Íslendingar eru Evrópumeistarar í yfirvinnu ingvar haraldsson skrifar 11. maí 2015 14:27 Iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnustundir í mánuði en kollegar þeirra í Evrópu. vísir/vilhelm Íslendingar vinna langmesta yfirvinnu allra Evrópuþjóð samkvæmt könnun Eurostat. Að meðaltal vinna Íslendingar 14 klukkutíma í mánuði í yfirvinnu en næsta þjóð á eftir er Malta, með 10 yfirvinnustundir í mánuði. Ósérhæfðir starfsmenn, og sérstaklega iðnaðarmenn, vinna enn fleiri yfirvinnutíma. Íslenskir iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnutíma á mánuði en kollegar þeirra innan Evrópusambandsins samkvæmt því sem fram kemur í Markaðspunktum Arion banka. Þar er bent á að hér á landi hafi framleiðni lengi verið lægri en í hjá öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar bæti sér það upp með löngum vinnutíma og mikilli atvinnuþátttöku.Styttri vinnudagur, minna stress Rannsóknir hafa bent til þess að framleiðni geti minnkað um 10% til 15% sé unnar 10 til 20 stundir umfram 40 stunda vinnuviku. Þá hefur stytting vinnutíma verið sögð fækka fjarvistum, auka tryggð starfsmanna, draga úr stressi og þreytu, auk þess að bæta nýtingu vinnutíma. Einnig geti styttri yfirvinnutími þýtt að fyrirtæki geti frekar laðað að sér öfluga starfsmenn og dregið úr eftirliti með starfsmönnum þar sem vinnutíminn er styttri. Arion banki bendir einnig á að sé of mikill munur á dagvinnu- og yfirvinnutaxta geti skapast hvatar fyrir starfsfólk til að sækja frekar í yfirvinnu í þeim tilgangi að hækka heildartekjur sínar. Á Íslandi er algengt að yfirvinnuálag sé 60-70% ofan á dagvinnulaun.Íslendingar vinna meiri yfirvinnu en aðrar Evrópuþjóðir.mynd/arion bankiVerkföll gætu dregið úr hagvexti Í greiningu bankans er bent á að dragist verkföll á langinn gæti það orðið gífurlega skaðlegt fyrir efnahagslífið og dregið verulega úr hagvexti á þessu ári. „Það er því okkar von að aðilar vinnumarkaðarins horfi með opnum huga til lausna og íhugi vandlega hvort að breytingar á fyrirkomulagi yfirvinnu séu öllum til hagsbóta og þannig þáttur í að ná sátt á vinnumarkaði,“ segir í greiningunni. Þá er einnig bent á að annað en endurskoðun á yfirvinnu sem gæti aukið framleiðni. T.d. bendi rannsóknir til þess að menntun, fjárfesting í upplýsingatækni, sterkt fjármálakerfi og erlend fjárfesting geti aukið framleiðni vinnuafls. Einnig megi velta fyrir sér hlutfallslega lág framlög til rannsóknar- og þróunarmála (1,9% af landsframleiðslu árið 2013), sem er undir meðaltali OECD (2,4% af landsframleiðslu 2013), standi framleiðni vexti fyrir þrifum. Tengdar fréttir Hvers vegna eru laun á Íslandi lág? Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir launakröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ekki skapa aukinn kaupmátt. 18. apríl 2015 15:54 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Íslendingar vinna langmesta yfirvinnu allra Evrópuþjóð samkvæmt könnun Eurostat. Að meðaltal vinna Íslendingar 14 klukkutíma í mánuði í yfirvinnu en næsta þjóð á eftir er Malta, með 10 yfirvinnustundir í mánuði. Ósérhæfðir starfsmenn, og sérstaklega iðnaðarmenn, vinna enn fleiri yfirvinnutíma. Íslenskir iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnutíma á mánuði en kollegar þeirra innan Evrópusambandsins samkvæmt því sem fram kemur í Markaðspunktum Arion banka. Þar er bent á að hér á landi hafi framleiðni lengi verið lægri en í hjá öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar bæti sér það upp með löngum vinnutíma og mikilli atvinnuþátttöku.Styttri vinnudagur, minna stress Rannsóknir hafa bent til þess að framleiðni geti minnkað um 10% til 15% sé unnar 10 til 20 stundir umfram 40 stunda vinnuviku. Þá hefur stytting vinnutíma verið sögð fækka fjarvistum, auka tryggð starfsmanna, draga úr stressi og þreytu, auk þess að bæta nýtingu vinnutíma. Einnig geti styttri yfirvinnutími þýtt að fyrirtæki geti frekar laðað að sér öfluga starfsmenn og dregið úr eftirliti með starfsmönnum þar sem vinnutíminn er styttri. Arion banki bendir einnig á að sé of mikill munur á dagvinnu- og yfirvinnutaxta geti skapast hvatar fyrir starfsfólk til að sækja frekar í yfirvinnu í þeim tilgangi að hækka heildartekjur sínar. Á Íslandi er algengt að yfirvinnuálag sé 60-70% ofan á dagvinnulaun.Íslendingar vinna meiri yfirvinnu en aðrar Evrópuþjóðir.mynd/arion bankiVerkföll gætu dregið úr hagvexti Í greiningu bankans er bent á að dragist verkföll á langinn gæti það orðið gífurlega skaðlegt fyrir efnahagslífið og dregið verulega úr hagvexti á þessu ári. „Það er því okkar von að aðilar vinnumarkaðarins horfi með opnum huga til lausna og íhugi vandlega hvort að breytingar á fyrirkomulagi yfirvinnu séu öllum til hagsbóta og þannig þáttur í að ná sátt á vinnumarkaði,“ segir í greiningunni. Þá er einnig bent á að annað en endurskoðun á yfirvinnu sem gæti aukið framleiðni. T.d. bendi rannsóknir til þess að menntun, fjárfesting í upplýsingatækni, sterkt fjármálakerfi og erlend fjárfesting geti aukið framleiðni vinnuafls. Einnig megi velta fyrir sér hlutfallslega lág framlög til rannsóknar- og þróunarmála (1,9% af landsframleiðslu árið 2013), sem er undir meðaltali OECD (2,4% af landsframleiðslu 2013), standi framleiðni vexti fyrir þrifum.
Tengdar fréttir Hvers vegna eru laun á Íslandi lág? Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir launakröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ekki skapa aukinn kaupmátt. 18. apríl 2015 15:54 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hvers vegna eru laun á Íslandi lág? Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir launakröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ekki skapa aukinn kaupmátt. 18. apríl 2015 15:54