Erlent

Áttatíu látnir í loftárásum Sáda í Jemen

Atli Ísleifsson skrifar
Uppreisnarsveitir Húta náðu valdi á Sanaa í september síðastliðinn.
Uppreisnarsveitir Húta náðu valdi á Sanaa í september síðastliðinn. Vísir/AFP
Áttatíu manns hið minnsta eru látnir eftir loftárásir sádi-arabíska hersins í Jemen í dag. Árásirnar voru gerðar nærri landamærunum að Sádi-Arabíu og í höfuðborginni Sanaa.

Í frétt Reuters segir að þetta séu mannskæðustu árásir Sáda frá því að loftárásirnar á Jemen hófust fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan. Að sögn sjónarvotta voru flestir hinna látnu í árásinni á Bakeel al-Meer, nærri landamærunum, óbreyttir borgarar.

Uppreisnarsveitir Húta náðu valdi á Sanaa í september síðastliðinn og náðu síðar tökum á stórum landsvæðum í mið- og suðurhluta landsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×