Enski boltinn

Neville segir United að fá Bale ef De Gea fer til Real

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Gea fagnar marki United í dag.
De Gea fagnar marki United í dag. vísir/getty
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að United eigi að reyna stela Gareth Bale af Real Madrid fari David de Gea til spænska risans.

De Gea hefur verið orðaður við Real mikið á undanförnum vikum, en Gareth Bale hefur einnig verið orðaður við för frá Real Madrid. Neville segir sniðugt að þau skipti á leikmönnum, fari það svo að De Gea fari til United.

„Manchester City, Chelsea, Arsenal og Liverpool vilja öll fá Gareth Bale. Svo ef þú ætlar að láta Real hafa leikmann þá myndi það vera skynsamlegt að fá Bale í staðinn fyrir De Gea," sagði Gary Neville í Super Sunday þættinum.

„Þú sást stuðningsmennina. Þeir voru að syngja nafnið hans. Þú heyrir þá syngja nafnið hans núna þegar þeir labba hringinn," en viðtalið var tekið um leið og United labbaði hringinn í kringum völlinn og þökkuðu stuðningsmönnum United fyrir samfylgdina á tímabilinu.

„Þeir eru að syngja nafnið hans til þess að þakka honum fyrir tímabilið sem hann hefur átt. Hann er leikmaður tímabilsins hjá United og þeir munu grátbiðja hann um að vera áfram."

„Í þessu formi sem hann var í á tímabilinu ég var að vonast til að hann myndi verða áfram, en miðað við áróðurinn í blöðunum er þetta óhjákvæmilegt," sagði þessi fyrrum bakvörður að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×