Forsetakjör FIFA fer fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2015 10:14 Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, á blaðamannafundinum í morgun. vísir/afp Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich.Sjá einnig: Sex háttsettir starfsmenn FIFA handteknir. Á blaðamannafundi sem FIFA boðaði til í morgun, þar sem De Gregorio sat fyrir svörum, sagði hann að forseti sambandsins, hinn umdeildi Sepp Blatter, sé rólegur þrátt fyrir atburði næturinnar.Ekki dansandi af gleði „Við höfum öll orðið fyrir skaða en forsetinn er ekki flæktur í málið, hvernig er þá hægt að færa rök fyrir því að hann eigi að stíga til hliðar? „Hann er forsetinn og ef hann er endurkjörinn verður hann forseti næstu fjögur árin. „Hann er ekki dansandi af gleði á skrifstofunni sinni. En hann er mjög rólegur og samvinnufús,“ sagði De Gregorio. Hann svaraði því jafnframt játandi að HM í fótbolta færi fram í Rússlandi 2018 og í Katar fjórum árum seinna en úthlutun heimsmeistaramótsins til þessara landa hefur verið mjög umdeild. De Gregorio sagði að þótt málið sé vissulega ekki gott fyrir ímynd FIFA fagni sambandið rannsókninni og það vinni náið með lögreglunni að henni. Hann sagði að FIFA hefði upphaflega átt frumkvæði að rannsókninni í nóvember á síðasta ári.Tímasetningin hentug Aðspurður um tímasetninguna á handtökunum sagði De Gregorio að hún hafi verið hentug í ljósi þess að allir stjórnarmenn FIFA voru staddir á ársþinginu og því væri auðveldara að ræða við þá en ef þeir væru staddir hver í sínu landinu. Hann sagði jafnframt að hvorki hann né aðrir háttsettir einstaklingar innan FIFA hafi haft hugmynd um að handtökurnar myndu eiga sér stað í nótt.Sepp Blatter var ekki meðal þeirra handteknu í nótt.vísir/getty FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich.Sjá einnig: Sex háttsettir starfsmenn FIFA handteknir. Á blaðamannafundi sem FIFA boðaði til í morgun, þar sem De Gregorio sat fyrir svörum, sagði hann að forseti sambandsins, hinn umdeildi Sepp Blatter, sé rólegur þrátt fyrir atburði næturinnar.Ekki dansandi af gleði „Við höfum öll orðið fyrir skaða en forsetinn er ekki flæktur í málið, hvernig er þá hægt að færa rök fyrir því að hann eigi að stíga til hliðar? „Hann er forsetinn og ef hann er endurkjörinn verður hann forseti næstu fjögur árin. „Hann er ekki dansandi af gleði á skrifstofunni sinni. En hann er mjög rólegur og samvinnufús,“ sagði De Gregorio. Hann svaraði því jafnframt játandi að HM í fótbolta færi fram í Rússlandi 2018 og í Katar fjórum árum seinna en úthlutun heimsmeistaramótsins til þessara landa hefur verið mjög umdeild. De Gregorio sagði að þótt málið sé vissulega ekki gott fyrir ímynd FIFA fagni sambandið rannsókninni og það vinni náið með lögreglunni að henni. Hann sagði að FIFA hefði upphaflega átt frumkvæði að rannsókninni í nóvember á síðasta ári.Tímasetningin hentug Aðspurður um tímasetninguna á handtökunum sagði De Gregorio að hún hafi verið hentug í ljósi þess að allir stjórnarmenn FIFA voru staddir á ársþinginu og því væri auðveldara að ræða við þá en ef þeir væru staddir hver í sínu landinu. Hann sagði jafnframt að hvorki hann né aðrir háttsettir einstaklingar innan FIFA hafi haft hugmynd um að handtökurnar myndu eiga sér stað í nótt.Sepp Blatter var ekki meðal þeirra handteknu í nótt.vísir/getty
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32