Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2015 12:16 "Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. vísir/pjetur Stéttarfélag Vesturlands hefur sagt sig úr samfloti fimmtán annarra stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður félagsins gagnrýnir harðlega þau félög innan sambandsins sem hafa gert kjarasamninga við einstök fyrirtæki að undanförnu. Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness sem eru í 16 stéttarfélaga samfloti innan Starfsgreinasambandsins í yfrirstandandi kjaradeilu, hafa á undanförnum vikum gert kjarasamninga við tugi fyrirtækja. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands segir óánægju ríkja með þetta og fundað hafi verið um málið í hennar félagi í gærkvöldi. „Það var tekin ákvörðun um það hér í gærkvöldi á samninganefndarfundi félagsins að draga samningsumboð félagsins til baka. Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. Fylgja þurfi lögum og reglum þegar stéttarfélög hafi framselt samningsumboð sitt eins og sextán stéttarfélög hafi gert til Starfsgreinasambandsins. Að mati Signýar séu þau verkalýðsfélög sem gert hafi fyrirtækjasamninga að undaförnu umboðslaus. Þessi félög séu ekki að vinna eftir þeirri aðferðarfræði sem lagt hafi verið upp með að bæta lökustu kjörin. „Því þessi aðferðarfræði að mínu mati skilur á milli þeirra sem við þurfum að bæta kjörin hjá og hinna sem jafnvel hafa betri kjör. Hverjir eiga þá að standa með þeim sem hafa lökust kjörin þegar aðrir eru farnir frá,“ spyr Signý. Þótt hún geti ekkert fullyrt að samið hafi verið fyrir þá sem betur standi að vígi því þessir fyrirtækjasamningar hafi ekki verið birtir. „Og menn hafa jafnvel samið við fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem ekki hafa umboð til að semja. Þeir hafa gengið yfir samningssvæði. Þetta eru bara vinnubrögð sem Stéttarfélag Vesturlands hefur ekki áhuga fyrir að stunda,“ segir Signý.En má ekki á móti spyrja hvort ekki sé eðlilegt að semja við fyrirtæki sem ganga að þeim kröfum sem settar hafa verið fram?„Það er auðvitað alltaf spurning með hvaða hætti menn vilja fara með umboðið þegar þeir eru komnir út í aðgerðir. Vegna þess að samtakamátturinn til að ná fram bestu kjörum fyrir þá lægst launuðu, hlýtur að vera sá að þeir sem hafi betri kjör standi með hinum,“ segir Signý Jóhannesdóttir. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Stéttarfélag Vesturlands hefur sagt sig úr samfloti fimmtán annarra stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður félagsins gagnrýnir harðlega þau félög innan sambandsins sem hafa gert kjarasamninga við einstök fyrirtæki að undanförnu. Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness sem eru í 16 stéttarfélaga samfloti innan Starfsgreinasambandsins í yfrirstandandi kjaradeilu, hafa á undanförnum vikum gert kjarasamninga við tugi fyrirtækja. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands segir óánægju ríkja með þetta og fundað hafi verið um málið í hennar félagi í gærkvöldi. „Það var tekin ákvörðun um það hér í gærkvöldi á samninganefndarfundi félagsins að draga samningsumboð félagsins til baka. Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. Fylgja þurfi lögum og reglum þegar stéttarfélög hafi framselt samningsumboð sitt eins og sextán stéttarfélög hafi gert til Starfsgreinasambandsins. Að mati Signýar séu þau verkalýðsfélög sem gert hafi fyrirtækjasamninga að undaförnu umboðslaus. Þessi félög séu ekki að vinna eftir þeirri aðferðarfræði sem lagt hafi verið upp með að bæta lökustu kjörin. „Því þessi aðferðarfræði að mínu mati skilur á milli þeirra sem við þurfum að bæta kjörin hjá og hinna sem jafnvel hafa betri kjör. Hverjir eiga þá að standa með þeim sem hafa lökust kjörin þegar aðrir eru farnir frá,“ spyr Signý. Þótt hún geti ekkert fullyrt að samið hafi verið fyrir þá sem betur standi að vígi því þessir fyrirtækjasamningar hafi ekki verið birtir. „Og menn hafa jafnvel samið við fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem ekki hafa umboð til að semja. Þeir hafa gengið yfir samningssvæði. Þetta eru bara vinnubrögð sem Stéttarfélag Vesturlands hefur ekki áhuga fyrir að stunda,“ segir Signý.En má ekki á móti spyrja hvort ekki sé eðlilegt að semja við fyrirtæki sem ganga að þeim kröfum sem settar hafa verið fram?„Það er auðvitað alltaf spurning með hvaða hætti menn vilja fara með umboðið þegar þeir eru komnir út í aðgerðir. Vegna þess að samtakamátturinn til að ná fram bestu kjörum fyrir þá lægst launuðu, hlýtur að vera sá að þeir sem hafi betri kjör standi með hinum,“ segir Signý Jóhannesdóttir.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira