Tomas Rosicky hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Arsenal. Rosicky var orðaður við Sparta Prag, sitt gamla félag, en nú er ljóst að hann verður áfram í herbúðum Lundúnaliðsins.
Tékkneski miðjumaðurinn hefur ekki spilað mikið í vetur og aðeins fimm sinnum verið í byrjunarliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Rosicky, sem er 34 ára, kom til Arsenal frá Dortmund árið 2006 og hefur leikið tæplega 250 leiki fyrir Skytturnar síðan þá.
Arsenal tekur á móti West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.
Litli Mozart áfram hjá Arsenal
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti