Lífið

Tónlistarveisla í tilefni afmælis Kópavogsbæjar

Salka Sól Eyfeld og Erpur Eyvindarson fagna afmæli Kópavogsbæjar.
Salka Sól Eyfeld og Erpur Eyvindarson fagna afmæli Kópavogsbæjar. Vísir/Vilhelm
Kópavogsbær hélt í dag áfram hátíðarhöldum vegna sextíu ára afmælis bæjarins. Bæjarbúum og gestum þeirra var boðið í Kórinn þar sem fjölbreytt dagskrá fór fram. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti í Kórinn og smellti af meðfylgjandi myndum.

Margir þekktir Kópavogsbúar stigu á stokk og sungu lög eftir tónskáld bæjarins eins og Sigfús Halldórsson. Guðrún Gunnarsdóttir og Stefán Hilmarsson sungu ljúfa tóna úr smiðju skáldsins.

Vísir/Vilhelm
Sigtryggur Baldursson og Salka Sól Eyfeld, bæði uppalin í Kópavogsbæ, tóku líka létt lag.

Vísir/Vilhelm
Og hátíðargestir voru ánægðir með veisluna.

Vísir/Vilhelm
Tríómenn ásamt Snorra Helgasyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Þórðar heiðruðu gesti svo með nærveru sinni.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×