Þrefalda refsingin mun lifa áfram góðu lífi í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2015 12:30 Rauða spjaldið á loft í leik hjá Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea. Vísir/Getty Knattspyrnuforystuna ætlar ekki að breyta reglum um rautt spjald á markmenn en á heimasíðu KSÍ má finna fréttir af ársfundi Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda þar sem hin umdeilda "þrefalda refsing" var tekin fyrir. Ársfundur Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda (IFAB) fór fram hinn 28. febrúar síðastliðinn og þar fjallaði nefndin meðal annars um hina svokölluðu "þreföldu refsingu" (skv. 12. gr. Knattspyrnulaganna), það er brottrekstur, vítaspyrnu og leikbann, sem fylgir því að "hafa af mótherja augljóst marktækifæri". Nefndin var sammála um að þessi refsing væri of hörð og að finna þyrfti betri lausn. Á fundinum var tillögu Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), sem fól í sér nákvæma skilgreiningu á því hvenær dómaranum bæri eingöngu að sýna gula spjaldið í stað þess rauða fyrir slíkt leikbrot, hins vegar hafnað. Nefndin var engu að síður sammála um það í grundvallaratriðum að í vissum tilfellum mætti fella niður einn þátt "þreföldu refsingarinnar", þ.e. hið sjálfkrafa eins leiks bann fyrir rautt spjald sem leikmaðurinn fær skv. núgildandi ákvæðum agareglugerðar Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA). Í framhaldinu var aga- og laganefndum FIFA síðan falið að kanna hvort gerlegt væri að fella niður hið sjálfkrafa eins leiks bann sem fylgir í kjölfar brottreksturs leikmanna sem "hafa af mótherja upplagt marktækifæri" þegar um er að ræða brot sem ekki teljast "heiftarleg" í skilningi knattspyrnulaganna. Niðurstöður aga- og laganefnda FIFA voru síðan lagðar fyrir fund framkvæmdastjórnar FIFA hinn 25. maí sl. Skemmst er hins vegar frá því að segja að framkvæmdastjórnin samþykkti þar, að tillögu forseta síns, að ekki yrðu að sinni gerðar neinar breytingar á agareglugerð FIFA hvað þetta varðar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Knattspyrnuforystuna ætlar ekki að breyta reglum um rautt spjald á markmenn en á heimasíðu KSÍ má finna fréttir af ársfundi Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda þar sem hin umdeilda "þrefalda refsing" var tekin fyrir. Ársfundur Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda (IFAB) fór fram hinn 28. febrúar síðastliðinn og þar fjallaði nefndin meðal annars um hina svokölluðu "þreföldu refsingu" (skv. 12. gr. Knattspyrnulaganna), það er brottrekstur, vítaspyrnu og leikbann, sem fylgir því að "hafa af mótherja augljóst marktækifæri". Nefndin var sammála um að þessi refsing væri of hörð og að finna þyrfti betri lausn. Á fundinum var tillögu Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), sem fól í sér nákvæma skilgreiningu á því hvenær dómaranum bæri eingöngu að sýna gula spjaldið í stað þess rauða fyrir slíkt leikbrot, hins vegar hafnað. Nefndin var engu að síður sammála um það í grundvallaratriðum að í vissum tilfellum mætti fella niður einn þátt "þreföldu refsingarinnar", þ.e. hið sjálfkrafa eins leiks bann fyrir rautt spjald sem leikmaðurinn fær skv. núgildandi ákvæðum agareglugerðar Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA). Í framhaldinu var aga- og laganefndum FIFA síðan falið að kanna hvort gerlegt væri að fella niður hið sjálfkrafa eins leiks bann sem fylgir í kjölfar brottreksturs leikmanna sem "hafa af mótherja upplagt marktækifæri" þegar um er að ræða brot sem ekki teljast "heiftarleg" í skilningi knattspyrnulaganna. Niðurstöður aga- og laganefnda FIFA voru síðan lagðar fyrir fund framkvæmdastjórnar FIFA hinn 25. maí sl. Skemmst er hins vegar frá því að segja að framkvæmdastjórnin samþykkti þar, að tillögu forseta síns, að ekki yrðu að sinni gerðar neinar breytingar á agareglugerð FIFA hvað þetta varðar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira