Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2015 14:45 „Það er ekki eitt einasta sönnunargagn í málinu hvað þetta varðar fyrir Ingólf Helgason.” vísir/gva Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. Þetta sagði Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs, í málflutningi sínum í dag. Vísaði verjandi meðal annars í dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu og sagði að þau skilyrði sem þar eru tiltekin svo sakfella megi fyrir stórar sölur hlutabréfa í bankanum séu ekki til staðar hvað Ingólf Helgason varðar í því máli sem nú er ákært í.Engin blekking, engin tilkynning, ekkert megininntak Sagði Grímur að það yrði að vera einhvers konar blekking til staðar og í Al Thani-viðskiptunum hafi þessi blekking falist í mörgu, meðal annars því að ekki lá fyrri að fleiri en Al Thani stáðu að kaupunum. Annað skilyrði sé að send var út opinber tilkynning vegna viðskiptanna þar sem fjárfestirinn lýsti yfir trú sinni á Kaupþingi og arðsemi félagsins. Þá sagði Grímur þriðja skilyrðið vera að til þess að sakfella megi hvern og einn þurfi allir að hafa vitað um megininntak viðskiptanna. Ekkert af þessu eigi við um aðkomu Ingólfs að kaupum eignarhaldsfélaganna Holt, Desulo og Mata á stórum hlutum í Kaupþingi. „Hann vissi aldrei af megininntaki neinna þessara viðskipta, það var engin blekking í viðskiptunum og það var aldrei send út nein opinber tilkynning vegna þeirra.”Mátti ekki veita lánin Hvað varðar lánveitingar til félaganna þriggja vegna kaupanna sagði Grímur engin sönnunargögn liggja fyrir í málinu um að Ingólfur hafi komið að þeim. Vísaði hann aftur til Al Thani-dómsins vegna þessa og sagði grundvallaratriði að ef sakfella ætti mann sem aðalmann í umboðssvikum þá þyrfti að liggja fyrir að viðkomandi hefði vald til að veita lánveitinguna. „Ingólfur Helgason hafði ekki slíkt vald. Hvað varðar hlutdeild í umboðssvikum þarf að liggja fyrir sönnun um það að hver og einn ákærði hafi átt fullan þátt í að veita þau lán sem hér er ákært fyrir og sannað að það hafi verið gefin fyrirmæli um að veita lánið. Það er ekki eitt einasta sönnunargagn í málinu hvað þetta varðar fyrir Ingólf Helgason.”Kom að því að keyra viðskiptin Grímur sagði liggja fyrir í málinu að Ingólfur hefði komið að því sem kallað er “að keyra viðskiptin.” Hann hefði fengið upplýsingar um að það hafi verið komi á viðskiptum og komið því áfram til starfsfólks miðlunar sem keyrði viðskiptin og tilkynnti þau til Kauphallar. Þá hafi Ingólfur jafnframt sagt að það megi vera að hann hafi komið að því að koma einhverjum viðskiptum á. Hann muni hins vegar ekki nákvæmlega hvaða viðskipti það hafi verið og hvort hann hafi komið að því að koma á einhverjum viðskiptum sem ákært sé fyrir geti hann ekkert sagt til um. Verjandinn lagði svo að lokum mikla áherslu á það Ingólfur hefði aldrei lofað neinni fjármögnun vegna hlutabréfakaupanna enda hafði hann ekki heimild til þess. Það hafi æðstu stjórnendur bankans, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, sagt hjá lögreglu og staðfest þann framburð sinn fyrir dómi. Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11 Málatilbúnaður sérstaks saksóknara „heimspekileg þversögn” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, flutti málflutningsræðu sína í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 19. maí 2015 22:30 Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. Þetta sagði Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs, í málflutningi sínum í dag. Vísaði verjandi meðal annars í dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu og sagði að þau skilyrði sem þar eru tiltekin svo sakfella megi fyrir stórar sölur hlutabréfa í bankanum séu ekki til staðar hvað Ingólf Helgason varðar í því máli sem nú er ákært í.Engin blekking, engin tilkynning, ekkert megininntak Sagði Grímur að það yrði að vera einhvers konar blekking til staðar og í Al Thani-viðskiptunum hafi þessi blekking falist í mörgu, meðal annars því að ekki lá fyrri að fleiri en Al Thani stáðu að kaupunum. Annað skilyrði sé að send var út opinber tilkynning vegna viðskiptanna þar sem fjárfestirinn lýsti yfir trú sinni á Kaupþingi og arðsemi félagsins. Þá sagði Grímur þriðja skilyrðið vera að til þess að sakfella megi hvern og einn þurfi allir að hafa vitað um megininntak viðskiptanna. Ekkert af þessu eigi við um aðkomu Ingólfs að kaupum eignarhaldsfélaganna Holt, Desulo og Mata á stórum hlutum í Kaupþingi. „Hann vissi aldrei af megininntaki neinna þessara viðskipta, það var engin blekking í viðskiptunum og það var aldrei send út nein opinber tilkynning vegna þeirra.”Mátti ekki veita lánin Hvað varðar lánveitingar til félaganna þriggja vegna kaupanna sagði Grímur engin sönnunargögn liggja fyrir í málinu um að Ingólfur hafi komið að þeim. Vísaði hann aftur til Al Thani-dómsins vegna þessa og sagði grundvallaratriði að ef sakfella ætti mann sem aðalmann í umboðssvikum þá þyrfti að liggja fyrir að viðkomandi hefði vald til að veita lánveitinguna. „Ingólfur Helgason hafði ekki slíkt vald. Hvað varðar hlutdeild í umboðssvikum þarf að liggja fyrir sönnun um það að hver og einn ákærði hafi átt fullan þátt í að veita þau lán sem hér er ákært fyrir og sannað að það hafi verið gefin fyrirmæli um að veita lánið. Það er ekki eitt einasta sönnunargagn í málinu hvað þetta varðar fyrir Ingólf Helgason.”Kom að því að keyra viðskiptin Grímur sagði liggja fyrir í málinu að Ingólfur hefði komið að því sem kallað er “að keyra viðskiptin.” Hann hefði fengið upplýsingar um að það hafi verið komi á viðskiptum og komið því áfram til starfsfólks miðlunar sem keyrði viðskiptin og tilkynnti þau til Kauphallar. Þá hafi Ingólfur jafnframt sagt að það megi vera að hann hafi komið að því að koma einhverjum viðskiptum á. Hann muni hins vegar ekki nákvæmlega hvaða viðskipti það hafi verið og hvort hann hafi komið að því að koma á einhverjum viðskiptum sem ákært sé fyrir geti hann ekkert sagt til um. Verjandinn lagði svo að lokum mikla áherslu á það Ingólfur hefði aldrei lofað neinni fjármögnun vegna hlutabréfakaupanna enda hafði hann ekki heimild til þess. Það hafi æðstu stjórnendur bankans, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, sagt hjá lögreglu og staðfest þann framburð sinn fyrir dómi.
Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11 Málatilbúnaður sérstaks saksóknara „heimspekileg þversögn” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, flutti málflutningsræðu sína í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 19. maí 2015 22:30 Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51
Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11
Málatilbúnaður sérstaks saksóknara „heimspekileg þversögn” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, flutti málflutningsræðu sína í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 19. maí 2015 22:30
Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46
Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07