Fótbolti

Hólmfríður á skotskónum í stórsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmfríður skoraði í dag og Þórunn spilaði einnig.
Hólmfríður skoraði í dag og Þórunn spilaði einnig. vísir/getty
Hólmfríður Magnúsdóttir var á skotskónum fyrir Avaldsnes sem vann stórsigur á Amazon Grimstad í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Hólmfríður skoraði annað markið af sex mörkum Avaldsnes, en það gerði hún á 23. mínútu. Einnig lagði landsliðskonan upp tvö mörk. Hólmfríður spilaði fyrstu 85. mínútur leiksins, en Þórunn Helga Jónsdóttir kom inná sem varamaður sex mínútum fyrir leikslok.

Avaldsnes er nú í öðru til þriðja sæti með Íslendingaliðinu Klepp, en Klepp er að spila þegar þetta er skrifað.

Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt hreinu í sjöunda skipti af átta í dag þegar LSK vann 4-0 sigur á Vålerenga. LSK er á topnum með fullt hús stiga.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í liði Stabæk sem gerði 1-1 jafntefli við Arna-Bjørnar, en Stabæk er í sjöunda sætinu með níu stig.

Norska deildin er nú á leið í hlé eftir þessa umferð sem klárast í dag, en hún er á leið í tveggja mánaða hlé vegna heimsmeistaramótsins í Kanada í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×