Ísland skilar áliti til EFTA vegna Icesave Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. maí 2015 12:16 Birgir Ármannsson er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Stefán Íslenska ríkið ætlar að skila inn greinargerð með sjónarmiðum sínum til EFTA-dómstólsins vegna þriggja spurninga sem bresk og hollensk stjórnvöld hafa fengið að leggja fyrir dóminn vegna Icesave-málsins. Utanríkismálanefnd þingsins fundaði í dag með embættismönnum tveggja ráðuneyta vegna málsins. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda inn greinargerð með sjónarmiðum Íslands í málinu sem höfðað hefur verið á hendur Tryggingasjóð innistæðueigenda vegna Icesave-krafna Breta og Hollendinga. Fundað var um málið í morgun.„Það hefur verið ákveðið að íslenska ríkið sendi inn greinargerð í málinu. Það er ekki málsaðili en hefur rétt til þess að senda inn greinargerð. Tilgangurinn fundarins í morgun var fyrst og fremst að fá upplýsingar frá embættismönnum ráðuneytanna um hvernig þeirri vinnu miðaði,“ segir Birgir. Spurningarnar sem lagðar hafa verið fyrir dóminn snúa að því hvort tilhögun Tryggingasjóðs innistæðueigenda standist EES-samninginn. Íslenska ríkið er ekki aðili að málinu en Birgir segir mikilvægt að sjónarmið ríkisins komi fram við afgreiðslu dómstólsins á spurningunum. „Þarna er verið að ræða svolítið aðra stöðu en í dómsmálinu frægu fyrir EFTA-dómstólnum sem snérist fyrst og fremst um samningsbrot íslenska ríkisins því þarna er varnaraðilinn sjálfstæður sjóður sem liggur fyrir að ríkið er ekki í ábyrgð fyrir. Það er hins vegar ljóst að það getur skipt máli fyrir framtíðarfyrirkomulag innistæðutrygginga á Íslandi hvernig niðurstaða þessa máls fer,“ segir Birgir. Ekki liggur fyrir hvenær svör við spurningunum koma frá EFTA-dómstólnum en fyrr í vikunni sagði framkvæmdastjóri tryggingasjóðs innistæðueigenda að ekki væri gert ráð fyrir að málflutningur fyrir héraðsdómi vegna málsins hæfist fyrr en að loknu sumarleyfi. Alþingi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Íslenska ríkið ætlar að skila inn greinargerð með sjónarmiðum sínum til EFTA-dómstólsins vegna þriggja spurninga sem bresk og hollensk stjórnvöld hafa fengið að leggja fyrir dóminn vegna Icesave-málsins. Utanríkismálanefnd þingsins fundaði í dag með embættismönnum tveggja ráðuneyta vegna málsins. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda inn greinargerð með sjónarmiðum Íslands í málinu sem höfðað hefur verið á hendur Tryggingasjóð innistæðueigenda vegna Icesave-krafna Breta og Hollendinga. Fundað var um málið í morgun.„Það hefur verið ákveðið að íslenska ríkið sendi inn greinargerð í málinu. Það er ekki málsaðili en hefur rétt til þess að senda inn greinargerð. Tilgangurinn fundarins í morgun var fyrst og fremst að fá upplýsingar frá embættismönnum ráðuneytanna um hvernig þeirri vinnu miðaði,“ segir Birgir. Spurningarnar sem lagðar hafa verið fyrir dóminn snúa að því hvort tilhögun Tryggingasjóðs innistæðueigenda standist EES-samninginn. Íslenska ríkið er ekki aðili að málinu en Birgir segir mikilvægt að sjónarmið ríkisins komi fram við afgreiðslu dómstólsins á spurningunum. „Þarna er verið að ræða svolítið aðra stöðu en í dómsmálinu frægu fyrir EFTA-dómstólnum sem snérist fyrst og fremst um samningsbrot íslenska ríkisins því þarna er varnaraðilinn sjálfstæður sjóður sem liggur fyrir að ríkið er ekki í ábyrgð fyrir. Það er hins vegar ljóst að það getur skipt máli fyrir framtíðarfyrirkomulag innistæðutrygginga á Íslandi hvernig niðurstaða þessa máls fer,“ segir Birgir. Ekki liggur fyrir hvenær svör við spurningunum koma frá EFTA-dómstólnum en fyrr í vikunni sagði framkvæmdastjóri tryggingasjóðs innistæðueigenda að ekki væri gert ráð fyrir að málflutningur fyrir héraðsdómi vegna málsins hæfist fyrr en að loknu sumarleyfi.
Alþingi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira