Harkaleg átök og ásakanir á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2015 13:59 Forsætisráðherra gagnrýndi málþóf stjórnarandstöðunnar harðlega á Alþingi í morgun sem og ummæli einstakra þingmanna um aðra þingmenn á opinberum vettvangi. Stjórnarandstaðan sakar hins vegar stjórnarliða um vankunnáttu á málefnum rammaáætlunar og heldur áfram að ræða fundarstjórn forseta á Alþingi. Umræður um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um virkjanakosti stóð til að verða klukkan tvö síðast liðna nótt og verður framhaldið fimmta daginn í röð í dag. Stjórnarandstaðan hefur teygt á umræðunni með löngum athugasemdum um fundarstjórn forseta og þannig hófst einnig þingfundur klukkan tíu í morgun. „Ég er ekki hrifin af aðgerðum eins og þessum. En þetta er eina leiðin sem við höfum og við verðum hérna áfram,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og lýsti vel stemmingunni í þingsalnum En ummæli utan ræðustóls Alþingis hafa einnig mikil áhrif á umræðuna, eins og þau ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fjölmiðlum að virkjanamálin tengdust stöðunni á vinnumarkaðnum. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra sagði forystumenn Samtaka atvinnulífsins og ASÍ ekki kannast við þetta. „Það hefði ekki einu sinni komið upp. Þannig að forsætisráðherra hæstvirtur sagði okkur ósatt hér í þingsal um ástæðuna fyrir því að þetta væri forgangsmál ríkisstjórnarinnar,“ sagði Katrín. Svandís Svavarsdóttir þingflokkasformaður Vinstri grænna sagði mikið óráð að halda umræðum um rammaáætlun áfram á þinginu og bað forseta að íhuga að taka málið af dagskrá. „Það hefur nú komið í ljós við umræðuna og umræður um fundarstjórn forseta undanfarna daga mjög víðtæk vanþekking stjórnarliða á bæði innihaldi, efnisþáttum og formi máls,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra sakar þingmenn um ókurteisi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stjórnarandstöðuna hafa slegið ýmis met í umræðunni. „Stjórnarandstaðan hefur í þessari umræðu, bara þessari umræðu, á rúmri viku haldið 783 ræður um fundarstjórn forseta. Annað eins hefur aldrei sést áður (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti annað eins hefur aldrei sést áður,“ sagði Sigmundur Davíð. Og forsætisráðherra lýsti óánægju sinni með opinberar umræður þingmanna um veikindi eða meinta drykkju Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns Framsóknarflokksins, án þess þó að nefna hann á nafn, í alþjóðlegu flugi nýlega. En þingmaðurinn fór í veikindafrí frá þingstörfum í dag. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaðurhafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra. Og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra reyndi einnig að blanda sér í umræðuna um fundarstjórn forseta. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel, ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýndi málþóf stjórnarandstöðunnar harðlega á Alþingi í morgun sem og ummæli einstakra þingmanna um aðra þingmenn á opinberum vettvangi. Stjórnarandstaðan sakar hins vegar stjórnarliða um vankunnáttu á málefnum rammaáætlunar og heldur áfram að ræða fundarstjórn forseta á Alþingi. Umræður um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um virkjanakosti stóð til að verða klukkan tvö síðast liðna nótt og verður framhaldið fimmta daginn í röð í dag. Stjórnarandstaðan hefur teygt á umræðunni með löngum athugasemdum um fundarstjórn forseta og þannig hófst einnig þingfundur klukkan tíu í morgun. „Ég er ekki hrifin af aðgerðum eins og þessum. En þetta er eina leiðin sem við höfum og við verðum hérna áfram,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og lýsti vel stemmingunni í þingsalnum En ummæli utan ræðustóls Alþingis hafa einnig mikil áhrif á umræðuna, eins og þau ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fjölmiðlum að virkjanamálin tengdust stöðunni á vinnumarkaðnum. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra sagði forystumenn Samtaka atvinnulífsins og ASÍ ekki kannast við þetta. „Það hefði ekki einu sinni komið upp. Þannig að forsætisráðherra hæstvirtur sagði okkur ósatt hér í þingsal um ástæðuna fyrir því að þetta væri forgangsmál ríkisstjórnarinnar,“ sagði Katrín. Svandís Svavarsdóttir þingflokkasformaður Vinstri grænna sagði mikið óráð að halda umræðum um rammaáætlun áfram á þinginu og bað forseta að íhuga að taka málið af dagskrá. „Það hefur nú komið í ljós við umræðuna og umræður um fundarstjórn forseta undanfarna daga mjög víðtæk vanþekking stjórnarliða á bæði innihaldi, efnisþáttum og formi máls,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra sakar þingmenn um ókurteisi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stjórnarandstöðuna hafa slegið ýmis met í umræðunni. „Stjórnarandstaðan hefur í þessari umræðu, bara þessari umræðu, á rúmri viku haldið 783 ræður um fundarstjórn forseta. Annað eins hefur aldrei sést áður (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti annað eins hefur aldrei sést áður,“ sagði Sigmundur Davíð. Og forsætisráðherra lýsti óánægju sinni með opinberar umræður þingmanna um veikindi eða meinta drykkju Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns Framsóknarflokksins, án þess þó að nefna hann á nafn, í alþjóðlegu flugi nýlega. En þingmaðurinn fór í veikindafrí frá þingstörfum í dag. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaðurhafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra. Og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra reyndi einnig að blanda sér í umræðuna um fundarstjórn forseta. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel, ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira