Veðið vegna hlutabréfakaupa Skúla í Kaupþingi „bara smotterí” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 20:30 Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins Holt Investment, gaf símaskýrslu fyrir dómi í dag. Myndir/Þök/GVA Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins Holt Investment, gaf símaskýrslu fyrir dómi í dag í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Holt í bankanum, þeirra á meðal eru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara fékk félagið þrjú lán frá Kaupþingi á árinu 2008 til að kaupa rúmlega 25 milljón hluti í bankanum. Lánin námu samtals rúmlega 18 milljörðum króna og átti félagið um 3,5% í Kaupþingi eftir viðskiptin.Bað Skúla um að gerast hluthafi og sagðist lána honum fyrir kaupunum Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Skúla hvernig kaup Holt Investment í Kaupþingi hefðu komið til. „Magnús [Guðmundsson] hringdi í mig á sínum tíma í byrjun febrúar 2008 og vildi fá mig sem hluthafa inn í Kaupþing. Þetta var náttúrulega umtalsverð upphæð og stór hluti en hann sagði að þeir væru tilbúnir til að lána fyrir kaupunum. Á móti átti ég svo að leggja fram viðbótartryggingu sem voru bréf mín í Exista upp á tæpan milljarð,” sagði Skúli. Hann sagði að Magnús hefði sagt við sig að stjórnendur bankans vildu fá hann sem hluthafa en engin nöfn hefðu verið nefnd í því samhengi. Saksóknari spurði þá hvort hann sjálfur hefði verið í einhverjum samskiptum við Hreiðar Már, Sigurð Einarsson eða Ingólf Helgason og svaraði Skúli því til að hann hefði aldrei talað við þá. Skúli gat litlu svarað um á hvaða verði hlutabréfin hefðu verið keypt, hver hefði heimilað lánveitinguna eða hvort hann þekkti tryggingu á endurgreiðslu lánanna. Þá kvaðst Skúli ekki hafa vitað að Exista-bréf hans hefðu ekki verið tekin að veði fyrr en nokkrum mánuðum eftir að hann hafði lagt þau fram í febrúar 2008. Hann hefði skilið það sem svo að það veð væri bankans frá fyrsta degi auk þess sem bankinn var með veð í hlutabréfum Holt í Kaupþingi.Einn milljarður á móti 16-17 milljörðum Í símtali sem hlerað var við rannsókn málsins vorið 2010 og spilað var fyrir dómi í dag ræðir einn ákærðu í málinu, Bjarki Diego, framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, við Rúnar Magna Jónsson, undirmann sinn, um viðskipti Holt og veðið í Exista-bréfunum. Í símtalinu segir Rúnar Magni bréfin „bara smotterí, einhver milljarður [...] á móti sko 16-17 milljörðum. [...] Þetta er bara til málamynda [...]” Rúnar Magni bar vitni í málinu í dag og beðinn um að útskýra þessi orð sín sagði hann að í hlutfalli við lánin hefði milljarður verið lág upphæð sem veð. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ekki ljóstrað upp um mörg leyndarmál á fundi vitnis með verjanda Hreiðars Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. 12. maí 2015 14:18 Markaðsmisnotkunarmálið: „Nej, det är inte Eggert, det är Magnus” Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. 12. maí 2015 16:12 Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. 12. maí 2015 10:56 Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti“ Helgi Sigurðsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 12. maí 2015 13:15 Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00 Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins Holt Investment, gaf símaskýrslu fyrir dómi í dag í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Holt í bankanum, þeirra á meðal eru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara fékk félagið þrjú lán frá Kaupþingi á árinu 2008 til að kaupa rúmlega 25 milljón hluti í bankanum. Lánin námu samtals rúmlega 18 milljörðum króna og átti félagið um 3,5% í Kaupþingi eftir viðskiptin.Bað Skúla um að gerast hluthafi og sagðist lána honum fyrir kaupunum Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Skúla hvernig kaup Holt Investment í Kaupþingi hefðu komið til. „Magnús [Guðmundsson] hringdi í mig á sínum tíma í byrjun febrúar 2008 og vildi fá mig sem hluthafa inn í Kaupþing. Þetta var náttúrulega umtalsverð upphæð og stór hluti en hann sagði að þeir væru tilbúnir til að lána fyrir kaupunum. Á móti átti ég svo að leggja fram viðbótartryggingu sem voru bréf mín í Exista upp á tæpan milljarð,” sagði Skúli. Hann sagði að Magnús hefði sagt við sig að stjórnendur bankans vildu fá hann sem hluthafa en engin nöfn hefðu verið nefnd í því samhengi. Saksóknari spurði þá hvort hann sjálfur hefði verið í einhverjum samskiptum við Hreiðar Már, Sigurð Einarsson eða Ingólf Helgason og svaraði Skúli því til að hann hefði aldrei talað við þá. Skúli gat litlu svarað um á hvaða verði hlutabréfin hefðu verið keypt, hver hefði heimilað lánveitinguna eða hvort hann þekkti tryggingu á endurgreiðslu lánanna. Þá kvaðst Skúli ekki hafa vitað að Exista-bréf hans hefðu ekki verið tekin að veði fyrr en nokkrum mánuðum eftir að hann hafði lagt þau fram í febrúar 2008. Hann hefði skilið það sem svo að það veð væri bankans frá fyrsta degi auk þess sem bankinn var með veð í hlutabréfum Holt í Kaupþingi.Einn milljarður á móti 16-17 milljörðum Í símtali sem hlerað var við rannsókn málsins vorið 2010 og spilað var fyrir dómi í dag ræðir einn ákærðu í málinu, Bjarki Diego, framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, við Rúnar Magna Jónsson, undirmann sinn, um viðskipti Holt og veðið í Exista-bréfunum. Í símtalinu segir Rúnar Magni bréfin „bara smotterí, einhver milljarður [...] á móti sko 16-17 milljörðum. [...] Þetta er bara til málamynda [...]” Rúnar Magni bar vitni í málinu í dag og beðinn um að útskýra þessi orð sín sagði hann að í hlutfalli við lánin hefði milljarður verið lág upphæð sem veð.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ekki ljóstrað upp um mörg leyndarmál á fundi vitnis með verjanda Hreiðars Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. 12. maí 2015 14:18 Markaðsmisnotkunarmálið: „Nej, det är inte Eggert, det är Magnus” Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. 12. maí 2015 16:12 Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. 12. maí 2015 10:56 Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti“ Helgi Sigurðsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 12. maí 2015 13:15 Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00 Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Ekki ljóstrað upp um mörg leyndarmál á fundi vitnis með verjanda Hreiðars Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. 12. maí 2015 14:18
Markaðsmisnotkunarmálið: „Nej, det är inte Eggert, det är Magnus” Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. 12. maí 2015 16:12
Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. 12. maí 2015 10:56
Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti“ Helgi Sigurðsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 12. maí 2015 13:15
Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00