Þórey Vilhjálmsdóttir um Lekamálið: „Ég held ég hefði aldrei getað gert þetta neitt öðruvísi" Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. maí 2015 17:02 Þórey Vilhjálmsdóttir gegndi starfi aðstoðarmanns ráðherra í innanríkisráðherratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Vísir/Valli Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir Reyni Traustason, fyrrverandi ritstjóra DV, hafa hótað að „fara í hana" ef hún bæði DV ekki afsökunar innan tveggja tíma frá því sem Þórey lét þau orð falla í útvarpsþætti á Rás 2 að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu. „Ég gat ekki setið undir þessu. En uppfrá þessu varð ég skotmark hjá DV. Í um fimm mánuði máluðu blaðamenn þar þá mynd af mér að ég hefði verið sú sem sendi minnisblaðið. Það var mjög erfiður tími. Þegar fólk segir ósatt svona oft og svona markvisst þá verður það að sannleika í huga margra. Þetta endaði með því að birt er mynd af mér á forsíðu DV og þar segir að ég sé sá starfsmaður ráðuneytisins sem hafi lekið minnisblaðinu til fjölmiðla," segir Þórey í viðtali við Morgunblaðið frá í dag. Þórey heldur áfram og segist eftir langan umhugsunarfrest hafa ákveðið í samráði við ömmu sína að fara í meiðyrðamál gegn blaðamönnum DV. Hún segist ennfremur hafa orðið forviða þegar hugmyndir um að málið við DV hafi verið einhvers konar „plott" komu upp í umræðunni. „Þetta var ekki einu sinni það sem Hanna Birna vildi. En hún skildi að þetta skipti mig máli, hvatti mig til að gera það sem ég taldi rétt og ég var þakklát fyrir þann stuðning." Reið við Gísla Gísli Freyr Valdórsson, hinn fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði svo í nóvember 2014 að hafa lekið minnisblaðinu. „Ég spurði hann beint um þetta og ég spurði hann mjög oft. Alltaf neitaði hann, og þverneitaði. Eftir því sem lengri tími leið, því meiri fjarstæða fannst mér að hann hefði gert þetta. Ég hugsaði með mér að auðvitað væri hann löngu búinn að segja frá ef hann hefði gert þetta. Ég trúði því alls ekki að einhver gæti látið okkur ganga í gegnum slíka þolraun vitandi að hann gæti stoppað það - mér fannst það hreinlega óhugsandi. Og því varði ég hann ítrekað vegna þess að ég trúði honum." Þórey segist hafa fundið fyrir mikilli reiði í garð Gísla Freys í kjölfar játningarinnar. „Gísli Freyr sagði alltaf við okkur að hann hefði ekki gert þetta. Við höfðum engar upplýsingar sem bentu til þess að hann væri að segja ósatt. Ég hef alltaf valið að treysta þeim sem ég vinn með og þeim sem mér þykir vænt um og hann var einn af þeim. Ég held að ég hefði aldrei getað gert þetta öðruvísi." Lekamálið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir Reyni Traustason, fyrrverandi ritstjóra DV, hafa hótað að „fara í hana" ef hún bæði DV ekki afsökunar innan tveggja tíma frá því sem Þórey lét þau orð falla í útvarpsþætti á Rás 2 að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu. „Ég gat ekki setið undir þessu. En uppfrá þessu varð ég skotmark hjá DV. Í um fimm mánuði máluðu blaðamenn þar þá mynd af mér að ég hefði verið sú sem sendi minnisblaðið. Það var mjög erfiður tími. Þegar fólk segir ósatt svona oft og svona markvisst þá verður það að sannleika í huga margra. Þetta endaði með því að birt er mynd af mér á forsíðu DV og þar segir að ég sé sá starfsmaður ráðuneytisins sem hafi lekið minnisblaðinu til fjölmiðla," segir Þórey í viðtali við Morgunblaðið frá í dag. Þórey heldur áfram og segist eftir langan umhugsunarfrest hafa ákveðið í samráði við ömmu sína að fara í meiðyrðamál gegn blaðamönnum DV. Hún segist ennfremur hafa orðið forviða þegar hugmyndir um að málið við DV hafi verið einhvers konar „plott" komu upp í umræðunni. „Þetta var ekki einu sinni það sem Hanna Birna vildi. En hún skildi að þetta skipti mig máli, hvatti mig til að gera það sem ég taldi rétt og ég var þakklát fyrir þann stuðning." Reið við Gísla Gísli Freyr Valdórsson, hinn fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði svo í nóvember 2014 að hafa lekið minnisblaðinu. „Ég spurði hann beint um þetta og ég spurði hann mjög oft. Alltaf neitaði hann, og þverneitaði. Eftir því sem lengri tími leið, því meiri fjarstæða fannst mér að hann hefði gert þetta. Ég hugsaði með mér að auðvitað væri hann löngu búinn að segja frá ef hann hefði gert þetta. Ég trúði því alls ekki að einhver gæti látið okkur ganga í gegnum slíka þolraun vitandi að hann gæti stoppað það - mér fannst það hreinlega óhugsandi. Og því varði ég hann ítrekað vegna þess að ég trúði honum." Þórey segist hafa fundið fyrir mikilli reiði í garð Gísla Freys í kjölfar játningarinnar. „Gísli Freyr sagði alltaf við okkur að hann hefði ekki gert þetta. Við höfðum engar upplýsingar sem bentu til þess að hann væri að segja ósatt. Ég hef alltaf valið að treysta þeim sem ég vinn með og þeim sem mér þykir vænt um og hann var einn af þeim. Ég held að ég hefði aldrei getað gert þetta öðruvísi."
Lekamálið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira