Viðskipti innlent

„Vera Framsóknar í skýjaborgum í tvö ár er þjóðinni dýr“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/GVA
„Þetta er miklu nær því sem að Samfylkingin lagði til fyrir síðustu kosningar en það sem Framsóknarflokkurinn lagði til,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi losun fjármagnshafta.

Aðgerðirnar voru kynntar á fundi með blaðamönnum í Hörpu í dag en fundurinn var í beinni útsending, meðal annars hér á Vísi. Árni Páll segir að við fyrstu sýn sé margt gott í aðgerðunum.

„Þetta er í samræmi við það sem við lögðum upp með að svigrúmið yrði nýtt til þess að lækka erlendar skuldir,“ segir Árni Páll. Aðgerðirnar ættu að koma Framsóknarflokknum í eitthvað jarðsamband.

„Þetta er óravegur frá því sem Framsóknarflokkurinn sagði fyrir síðustu kosningar.“

Árni Páll minnir á að kostnaður við gjaldeyrishöftin hafi verið áætluð um 80-100 milljarðar króna á ári. Því hafi tvö ár farið í súginn enda allar forsendur legið fyrir og lýst nákvæmlega fyrir ríkisstjórnarkosningar vorið 2013.

Formaður Samfylkingarinnar skellti eftirfarandi skilaboðum inn á Facebook eftir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra höfðu lokið máli sínu á blaðamannafundinum.

Góðu fréttirnar: Haftatillögurnar eru miklu nær hugmyndum Samfylkingarinnar en Framsóknar vorið 2013. Við vildum þá nýta...

Posted by Árni Páll on Monday, June 8, 2015

Tengdar fréttir

Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“

Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×