„Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2015 17:04 Hluti hópsins við Hæstarétt í dag. vísir/kolbeinn tumi „Það er greinilegt að dómurinn telur að lögreglan hafi farið offari,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, einn níumenninganna sem ákærðir voru fyrir mótmæli í Gálgahrauni í október 2013. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt þá til 100 þúsund króna sektargreiðslu á mann en Hæstiréttur frestaði í dag ákvörðun refsinga þeirra og falla þær niður að tveimur árum liðnum haldi níumenningarnir skilorð. Gunnsteinn segist ekki vera fullkomlega sáttur þar sem hann hefði viljað fá sýknu. „Það var algjörlega farið yfir öll siðferðileg mörk í réttarfari en þeir líta samt greinilega á þetta sem brot hjá okkur því við fáum tveggja ára skilorð. Ef við höldum það hins vegar þá fellur öll refsing niður þannig að það segir okkur að þetta var þá í rauninni ekkert brot.“Niðurstaðan ákveðinn léttir Hann segir ekkert ákveðið í því hvort að níumenningarnir ætli aftur í Gálgahraun til mótmæla. „Við settum mark okkar á þessa umræðu að það ætti ekki að vaða yfir svæði sem væri búið að friða og vildum bara sýna það að almenningur á Íslandi lætur ekki bjóða sér svoleiðis,“ segir Gunnsteinn sem segir að þau hafi jafnvel átt von á því að Hæstiréttur myndi með dómi sínum þeir sem mótmæli friðsamlega geti átt von á því að vera dæmdir. „En það er ekki þannig hjá Hæstarétti í dag. Hæstiréttur segir fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli, að minnsta kosti að vissu marki, fyrst þeir fella niður refsinguna.“ Gunnsteinn segir að niðurstaða Hæstaréttar sé ákveðinn léttir. „Þeir hlustuðu á okkar rökstuðning. Hingað til höfum við aðeins upplifað það að það hefur alltaf verið dæmt gegn okkur, í öllum málum sem við höfum fitjað upp á, við höfum alltaf verið dæmd röngu megin við línuna en núna er viðurkennt að við eigum okkur málsbætur og við erum ánægð með það.“ Tengdar fréttir Sektargreiðslur níumenninganna felldar niður Hæstiréttur hefur fellt niður sektargreiðslur sem mótmælendur í Gálgahrauni höfðu verið dæmdir til að borga. 28. maí 2015 16:04 Kefjast þess að lögreglan afhendi öll gögn í Gálgahraunsmálinu Kefjast upplýsinga um hvort tekin hafi verið saman skýrsla vegna lögregluaðgerðanna sem fram fóru í Gálgahrauni hinn 21. október 2013. 31. október 2014 13:41 Níumenningarnir í Gálgahrauni dæmdir til sektargreiðslu Hverjum og einum var gert að greiða hundrað þúsund krónu sekt innan fjögurra vikna, eða fara í fangelsi í átta daga. 9. október 2014 13:44 „Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Það er greinilegt að dómurinn telur að lögreglan hafi farið offari,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, einn níumenninganna sem ákærðir voru fyrir mótmæli í Gálgahrauni í október 2013. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt þá til 100 þúsund króna sektargreiðslu á mann en Hæstiréttur frestaði í dag ákvörðun refsinga þeirra og falla þær niður að tveimur árum liðnum haldi níumenningarnir skilorð. Gunnsteinn segist ekki vera fullkomlega sáttur þar sem hann hefði viljað fá sýknu. „Það var algjörlega farið yfir öll siðferðileg mörk í réttarfari en þeir líta samt greinilega á þetta sem brot hjá okkur því við fáum tveggja ára skilorð. Ef við höldum það hins vegar þá fellur öll refsing niður þannig að það segir okkur að þetta var þá í rauninni ekkert brot.“Niðurstaðan ákveðinn léttir Hann segir ekkert ákveðið í því hvort að níumenningarnir ætli aftur í Gálgahraun til mótmæla. „Við settum mark okkar á þessa umræðu að það ætti ekki að vaða yfir svæði sem væri búið að friða og vildum bara sýna það að almenningur á Íslandi lætur ekki bjóða sér svoleiðis,“ segir Gunnsteinn sem segir að þau hafi jafnvel átt von á því að Hæstiréttur myndi með dómi sínum þeir sem mótmæli friðsamlega geti átt von á því að vera dæmdir. „En það er ekki þannig hjá Hæstarétti í dag. Hæstiréttur segir fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli, að minnsta kosti að vissu marki, fyrst þeir fella niður refsinguna.“ Gunnsteinn segir að niðurstaða Hæstaréttar sé ákveðinn léttir. „Þeir hlustuðu á okkar rökstuðning. Hingað til höfum við aðeins upplifað það að það hefur alltaf verið dæmt gegn okkur, í öllum málum sem við höfum fitjað upp á, við höfum alltaf verið dæmd röngu megin við línuna en núna er viðurkennt að við eigum okkur málsbætur og við erum ánægð með það.“
Tengdar fréttir Sektargreiðslur níumenninganna felldar niður Hæstiréttur hefur fellt niður sektargreiðslur sem mótmælendur í Gálgahrauni höfðu verið dæmdir til að borga. 28. maí 2015 16:04 Kefjast þess að lögreglan afhendi öll gögn í Gálgahraunsmálinu Kefjast upplýsinga um hvort tekin hafi verið saman skýrsla vegna lögregluaðgerðanna sem fram fóru í Gálgahrauni hinn 21. október 2013. 31. október 2014 13:41 Níumenningarnir í Gálgahrauni dæmdir til sektargreiðslu Hverjum og einum var gert að greiða hundrað þúsund krónu sekt innan fjögurra vikna, eða fara í fangelsi í átta daga. 9. október 2014 13:44 „Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Sektargreiðslur níumenninganna felldar niður Hæstiréttur hefur fellt niður sektargreiðslur sem mótmælendur í Gálgahrauni höfðu verið dæmdir til að borga. 28. maí 2015 16:04
Kefjast þess að lögreglan afhendi öll gögn í Gálgahraunsmálinu Kefjast upplýsinga um hvort tekin hafi verið saman skýrsla vegna lögregluaðgerðanna sem fram fóru í Gálgahrauni hinn 21. október 2013. 31. október 2014 13:41
Níumenningarnir í Gálgahrauni dæmdir til sektargreiðslu Hverjum og einum var gert að greiða hundrað þúsund krónu sekt innan fjögurra vikna, eða fara í fangelsi í átta daga. 9. október 2014 13:44
„Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00