Vatnsmiðlun myndi draga úr fegurð Dynjanda Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2015 15:45 Dynjandi í Arnarfirði Vísir/Jón Sigurður Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur kveðið á um að vatnsmiðlun úr Stóra-Eyjavatni fari ekki inn á aðalskipulag þar sem það myndi hafa neikvæð áhrif á vatnasvið Dynjanda - en fossinn er friðaður með lögum. Orkubú Vestfjarða hafði farið fram á miðlunina en skipulags- og mannvirkjanefnd lagðist gegn þeim tillögum af fyrrgreindum ástæðum en bb.is greindi fyrst frá málavöxtum. Orkubúið hafði lagt fram beiðni um að veita vatni úr Stóra-Eyjavatni til að auka framleiðslu Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði. Orkubúið taldi það vænlegasta virkjunarkostinn þar sem innrennsli er 21 gígalítri á ári úr Stóra-Eyjavatni eða meðalrennsli upp á 0,67 rúmmetra á sekúndu. Í áliti skipulags- og mannvirkjanefnd sagði um hugmyndir Orkubúsins að ekki komi til greina að skerða náttúrulega fegurð Dynjanda með skerðingu á vatnasviði hans. Þá segir á vef Þingeyrar að Alþingi hafi samþykkt lög þann 12. maí 1926 um að heimila ráðherra að veita dönskum félögum sérleyfi í sextíu ár til að virkja Dynjandisá og önnur fallvötn í Arnarfirði. Rúmum aldarfjórðungi síðar var Rafmagnsveitum ríkisins heimilað að virkja Dynjandisá eða Mjólká en Mjólkárvirkjun var tekin í notkun sumarið 1958. Alþingi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur kveðið á um að vatnsmiðlun úr Stóra-Eyjavatni fari ekki inn á aðalskipulag þar sem það myndi hafa neikvæð áhrif á vatnasvið Dynjanda - en fossinn er friðaður með lögum. Orkubú Vestfjarða hafði farið fram á miðlunina en skipulags- og mannvirkjanefnd lagðist gegn þeim tillögum af fyrrgreindum ástæðum en bb.is greindi fyrst frá málavöxtum. Orkubúið hafði lagt fram beiðni um að veita vatni úr Stóra-Eyjavatni til að auka framleiðslu Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði. Orkubúið taldi það vænlegasta virkjunarkostinn þar sem innrennsli er 21 gígalítri á ári úr Stóra-Eyjavatni eða meðalrennsli upp á 0,67 rúmmetra á sekúndu. Í áliti skipulags- og mannvirkjanefnd sagði um hugmyndir Orkubúsins að ekki komi til greina að skerða náttúrulega fegurð Dynjanda með skerðingu á vatnasviði hans. Þá segir á vef Þingeyrar að Alþingi hafi samþykkt lög þann 12. maí 1926 um að heimila ráðherra að veita dönskum félögum sérleyfi í sextíu ár til að virkja Dynjandisá og önnur fallvötn í Arnarfirði. Rúmum aldarfjórðungi síðar var Rafmagnsveitum ríkisins heimilað að virkja Dynjandisá eða Mjólká en Mjólkárvirkjun var tekin í notkun sumarið 1958.
Alþingi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira