„Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2015 17:04 Hluti hópsins við Hæstarétt í dag. vísir/kolbeinn tumi „Það er greinilegt að dómurinn telur að lögreglan hafi farið offari,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, einn níumenninganna sem ákærðir voru fyrir mótmæli í Gálgahrauni í október 2013. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt þá til 100 þúsund króna sektargreiðslu á mann en Hæstiréttur frestaði í dag ákvörðun refsinga þeirra og falla þær niður að tveimur árum liðnum haldi níumenningarnir skilorð. Gunnsteinn segist ekki vera fullkomlega sáttur þar sem hann hefði viljað fá sýknu. „Það var algjörlega farið yfir öll siðferðileg mörk í réttarfari en þeir líta samt greinilega á þetta sem brot hjá okkur því við fáum tveggja ára skilorð. Ef við höldum það hins vegar þá fellur öll refsing niður þannig að það segir okkur að þetta var þá í rauninni ekkert brot.“Niðurstaðan ákveðinn léttir Hann segir ekkert ákveðið í því hvort að níumenningarnir ætli aftur í Gálgahraun til mótmæla. „Við settum mark okkar á þessa umræðu að það ætti ekki að vaða yfir svæði sem væri búið að friða og vildum bara sýna það að almenningur á Íslandi lætur ekki bjóða sér svoleiðis,“ segir Gunnsteinn sem segir að þau hafi jafnvel átt von á því að Hæstiréttur myndi með dómi sínum þeir sem mótmæli friðsamlega geti átt von á því að vera dæmdir. „En það er ekki þannig hjá Hæstarétti í dag. Hæstiréttur segir fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli, að minnsta kosti að vissu marki, fyrst þeir fella niður refsinguna.“ Gunnsteinn segir að niðurstaða Hæstaréttar sé ákveðinn léttir. „Þeir hlustuðu á okkar rökstuðning. Hingað til höfum við aðeins upplifað það að það hefur alltaf verið dæmt gegn okkur, í öllum málum sem við höfum fitjað upp á, við höfum alltaf verið dæmd röngu megin við línuna en núna er viðurkennt að við eigum okkur málsbætur og við erum ánægð með það.“ Tengdar fréttir Sektargreiðslur níumenninganna felldar niður Hæstiréttur hefur fellt niður sektargreiðslur sem mótmælendur í Gálgahrauni höfðu verið dæmdir til að borga. 28. maí 2015 16:04 Kefjast þess að lögreglan afhendi öll gögn í Gálgahraunsmálinu Kefjast upplýsinga um hvort tekin hafi verið saman skýrsla vegna lögregluaðgerðanna sem fram fóru í Gálgahrauni hinn 21. október 2013. 31. október 2014 13:41 Níumenningarnir í Gálgahrauni dæmdir til sektargreiðslu Hverjum og einum var gert að greiða hundrað þúsund krónu sekt innan fjögurra vikna, eða fara í fangelsi í átta daga. 9. október 2014 13:44 „Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Það er greinilegt að dómurinn telur að lögreglan hafi farið offari,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, einn níumenninganna sem ákærðir voru fyrir mótmæli í Gálgahrauni í október 2013. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt þá til 100 þúsund króna sektargreiðslu á mann en Hæstiréttur frestaði í dag ákvörðun refsinga þeirra og falla þær niður að tveimur árum liðnum haldi níumenningarnir skilorð. Gunnsteinn segist ekki vera fullkomlega sáttur þar sem hann hefði viljað fá sýknu. „Það var algjörlega farið yfir öll siðferðileg mörk í réttarfari en þeir líta samt greinilega á þetta sem brot hjá okkur því við fáum tveggja ára skilorð. Ef við höldum það hins vegar þá fellur öll refsing niður þannig að það segir okkur að þetta var þá í rauninni ekkert brot.“Niðurstaðan ákveðinn léttir Hann segir ekkert ákveðið í því hvort að níumenningarnir ætli aftur í Gálgahraun til mótmæla. „Við settum mark okkar á þessa umræðu að það ætti ekki að vaða yfir svæði sem væri búið að friða og vildum bara sýna það að almenningur á Íslandi lætur ekki bjóða sér svoleiðis,“ segir Gunnsteinn sem segir að þau hafi jafnvel átt von á því að Hæstiréttur myndi með dómi sínum þeir sem mótmæli friðsamlega geti átt von á því að vera dæmdir. „En það er ekki þannig hjá Hæstarétti í dag. Hæstiréttur segir fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli, að minnsta kosti að vissu marki, fyrst þeir fella niður refsinguna.“ Gunnsteinn segir að niðurstaða Hæstaréttar sé ákveðinn léttir. „Þeir hlustuðu á okkar rökstuðning. Hingað til höfum við aðeins upplifað það að það hefur alltaf verið dæmt gegn okkur, í öllum málum sem við höfum fitjað upp á, við höfum alltaf verið dæmd röngu megin við línuna en núna er viðurkennt að við eigum okkur málsbætur og við erum ánægð með það.“
Tengdar fréttir Sektargreiðslur níumenninganna felldar niður Hæstiréttur hefur fellt niður sektargreiðslur sem mótmælendur í Gálgahrauni höfðu verið dæmdir til að borga. 28. maí 2015 16:04 Kefjast þess að lögreglan afhendi öll gögn í Gálgahraunsmálinu Kefjast upplýsinga um hvort tekin hafi verið saman skýrsla vegna lögregluaðgerðanna sem fram fóru í Gálgahrauni hinn 21. október 2013. 31. október 2014 13:41 Níumenningarnir í Gálgahrauni dæmdir til sektargreiðslu Hverjum og einum var gert að greiða hundrað þúsund krónu sekt innan fjögurra vikna, eða fara í fangelsi í átta daga. 9. október 2014 13:44 „Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Sektargreiðslur níumenninganna felldar niður Hæstiréttur hefur fellt niður sektargreiðslur sem mótmælendur í Gálgahrauni höfðu verið dæmdir til að borga. 28. maí 2015 16:04
Kefjast þess að lögreglan afhendi öll gögn í Gálgahraunsmálinu Kefjast upplýsinga um hvort tekin hafi verið saman skýrsla vegna lögregluaðgerðanna sem fram fóru í Gálgahrauni hinn 21. október 2013. 31. október 2014 13:41
Níumenningarnir í Gálgahrauni dæmdir til sektargreiðslu Hverjum og einum var gert að greiða hundrað þúsund krónu sekt innan fjögurra vikna, eða fara í fangelsi í átta daga. 9. október 2014 13:44
„Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00