Erlent

Vara við ferðalögum til Suður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfirvöld í Suður-Kóreu telja að allar sýkingar hingað til tengist einu sjúkrahúsi.
Yfirvöld í Suður-Kóreu telja að allar sýkingar hingað til tengist einu sjúkrahúsi. Vísir/EPA
Yfirvöld í Hong Kong hafa nú varað íbúa við að ferðast til Suður-Kóreu vegna MERS sjúkdómsins. Sjö hafa látið lífið og staðfest er að 95 einstaklingar hafi smitast.

Samkvæmt Landlækni er MERS skæð bráðalungnabólga af völdum kórónaveiru. MERS varð fyrst vart í Sádi Arabíu árið 2012. Smitaðir fá hita, hósta og geta átt erfitt með öndun. Þar að auki getur MERS leitt til lungnabólgu og nýrnastöðvunar.

Samkvæmt BBC deyja um 36 prósent þeirra sem smitast og ekki er til bóluefni né einhver sérstök meðferð gegn sjúkdómnum. Um 1.900 skólum hefur verið lokað og um 2.500 manns hafa verið sett í einangrun. Sá fyrsti sem smitaðist af MERS í Suður-Kóreu smitaðist á ferðalagi um Sádi-Arabíu.

Yfirvöld í Suður-Kóreu telja vel mögulegt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu MERS og telja að allir þeir smituðu tengist sama sjúkrahúsinu þar sem sjúklingar hafa verið til meðferðar. Þá liggur fyrir að allir þeir sem hafa látið lífið hingað til glímdu við undirliggjandi heilsukvilla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×