Erlent

AKP misstu meirihluta í Tyrklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Racep Tayyip Erdogan að kjósa.
Racep Tayyip Erdogan að kjósa. Vísir/EPA
AKP flokkur Racep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands hefur misst þingmeirihluta sinn í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls kusu 41 prósent kjósenda flokkinn svo hann fékk 258 þingsæti, sem er 18 sætum minna en nauðsynlegt er til að vera með meirihluta.

Erdogan ætlaði sér að gera breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem ætlað var að auka völd forsetaembættisins gífurlega. Samkvæmt BBC eru þær áætlanir nú á bið. Til þess hefði Erdogan þurft tvo þriðju meirihluta á þingi.

AKP flokkurinn hefur 45 daga frá tilkynningu opinberra niðurstaðna til að mynda ríkisstjórn. Enn sem komið er hefur Þjóðernisflokkurinn (MHP) gefið út að meðlimir hans séu tilbúnir til viðræðna.

Forsætisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, segir að þrátt fyrir að flokkurinn hafi misst tæp níu prósent á milli kosninga, sé AKP ótvíræður sigurvegari kosninganna.

HDP flokkurinn sem kennir sig við Kúrda, fékk í fyrsta sinn yfir tíu prósent, sem er lágmark til að komast á þing. Flokkurinn fékk rétt tæp þrettán prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×