Aron um hjólhestaspyrnumarkið: Búinn að æfa þetta fyrir leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2015 11:00 Aron skorar markið glæsilega gegn Excelsior. vísir/getty Aron Jóhannsson, landsliðsframherji Bandaríkjanna, segist vera að finna sitt fyrra form eftir erfið meiðsli sem héldu honum frá keppni stóran hluta tímabilsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt tímabil fyrir mig en síðustu 4-5 leikir hafa verið mjög góðir og ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Aron í samtali við heimasíðu bandaríska landsliðsins. Aron spilaði virkilega vel með AZ á lokasprettinum í hollensku úrvalsdeildinni og skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum liðsins í deildinni. AZ vann þessa fjóra síðustu leiki og tryggði sér þar með sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili og slapp um leið við að fara í umspil um Evrópusæti. „Eftir að við töpuðum fyrir Feyenoord byrjuðum við að búa okkur undir umspilið í huganum,“ sagði Aron en AZ tryggði sér 3. sætið í deildinni með 1-4 sigri á Excelsior í lokaumferðinni þar sem Aron skoraði tvennu og gaf auk þess stoðsendingu. Aron skoraði fyrsta mark leiksins gegn Excelsior sem var í glæsilegri kantinum, hjólhestaspyrna af bestu gerð. „Boltinn kom inn í teiginn og skoppaði hátt upp í loftið. Það var snúningur á boltanum svo ég reyndi að lesa hvenær hann myndi detta niður og komst í hann á undan varnarmanninum. „Boltinn var í fullkominni hæð og ég ákvað bara að nota hjólhestaspyrnu. Ég er mjög ánægður með að þetta hafi heppnast,“ sagði Aron sem æfði hjólhestaspyrnur sérstaklega fyrir leikinn. „Ég æfði hjólhestaspyrnur tveimur dögum fyrir leikinn og var heppinn að þetta hittist svona á.“ Aron segir að mikill fögnuður hafi brotist út þegar Evrópusætið var í höfn. „Við fögnuðum eins og við hefðum orðið meistarar. Þetta var frábær tilfinnig í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum síðan vorum við vissir um að við værum á leið í umspilið. Það var því frábært að enda tímabilið í 3. sæti,“ sagði framherjinn sem er í bandaríska landsliðshópnum sem mætir Hollandi í Amsterdam 5. júní og Þýskalandi fimm dögum seinna.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér. Fótbolti Tengdar fréttir Aron með tvö í lokaleik tímabilsins Aron Jóhannsson skoraði frábært mark fyrir AZ Alkmaar í stórsigri á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í dag, en Aron skoraði tvö mörk í leiknum. 17. maí 2015 14:26 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Aron Jóhannsson, landsliðsframherji Bandaríkjanna, segist vera að finna sitt fyrra form eftir erfið meiðsli sem héldu honum frá keppni stóran hluta tímabilsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt tímabil fyrir mig en síðustu 4-5 leikir hafa verið mjög góðir og ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Aron í samtali við heimasíðu bandaríska landsliðsins. Aron spilaði virkilega vel með AZ á lokasprettinum í hollensku úrvalsdeildinni og skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum liðsins í deildinni. AZ vann þessa fjóra síðustu leiki og tryggði sér þar með sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili og slapp um leið við að fara í umspil um Evrópusæti. „Eftir að við töpuðum fyrir Feyenoord byrjuðum við að búa okkur undir umspilið í huganum,“ sagði Aron en AZ tryggði sér 3. sætið í deildinni með 1-4 sigri á Excelsior í lokaumferðinni þar sem Aron skoraði tvennu og gaf auk þess stoðsendingu. Aron skoraði fyrsta mark leiksins gegn Excelsior sem var í glæsilegri kantinum, hjólhestaspyrna af bestu gerð. „Boltinn kom inn í teiginn og skoppaði hátt upp í loftið. Það var snúningur á boltanum svo ég reyndi að lesa hvenær hann myndi detta niður og komst í hann á undan varnarmanninum. „Boltinn var í fullkominni hæð og ég ákvað bara að nota hjólhestaspyrnu. Ég er mjög ánægður með að þetta hafi heppnast,“ sagði Aron sem æfði hjólhestaspyrnur sérstaklega fyrir leikinn. „Ég æfði hjólhestaspyrnur tveimur dögum fyrir leikinn og var heppinn að þetta hittist svona á.“ Aron segir að mikill fögnuður hafi brotist út þegar Evrópusætið var í höfn. „Við fögnuðum eins og við hefðum orðið meistarar. Þetta var frábær tilfinnig í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum síðan vorum við vissir um að við værum á leið í umspilið. Það var því frábært að enda tímabilið í 3. sæti,“ sagði framherjinn sem er í bandaríska landsliðshópnum sem mætir Hollandi í Amsterdam 5. júní og Þýskalandi fimm dögum seinna.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér.
Fótbolti Tengdar fréttir Aron með tvö í lokaleik tímabilsins Aron Jóhannsson skoraði frábært mark fyrir AZ Alkmaar í stórsigri á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í dag, en Aron skoraði tvö mörk í leiknum. 17. maí 2015 14:26 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Aron með tvö í lokaleik tímabilsins Aron Jóhannsson skoraði frábært mark fyrir AZ Alkmaar í stórsigri á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í dag, en Aron skoraði tvö mörk í leiknum. 17. maí 2015 14:26