Tomas Rosicky hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Arsenal. Rosicky var orðaður við Sparta Prag, sitt gamla félag, en nú er ljóst að hann verður áfram í herbúðum Lundúnaliðsins.
Tékkneski miðjumaðurinn hefur ekki spilað mikið í vetur og aðeins fimm sinnum verið í byrjunarliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Rosicky, sem er 34 ára, kom til Arsenal frá Dortmund árið 2006 og hefur leikið tæplega 250 leiki fyrir Skytturnar síðan þá.
Arsenal tekur á móti West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.
Litli Mozart áfram hjá Arsenal
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
