Lýsti pólitísku inngripi Oddnýjar og Svandísar Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2015 13:30 Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sem fékk því framgengt í fyrradag að rammaáætlun færi til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis eftir helgi, taldi sjálfur í þingræðu á síðasta kjörtímabili að rammaáætlun síðustu ríkisstjórnar hefði mistekist vegna pólitískra inngripa ráðherra Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. „Sáttin átti að verða okkar leiðarljós,“ sagði Kristján í þingræðu þann 11. desember árið 2012. Þar lýsti hann þeirri skoðun sinni að breiðari sátt hefði náðst ef tillaga verkefnisstjórnar hefði fengið að standa í aðalatriðum og harmaði að slíkt hefði ekki tekist. Oddný Harðardóttir og Svandís Svavarsdóttir voru þeir ráðherrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna sem héldu utan um rammaáætlun þegar hin pólitíska niðurstaða fékkst.Kristján var þá formaður atvinnuveganefndar og gerði sérstakan fyrirvara við þá tillögu ráðherranna Oddnýjar Harðardóttur og Svandísar Svavarsdóttur að víkja frá tillögum verkefnisstjórnar. Rakti hann hvernig þær hefðu fært nokkrar virkjanir úr orkunýtingarflokki yfir í biðflokk, án þess að taka mið af rökum um hið gagnstæða. „Það er það sem ég gagnrýni og þess vegna segi ég að þessi rammaáætlun er þar með komin með allt of pólitískt yfirbragð,“ sagði Kristján. Nefndi hann fjóra vatnsaflskosti í þessu sambandi, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun í Þjórsá og Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun við Atley, sem hann taldi að hefði átt að halda í nýtingarflokki. „Þess vegna set ég fyrirvara, ég tel að það sé gengið of langt í að setja hagkvæmar vatnsaflsvirkjanir eins og tvær efri virkjanirnar í Þjórsá í bið og á móti gengið of langt í að taka jarðhitasvæði á Reykjanesi í nýtingarflokk. Hvers vegna var það gert? Ég sé ekki rökin,“ sagði Kristján og sagði um rammaáætlunarferlið: „Þess vegna tel ég að okkur sé að mistakast.“ Hann vitnaði til þess að nokkrir gestir sem komu fyrir þingnefndina hefðu sagt að með þessum aðgerðum væri verið að gera þetta að rammaáætlun viðkomandi ríkisstjórnar. „Ég óttast það, virðulegi forseti, að væntanlegar ríkisstjórnir muni vitna í þetta inngrip þegar þær fara að breyta rammaáætlun og að hin faglegu sjónarmið verði ekki lengur látin ráða. Þar með hefjast aftur miklar deilur um vernd og nýtingu orkusvæða,“ sagði Kristján í þingræðunni í desember 2012. Þá lýsti hann jafnframt þeirri skoðun að Alþingi gæti tekið faglega afstöðu til röðunar virkjana í flokka. „Ég tel að hinn þinglegi ferill hjá nefndum, þar sem gestir koma, aðilar senda inn umsóknir og við ræðum málin, sé fagleg vinnubrögð og að við alþingismenn getum tekið svona ákvörðun, byggða á gögnum sem lögð eru fram af sérfræðingum og okkur vitrara fólki hvað þetta varðar. Virðulegi forseti, við getum haft það í okkar höndum að vega og meta þessi gögn og taka endanlega ákvörðun,“ sagði Kristján L. Möller og taldi engan vafa um þennan rétt Alþingis. „Ég hef alltaf skilið hlutina þannig og ég blæs á að Alþingi geti ekki tekið faglega afstöðu eftir vinnu í þingnefnd,“ sagði Kristján í ræðustól Alþingis fyrir tveimur og hálfu ári. Kristján sagði í samtali við fréttastofu í dag að andstaða sín núna við tillögu meirihluta atvinnuveganefndar byggðist á því að hann telji að lögformlegu ferli sé ekki lokið. Það sé stutt með minnisblaði umhverfis- og auðlindaráðuneytis og þeirri staðreynd að ráðherra hafi aðeins treyst sér til að leggja til að ein virkjun, Hvammsvirkjun, yrði færð í nýtingarflokk. Alþingi Tengdar fréttir Vonar að meirihluta atvinnuveganefndar snúist hugur Stund skapaðist milli stríða á Alþingi í gær þegar tillaga stjórnarandstöðunnar um aukafund í atvinnuveganefnd um virkjanamálin var samþykkt. 23. maí 2015 19:15 Varaði fyrri ríkisstjórn við flokkspólítískum ramma Forstjóri Landsvirkjunar varaði síðustu ríkisstjórn við því að rammaáætlun um virkjanakosti myndi ekki lifa af ríkisstjórnina ef niðurstaðan yrði flokkspólitísk. 28. nóvember 2014 10:30 Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Telur rammaáætlun hafa mistekist Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, telur að ferli rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða, hafi mistekist. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra, sem unnu þingsályktunartillögu, hafi ekki haft það að leiðarljósi að ná sátt um málið. Það sé orðið pólitískt en ekki faglegt. 12. desember 2012 09:00 Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sem fékk því framgengt í fyrradag að rammaáætlun færi til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis eftir helgi, taldi sjálfur í þingræðu á síðasta kjörtímabili að rammaáætlun síðustu ríkisstjórnar hefði mistekist vegna pólitískra inngripa ráðherra Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. „Sáttin átti að verða okkar leiðarljós,“ sagði Kristján í þingræðu þann 11. desember árið 2012. Þar lýsti hann þeirri skoðun sinni að breiðari sátt hefði náðst ef tillaga verkefnisstjórnar hefði fengið að standa í aðalatriðum og harmaði að slíkt hefði ekki tekist. Oddný Harðardóttir og Svandís Svavarsdóttir voru þeir ráðherrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna sem héldu utan um rammaáætlun þegar hin pólitíska niðurstaða fékkst.Kristján var þá formaður atvinnuveganefndar og gerði sérstakan fyrirvara við þá tillögu ráðherranna Oddnýjar Harðardóttur og Svandísar Svavarsdóttur að víkja frá tillögum verkefnisstjórnar. Rakti hann hvernig þær hefðu fært nokkrar virkjanir úr orkunýtingarflokki yfir í biðflokk, án þess að taka mið af rökum um hið gagnstæða. „Það er það sem ég gagnrýni og þess vegna segi ég að þessi rammaáætlun er þar með komin með allt of pólitískt yfirbragð,“ sagði Kristján. Nefndi hann fjóra vatnsaflskosti í þessu sambandi, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun í Þjórsá og Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun við Atley, sem hann taldi að hefði átt að halda í nýtingarflokki. „Þess vegna set ég fyrirvara, ég tel að það sé gengið of langt í að setja hagkvæmar vatnsaflsvirkjanir eins og tvær efri virkjanirnar í Þjórsá í bið og á móti gengið of langt í að taka jarðhitasvæði á Reykjanesi í nýtingarflokk. Hvers vegna var það gert? Ég sé ekki rökin,“ sagði Kristján og sagði um rammaáætlunarferlið: „Þess vegna tel ég að okkur sé að mistakast.“ Hann vitnaði til þess að nokkrir gestir sem komu fyrir þingnefndina hefðu sagt að með þessum aðgerðum væri verið að gera þetta að rammaáætlun viðkomandi ríkisstjórnar. „Ég óttast það, virðulegi forseti, að væntanlegar ríkisstjórnir muni vitna í þetta inngrip þegar þær fara að breyta rammaáætlun og að hin faglegu sjónarmið verði ekki lengur látin ráða. Þar með hefjast aftur miklar deilur um vernd og nýtingu orkusvæða,“ sagði Kristján í þingræðunni í desember 2012. Þá lýsti hann jafnframt þeirri skoðun að Alþingi gæti tekið faglega afstöðu til röðunar virkjana í flokka. „Ég tel að hinn þinglegi ferill hjá nefndum, þar sem gestir koma, aðilar senda inn umsóknir og við ræðum málin, sé fagleg vinnubrögð og að við alþingismenn getum tekið svona ákvörðun, byggða á gögnum sem lögð eru fram af sérfræðingum og okkur vitrara fólki hvað þetta varðar. Virðulegi forseti, við getum haft það í okkar höndum að vega og meta þessi gögn og taka endanlega ákvörðun,“ sagði Kristján L. Möller og taldi engan vafa um þennan rétt Alþingis. „Ég hef alltaf skilið hlutina þannig og ég blæs á að Alþingi geti ekki tekið faglega afstöðu eftir vinnu í þingnefnd,“ sagði Kristján í ræðustól Alþingis fyrir tveimur og hálfu ári. Kristján sagði í samtali við fréttastofu í dag að andstaða sín núna við tillögu meirihluta atvinnuveganefndar byggðist á því að hann telji að lögformlegu ferli sé ekki lokið. Það sé stutt með minnisblaði umhverfis- og auðlindaráðuneytis og þeirri staðreynd að ráðherra hafi aðeins treyst sér til að leggja til að ein virkjun, Hvammsvirkjun, yrði færð í nýtingarflokk.
Alþingi Tengdar fréttir Vonar að meirihluta atvinnuveganefndar snúist hugur Stund skapaðist milli stríða á Alþingi í gær þegar tillaga stjórnarandstöðunnar um aukafund í atvinnuveganefnd um virkjanamálin var samþykkt. 23. maí 2015 19:15 Varaði fyrri ríkisstjórn við flokkspólítískum ramma Forstjóri Landsvirkjunar varaði síðustu ríkisstjórn við því að rammaáætlun um virkjanakosti myndi ekki lifa af ríkisstjórnina ef niðurstaðan yrði flokkspólitísk. 28. nóvember 2014 10:30 Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Telur rammaáætlun hafa mistekist Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, telur að ferli rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða, hafi mistekist. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra, sem unnu þingsályktunartillögu, hafi ekki haft það að leiðarljósi að ná sátt um málið. Það sé orðið pólitískt en ekki faglegt. 12. desember 2012 09:00 Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Vonar að meirihluta atvinnuveganefndar snúist hugur Stund skapaðist milli stríða á Alþingi í gær þegar tillaga stjórnarandstöðunnar um aukafund í atvinnuveganefnd um virkjanamálin var samþykkt. 23. maí 2015 19:15
Varaði fyrri ríkisstjórn við flokkspólítískum ramma Forstjóri Landsvirkjunar varaði síðustu ríkisstjórn við því að rammaáætlun um virkjanakosti myndi ekki lifa af ríkisstjórnina ef niðurstaðan yrði flokkspólitísk. 28. nóvember 2014 10:30
Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47
Telur rammaáætlun hafa mistekist Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, telur að ferli rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða, hafi mistekist. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra, sem unnu þingsályktunartillögu, hafi ekki haft það að leiðarljósi að ná sátt um málið. Það sé orðið pólitískt en ekki faglegt. 12. desember 2012 09:00
Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15