„Elsku Skagafjörður, fyrirgefðu“ Bjarki Ármannsson skrifar 30. maí 2015 12:18 Birgitta Jónsdóttir þingmaður verður við beiðni sveitarfélagsins Skagafjarðar um afsökunarbeiðni. Vísir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, biður sveitarfélagið Skagafjörð og íbúa þess opinberlega afsökunar á Facebook-síðu sinni í dag. Hún endurbirtir þar stuttan pistil sem hún birti fyrst þann 17. maí síðastliðinn þar sem hún segist elska Skagafjörð, en líkt og greint var frá í gær samþykkti byggðarráð Skagafjarðar ályktun um að krefja Birgittu um opinbera afsökunarbeiðni á ummælum sínum sem féllu fyrr í mánuðinum. Birgitta birti þá á síðu sinni frétt Stundarinnar sem ber heitið „Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB“,“ Í henni er fjallað um tengsl Gunnar Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við Kaupfélag Skagfirðinga og mögulega hagsmuni kaupfélagsins af því að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Við fréttina skrifaði Birgitta „Skagafjörður er Sikiley Íslands.“Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015Þótti augljóst að Birgitta væri hér að vísa til sikileysku mafíunnar, skipulagðra glæpasamtaka sem flestir kannast við. Þessi ummæli féllu sumstaðar í grýttan jarðveg, meðal annars hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem skrifaði pistil um málið þar sem hann sagði ummæli Birgittu ekki boðleg. Þremur dögum eftir að Birgitta lét Sikileyjarummælin falla skrifaði hún á síðu sína að hún hafi ekki ætlað að særa neinn né móðga og útskýrði myndlíkingu sína betur. „Ísland er eins og Sikiley Norðursins eða Stóra Sikiley, nema hér er enginn myrtur með skotvopnum, heldur eru þeir sem fara gegn mafíunni sem eru stundum kölluð Kolkrabbinn, mannorðsmyrtir eða útskúfaðir,“ skrifaði hún í pistlinum sem hún endurbirtir nú í dag. Þrátt fyrir þetta krafðist byggðaráð afsökunarbeiðni á fundinum í gær og sagði það „með öllu ólíðandi og óverjandi“ að þingmaður gæfi í skyn að Skagafjörður væri mafíusamfélag. Jafnframt segir í ályktuninni að ummæli hennar lýsi skilningsleysi á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi. „Ég hélt að ég hefði beðist forláts á orðum mínum með greininni en hef ekki kveðið nægilega fast að orði,“ skrifar Birgitta svo í dag. „En hér kemur það hreint og beint: Elsku Skagafjörður og allt fólkið sem þar býr: Fyrirgefðu! <3“Hún endurbirtir svo pistilinn sinn þar sem hún greinir meðal annars frá fjölskyldutengslum sínum við svæðið og viðurkennir að hún kalli Reykjavík stundum „Sódómu“ þegar ástandið á miðbænum er slæmt snemma morguns. Þó elski hún vissulega Reykjavík.Ég elska Skagafjörð. Amma mín fæddist og ólst upp á Reykjum á Reykjaströnd og fjörðurinn skartar bæði fallegu mannlífi...Posted by Birgitta Jónsdóttir on 17. maí 2015 Tengdar fréttir Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20 KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, biður sveitarfélagið Skagafjörð og íbúa þess opinberlega afsökunar á Facebook-síðu sinni í dag. Hún endurbirtir þar stuttan pistil sem hún birti fyrst þann 17. maí síðastliðinn þar sem hún segist elska Skagafjörð, en líkt og greint var frá í gær samþykkti byggðarráð Skagafjarðar ályktun um að krefja Birgittu um opinbera afsökunarbeiðni á ummælum sínum sem féllu fyrr í mánuðinum. Birgitta birti þá á síðu sinni frétt Stundarinnar sem ber heitið „Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB“,“ Í henni er fjallað um tengsl Gunnar Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við Kaupfélag Skagfirðinga og mögulega hagsmuni kaupfélagsins af því að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Við fréttina skrifaði Birgitta „Skagafjörður er Sikiley Íslands.“Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015Þótti augljóst að Birgitta væri hér að vísa til sikileysku mafíunnar, skipulagðra glæpasamtaka sem flestir kannast við. Þessi ummæli féllu sumstaðar í grýttan jarðveg, meðal annars hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem skrifaði pistil um málið þar sem hann sagði ummæli Birgittu ekki boðleg. Þremur dögum eftir að Birgitta lét Sikileyjarummælin falla skrifaði hún á síðu sína að hún hafi ekki ætlað að særa neinn né móðga og útskýrði myndlíkingu sína betur. „Ísland er eins og Sikiley Norðursins eða Stóra Sikiley, nema hér er enginn myrtur með skotvopnum, heldur eru þeir sem fara gegn mafíunni sem eru stundum kölluð Kolkrabbinn, mannorðsmyrtir eða útskúfaðir,“ skrifaði hún í pistlinum sem hún endurbirtir nú í dag. Þrátt fyrir þetta krafðist byggðaráð afsökunarbeiðni á fundinum í gær og sagði það „með öllu ólíðandi og óverjandi“ að þingmaður gæfi í skyn að Skagafjörður væri mafíusamfélag. Jafnframt segir í ályktuninni að ummæli hennar lýsi skilningsleysi á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi. „Ég hélt að ég hefði beðist forláts á orðum mínum með greininni en hef ekki kveðið nægilega fast að orði,“ skrifar Birgitta svo í dag. „En hér kemur það hreint og beint: Elsku Skagafjörður og allt fólkið sem þar býr: Fyrirgefðu! <3“Hún endurbirtir svo pistilinn sinn þar sem hún greinir meðal annars frá fjölskyldutengslum sínum við svæðið og viðurkennir að hún kalli Reykjavík stundum „Sódómu“ þegar ástandið á miðbænum er slæmt snemma morguns. Þó elski hún vissulega Reykjavík.Ég elska Skagafjörð. Amma mín fæddist og ólst upp á Reykjum á Reykjaströnd og fjörðurinn skartar bæði fallegu mannlífi...Posted by Birgitta Jónsdóttir on 17. maí 2015
Tengdar fréttir Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20 KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20
KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14