„Vinnubrögð undanþágunefndarinnar verða að breytast“ Hjörtur Hjartarson skrifar 10. maí 2015 13:58 Það gengur ekki að til þurfi grátbænir frá yfirlæknum, forstjóra og landlækni til að koma í gegn of fáum en nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegnum Félag geislafræðinga, segir forstjóri Landspítalans. Birgir Jakobsson, landlæknir sakaði félag geislafræðinga í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær að með vísvitandi og með óábyrgum vinnubrögðum, stefna öryggi í sjúklinga í hættu. Heilbrigðisstarfsmönnum beri í öllum tilfellum að setja hag sjúklinga í fyrsta sæti. „Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna hjá sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati,“ sagði landlæknir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans lýsti sömuleiðis yfir miklum áhyggjum yfir stöðu mála og gagnrýndi um leið félag geislafræðinga. Í yfirlýsingu frá BHM og félagi geislafræðinga sem send var fjölmiðlum í gærkvöld er þessum ásökunum hafnað og fram tekið að veittar hafi verið undanþágur fyrir daginn á morgun og neyðarástandi þar með afstýrt. „Nei okkar viðbrögð við því eru í rauninni þau að vissulega voru ákveðnar undanþágur veitt er en öðrum ekki síðar beiðnum var áfram hafnað,“ segir Páll. „Það gengur ekki að það þurfi endurtekið 15 til 20 manna fundi með þrýstingi og grátbænum yfirlækna, forstjóra og landlæknis til að koma augljóslega nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegn,“ segir hann og bætir við: „Vinnubrögð undanþágunefndarinnar verða að breytast. Annars verðum við á sama stað nær samstundis og öryggi sjúklinga verður áfram í hættu.“ En er staðan ekki orðin það alvarleg að öryggi sjúklinga verður ekki tryggt með afgreiðslu undanþágubeiðna? „Ef allir aðilar er sammála um það að undanþágur gangi vel og greitt í gegn og sjúklingar eru í öllum tilfellum látnir njóta vafans að þá höktir þetta áfram. Ég vil ekki halda því fram að það þurfi endilega að grípa inn í verkfallsrétt fólks en þá verða báðir aðilar að spila saman og það hefur skort mikið upp á það.“ Greinilegt er á öllu að töluverð reiði og kergja einkenna samskipti deiluaðila núna. Páll segir það ekki til bóta. „Reiði og kergja á ekkert erindi inn í þessa umræðu. Það er einfaldlega verið að sinna sjúklingum og tryggja öryggi þeirra.“ Páll telur að ástandið nú sé mun alvarlegra en í læknaverkfallinu í kringum áramótin. „Jú, það er svo, klárlega,“ segir hann. Tengdar fréttir „Til að afstýra neyðarástandi þarf samninganefnd ríkisins að ganga til samninga við aðildarfélög BHM“ Fulltrúar BHM furða sig á ummælum forstjóra Landspítalans. 9. maí 2015 20:24 Krabbameinsfélagið lýsir þungum áhyggjum vegna verkfalla Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu við krabbameinsveika. 10. maí 2015 13:12 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Það gengur ekki að til þurfi grátbænir frá yfirlæknum, forstjóra og landlækni til að koma í gegn of fáum en nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegnum Félag geislafræðinga, segir forstjóri Landspítalans. Birgir Jakobsson, landlæknir sakaði félag geislafræðinga í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær að með vísvitandi og með óábyrgum vinnubrögðum, stefna öryggi í sjúklinga í hættu. Heilbrigðisstarfsmönnum beri í öllum tilfellum að setja hag sjúklinga í fyrsta sæti. „Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna hjá sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati,“ sagði landlæknir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans lýsti sömuleiðis yfir miklum áhyggjum yfir stöðu mála og gagnrýndi um leið félag geislafræðinga. Í yfirlýsingu frá BHM og félagi geislafræðinga sem send var fjölmiðlum í gærkvöld er þessum ásökunum hafnað og fram tekið að veittar hafi verið undanþágur fyrir daginn á morgun og neyðarástandi þar með afstýrt. „Nei okkar viðbrögð við því eru í rauninni þau að vissulega voru ákveðnar undanþágur veitt er en öðrum ekki síðar beiðnum var áfram hafnað,“ segir Páll. „Það gengur ekki að það þurfi endurtekið 15 til 20 manna fundi með þrýstingi og grátbænum yfirlækna, forstjóra og landlæknis til að koma augljóslega nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegn,“ segir hann og bætir við: „Vinnubrögð undanþágunefndarinnar verða að breytast. Annars verðum við á sama stað nær samstundis og öryggi sjúklinga verður áfram í hættu.“ En er staðan ekki orðin það alvarleg að öryggi sjúklinga verður ekki tryggt með afgreiðslu undanþágubeiðna? „Ef allir aðilar er sammála um það að undanþágur gangi vel og greitt í gegn og sjúklingar eru í öllum tilfellum látnir njóta vafans að þá höktir þetta áfram. Ég vil ekki halda því fram að það þurfi endilega að grípa inn í verkfallsrétt fólks en þá verða báðir aðilar að spila saman og það hefur skort mikið upp á það.“ Greinilegt er á öllu að töluverð reiði og kergja einkenna samskipti deiluaðila núna. Páll segir það ekki til bóta. „Reiði og kergja á ekkert erindi inn í þessa umræðu. Það er einfaldlega verið að sinna sjúklingum og tryggja öryggi þeirra.“ Páll telur að ástandið nú sé mun alvarlegra en í læknaverkfallinu í kringum áramótin. „Jú, það er svo, klárlega,“ segir hann.
Tengdar fréttir „Til að afstýra neyðarástandi þarf samninganefnd ríkisins að ganga til samninga við aðildarfélög BHM“ Fulltrúar BHM furða sig á ummælum forstjóra Landspítalans. 9. maí 2015 20:24 Krabbameinsfélagið lýsir þungum áhyggjum vegna verkfalla Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu við krabbameinsveika. 10. maí 2015 13:12 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
„Til að afstýra neyðarástandi þarf samninganefnd ríkisins að ganga til samninga við aðildarfélög BHM“ Fulltrúar BHM furða sig á ummælum forstjóra Landspítalans. 9. maí 2015 20:24
Krabbameinsfélagið lýsir þungum áhyggjum vegna verkfalla Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu við krabbameinsveika. 10. maí 2015 13:12
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42