Enski boltinn

Allardyce hættur | Ekkert starf meira spennandi að mati eigandanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það verður ekkert "Blowing Bubble" áfram hjá Allardyce.
Það verður ekkert "Blowing Bubble" áfram hjá Allardyce.
West Ham staðfesti í dag að ekki verður framlengdur samningurinn við stjórann Sam Allardyce, en hann hefur stýrt West Ham frá því sumarið 2011.

Nokkrum mínútum eftir leik West Ham gegn Newcastle í lokaumferð ensku úrvalsdeildinnar sem leikin var í dag var þetta staðfest, en þetta hafði legið í loftinu um nokkurn tíma.

„Félagið hefur hafið leit að nýjum þjálfara eftir að samningur félagsins við Sam Allardyce verður ekki framlengdur," var sagt á Twitter-síðu félagsins.

David Sullivan og David Gold, eigendur West Ham, þökkuðu Allardyce sérstaklega fyrir sinn þátt í gengi Lundúnarliðsins undanfarin ár.

„Við viljum byrja á því að þakka Sam Allardyce fyrir virðingarverða vinnu frá því hann mætti á Bolyen Ground fyrir fjórum árum áðan," segja eigendurnir í tilkynningu á heimasíðu félagsins.

„En við ákvaðum að framlengja ekki samninginn svo núna leitum við af stjóra með nýja fræði til þess að leita okkur inn í tvö af mest spennandi árum í sögu félagsins."

„Við höfum nú þegar orðið varir við nokkra kandídata sem hafa áhuga á starfinu og okkur hlakkar til að ráða stjóra sem getur tekið okkur í nýjar hæðir. Frá okkar sjónarmiði er ekkert starf meira spennandi á þessum tímapunkti," sögðu þeir að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×