Lífið

Björn og maður hræða líftóruna hvor úr öðrum

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot úr myndbandinu sem sjá má hér að neðan.
Skjáskot úr myndbandinu sem sjá má hér að neðan.
Þegar myndatökumenn CBS í Bandaríkjunum voru að taka upp myndefni fyrir frétt um áhrif þurrka í Kaliforníu á dýralífið náðu þeir einstaklega góðu myndskeiði. Þar var björn að ganga að horni húss, en á nákvæmlega sama tíma gekk eigandi hússins fyrir hornið.

Báðir virðast ekki vita af hvorum öðrum, en eigandi hússins er með kaffibolla í hendi. Björninn og maðurinn virðast hafa nánast hrætt líftóruna úr hvorum öðrum, því báðir hoppuðu þeir upp í loftið þegar þeir mættustu og hlupu í sitthvora áttina.

Mikill fjöldi dýra í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur sótt inn á byggð svæði vegna mikilla þurrka. Birnir leita sér að fæðu í ruslafötum og görðum. Þá elti hópur sléttuhunda mann sem fór út að ganga með hund sinn.

Kvörtunum íbúa Kaliforníu vegna bjarna hefur fjölgað gífurlega á síðustu árum samkvæmt CBS.

Alla frétt CBS um ágang dýra í Kaliforníu má sjá hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×