Viðskipti innlent

Slitastjórn Glitnis með skattinn til skoðunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson hjá slitastjórn Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson hjá slitastjórn Glitnis. vísir/pjetur
Slitastjórn Glitnis segir að hluti kröfuhafa, sem eiga um 25 prósent af kröfum í búið, hafi verið í sambandi við framkvæmdastjórn um afnám fjármagnshafta varðandi mögulega undanþágu frá höftum og greiðslu stöðugleikaskatts.

Slitastjórnin segir að þessar samræður geti mögulega orðið grundvöllur að samkomulagi um nauðarsamning. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Glitnis, en einnig var greint frá þessum viðræðum á kynningarfundi í Hörpu um afnám haftanna.

Í tilkynningunni segir að slitastjórn Glitnis sé að skoða ítarlega boðaðan stöðugleikaskatt og undanþágur og hvaða áhrif hann muni hafa á eignir slitabúsins. Fáist stuðningur kröfuhafa muni slitastjórnin svo sækja um undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til Seðlabanka Íslands.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×