Breytti framburði um komu Ingólfs að hlutabréfakaupum Mata í Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2015 16:30 Ingólfur Helgason fyrir miðri mynd. Vísir/GVA Gunnar Þór Gíslason, sem var óbeinn eigandi fjárfestingafélagsins Mata, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Mata í Kaupþingi, þeirra á meðal Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ingólfur Helgason. Mata keypti árið 2008 fimm milljónir hluta í Kaupþingi og voru kaupin að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum sem tók veð í eigin bréfum. Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Gunnar hvernig aðdragandinn að viðskiptunum hefði verið. „Ingólfur Helgason hringdi í mig og bauð mér þessi bréf til kaups. Það fylgdi líka með því að Kaupþing myndi fjármagna, til að byrja með að minnsta kosti, að öllu leyti þessi viðskipti,” sagði Gunnar. Saksóknari spurði hann þá hver hefði fyrst haft samband við hann vegna viðskiptanna og bar undir Gunnar framburð hans hjá lögreglu árið 2012. Þar sagði hann Magnús Guðmundsson hafa komið að máli við sig vegna hlutabréfakaupanna. Að sama skapi sagðist hann hjá lögreglu ekki hafa verið í sambandi við Ingólf vegna viðskiptanna.Talaði við Magnús fyrst, svo Ingólf Nokkurn tíma tók fyrir saksóknarann að fá fram það sem Gunnari og Magnúsi hafði farið á milli. Það kom þó í ljós að lokum að Magnús hafði samband við hann og spurði hvort að Mata hefði áhuga á að kaupa hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun. Gunnar var þó klár á því fyrir dómi í dag, öfugt við það sem hann sagði hjá lögreglu, að Ingólfur hefði svo hringt í sig. „Ég tók vel í það [hugmynd Magnúsar um kaupin] og Ingólfur hringdi svo. [...] Þetta er misskilningur [það sem haft er eftir mér hjá lögreglu] að ég hafi ekki talað við Ingólf. Ég var að meina að ég hafi ekki verið í neinu sambandi við hann fyrr en vegna þessara viðskipta.” Þeir hafi síðan samið um magn og verð og kaupin hafi verið fjármögnuð með peningamarkaðsláni frá Kaupþingi. Saksóknari spurði svo Gunnar hvort það hafi orðið eitthvað tap hjá vegna viðskiptanna. Hann sagði að það hefði í sjálfu sér ekki verið mikið þar sem félagið átti ekki miklar eignir og skuldaði engum nema tengdum félögum. Þegar upp var staðið var því ekki mikil bein fjárhagsleg áhætta fyrir félagið af viðskiptunum.„Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta” Næstur tók Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs Helgasonar, til við að spyrja Gunnar og spurði hann aftur út í framburð hans hjá lögreglu. Vitnaði Grímur beint í skýrslutökuna yfir honum en saksóknari hafði varpað upp samantekt úr skýrslutökunni. Orðrétt sagði Gunnar hjá lögreglu um samskipti sín við Ingólf vegna viðskipta Mata: „Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta.” Verjandinn spurði Gunnar hvort væri rétt, það sem hann sagði þá eða nú, þremur árum seinna. Ítrekaði Gunnar þá að Ingólfur hefði boðið honum þessi bréf til kaups og að hann gæti í raun ekki útskýrt hvernig stæði á framburði sínum hjá lögreglu. Grímur bað Gunnar þá um að segja hvort hann vissi að Ingólfur hefði boðið honum bréfin og fjármögnun. Sagðist Gunnar vita að Ingólfur bauð bréfin en sagðist ekki vita með fjármögnunina. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „This is not Stig Tommy Persson, this is Ásgeir Thoroddsen“ Það getur verið vandkvæðum bundið að taka símaskýrslur af vitnum í dómsmáli eins og kom í ljós við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 13. maí 2015 13:56 Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01 Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson einu nöfnin sem Egill heyrði Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 13. maí 2015 13:49 Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Gunnar Þór Gíslason, sem var óbeinn eigandi fjárfestingafélagsins Mata, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Mata í Kaupþingi, þeirra á meðal Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ingólfur Helgason. Mata keypti árið 2008 fimm milljónir hluta í Kaupþingi og voru kaupin að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum sem tók veð í eigin bréfum. Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Gunnar hvernig aðdragandinn að viðskiptunum hefði verið. „Ingólfur Helgason hringdi í mig og bauð mér þessi bréf til kaups. Það fylgdi líka með því að Kaupþing myndi fjármagna, til að byrja með að minnsta kosti, að öllu leyti þessi viðskipti,” sagði Gunnar. Saksóknari spurði hann þá hver hefði fyrst haft samband við hann vegna viðskiptanna og bar undir Gunnar framburð hans hjá lögreglu árið 2012. Þar sagði hann Magnús Guðmundsson hafa komið að máli við sig vegna hlutabréfakaupanna. Að sama skapi sagðist hann hjá lögreglu ekki hafa verið í sambandi við Ingólf vegna viðskiptanna.Talaði við Magnús fyrst, svo Ingólf Nokkurn tíma tók fyrir saksóknarann að fá fram það sem Gunnari og Magnúsi hafði farið á milli. Það kom þó í ljós að lokum að Magnús hafði samband við hann og spurði hvort að Mata hefði áhuga á að kaupa hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun. Gunnar var þó klár á því fyrir dómi í dag, öfugt við það sem hann sagði hjá lögreglu, að Ingólfur hefði svo hringt í sig. „Ég tók vel í það [hugmynd Magnúsar um kaupin] og Ingólfur hringdi svo. [...] Þetta er misskilningur [það sem haft er eftir mér hjá lögreglu] að ég hafi ekki talað við Ingólf. Ég var að meina að ég hafi ekki verið í neinu sambandi við hann fyrr en vegna þessara viðskipta.” Þeir hafi síðan samið um magn og verð og kaupin hafi verið fjármögnuð með peningamarkaðsláni frá Kaupþingi. Saksóknari spurði svo Gunnar hvort það hafi orðið eitthvað tap hjá vegna viðskiptanna. Hann sagði að það hefði í sjálfu sér ekki verið mikið þar sem félagið átti ekki miklar eignir og skuldaði engum nema tengdum félögum. Þegar upp var staðið var því ekki mikil bein fjárhagsleg áhætta fyrir félagið af viðskiptunum.„Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta” Næstur tók Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs Helgasonar, til við að spyrja Gunnar og spurði hann aftur út í framburð hans hjá lögreglu. Vitnaði Grímur beint í skýrslutökuna yfir honum en saksóknari hafði varpað upp samantekt úr skýrslutökunni. Orðrétt sagði Gunnar hjá lögreglu um samskipti sín við Ingólf vegna viðskipta Mata: „Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta.” Verjandinn spurði Gunnar hvort væri rétt, það sem hann sagði þá eða nú, þremur árum seinna. Ítrekaði Gunnar þá að Ingólfur hefði boðið honum þessi bréf til kaups og að hann gæti í raun ekki útskýrt hvernig stæði á framburði sínum hjá lögreglu. Grímur bað Gunnar þá um að segja hvort hann vissi að Ingólfur hefði boðið honum bréfin og fjármögnun. Sagðist Gunnar vita að Ingólfur bauð bréfin en sagðist ekki vita með fjármögnunina.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „This is not Stig Tommy Persson, this is Ásgeir Thoroddsen“ Það getur verið vandkvæðum bundið að taka símaskýrslur af vitnum í dómsmáli eins og kom í ljós við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 13. maí 2015 13:56 Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01 Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson einu nöfnin sem Egill heyrði Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 13. maí 2015 13:49 Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„This is not Stig Tommy Persson, this is Ásgeir Thoroddsen“ Það getur verið vandkvæðum bundið að taka símaskýrslur af vitnum í dómsmáli eins og kom í ljós við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 13. maí 2015 13:56
Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01
Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson einu nöfnin sem Egill heyrði Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 13. maí 2015 13:49