Lífið

Ólafur Arnalds fékk sjálfsmorðsbréf í pósti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Arnalds lenti í óþægilegri lífsreynslu í dag þegar hann renndi í gegnum tölvupóstinn sinn.
Ólafur Arnalds lenti í óþægilegri lífsreynslu í dag þegar hann renndi í gegnum tölvupóstinn sinn. Vísir/Valli
Íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds greinir frá því að honum hafi borist sjálfsmorðsbréf frá aðdáanda. Bréfið hafi verið sent fyrir þremur vikum en hann ekki séð þar til nú í dag.

Ólafur deilir lífsreynslunni með aðdáendum sínum á Twitter en þar er hann með tæplega 34 þúsund fylgjendur. Hann segist hafa reynt í þrígang að svara póstinum en fái alltaf sama svarið: „Þetta netfang er ekki til.“

„Please let me know you're ok!“ skrifar Ólafur í beiðni til aðdáanda síns í von um að hann sé enn á lífi. Aðdáendur Ólafs reyna að hughreysta tónlistarmanninn með kveðjum.„Oh, you're an angel“ segir einn aðdáandi og annar bætir við „Oh my goodness how awful.  Please remember that you can't let yourself feel responsible, and that it's not your fault“.

Þriðji aðdáandinn segir: „if it helps anything - your music is very comforting and consoling...there's nothing more you could do or could have done.“

Ólafur virðist hafa jafnað sig á þessari óþægilegu lífsreynslu að einhverju leyti því í nýrri færslu á Twitter greinir hann frá því að faðir hans sé að prófa tækni á nýjum snjallsíma eins og sjá má að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×