Fótbolti

Buffon vill spila í þrjú ár til viðbótar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Buffon í leiknum í gær.
Buffon í leiknum í gær. vísir/getty
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, segist vilja spila í þrjú ár í viðbót til þess að bæta fleiri rósum í hnappagat sitt.

Juvents tapaði 3-1 gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og leitar því Buffon enn að sínum fyrsta Meistardeildarsigri.

„Það var tíu mínútna kafli sem gerði út um leikinn þegar við vorum með leikinn í höndum okkar," sagði Buffon í leikslok.

Þessi frábæri markvörður sem varð heimsmeistari með Ítölum 2006 segir Barcelona vera besta lið í heimi.

„Við gátum ekki unnið, en ekki vegna þess að við reyndum ekki því við gáfum allt sem við áttum. Barcelona er besta lið í heiminum að mín mati, en við gáfum þeim alvöru keppni."

Buffon er 37 ára gamall og aðspurður um framtíð sína segist Buffon vilja spila til fertugs í það minnsta.

„Ég vil spila í þrjú ár í viðbót til þess að ná nokkrum draumum í viðbót," sagði Buffon að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×