænski markvörðurinn á eitt ár eftir af samningnum sínum.

„Hann veit hvað hann hefur hjá Manchester United. Stuðningsmennirnir hafa stórkostlegir, bæði fyrir liðið og fyrir hann sjálfan. Hann mun missa það ef hann fer," sagði Van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×