Sigmundur Davíð hneykslaður á að hótanir í hans garð séu notaðar í pólitískum tilgangi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júní 2015 20:15 Í bréfi sem barst á heimili Sigmundar Davíðs nýverið er það fullyrt að hann hafi eitthvað haft með kaup Björns Inga á DV að gera. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðar sig á því að hótanir í garð ættingja annars stjórnmálamanns yrðu notaðar í pólitískum tilgangi. Það telur hann raunin varðandi ósk Róberts Marshall og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins, um að rannsökuð verði hagsmunatengsl hans og Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Pressunnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hans. Málið tengist hótun sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir höfðu frammi í bréfi til eiginkonu Sigmundar Davíðs. Malín hefur síðar sagt að systir hennar hafi ein sent bréfið. Sigmundur Davíð kallar fullyrðingar systranna aðdróttanir í hans garð hvað varðar þátttöku í samsæri um rekstur fjölmiðlaveldis. „Það má svo ítreka að ég hafði ekki nokkra einustu aðkomu að eigendaskiptum á DV og veit ekkert um aðdraganda og gang þeirra mála, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum,“ segir Sigmundur í færslunni. Hann nefnir þó ekki Sjálfstæðisflokkinn í færslunni heldur beinir sjónum að þeim þingmönnum Pírata og Bjartrar framtíðar sem beðið hafa um skýr svör hvað varðar tengsl hans við Björn Inga. Það eru eins og fyrr segir Róbert Marshall og formaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir. Sjá einnig: Skoða ber hagsmunatengsl milli Sigmundar Davíðs og Björns Inga Sigmundur vísar í ræðu þingmannsins Jóhönna Maríu Sigmundsdóttur en hún hreinlega skammaði þingmenn fyrir dónaskap í garð samstarfsmanna sinna. Hann segist hafa svarað efni fyrrnefnds hótunarbréfs með afdráttarlausum hætti. „Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi að taka undir textann í hótunarbréfinu og dylgja þannig um leið um venslafólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það er ljóst að þessir þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar eru reiðubúnir að innleiða nýja tegund af lágkúru í íslensk stjórnmál og tal þeirra um nýja og betri stjórnmálamenningu reyndist ekki annað en öfugmæli.“ Færslu Sigmundar má sjá hér að neðan.Jóhanna María Sigmundsdóttir flutti frábæra ræðu á Alþingi í gær þar sem hún benti meðal annars á hversu óheillavænlegt ...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, June 6, 2015 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðar sig á því að hótanir í garð ættingja annars stjórnmálamanns yrðu notaðar í pólitískum tilgangi. Það telur hann raunin varðandi ósk Róberts Marshall og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins, um að rannsökuð verði hagsmunatengsl hans og Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Pressunnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hans. Málið tengist hótun sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir höfðu frammi í bréfi til eiginkonu Sigmundar Davíðs. Malín hefur síðar sagt að systir hennar hafi ein sent bréfið. Sigmundur Davíð kallar fullyrðingar systranna aðdróttanir í hans garð hvað varðar þátttöku í samsæri um rekstur fjölmiðlaveldis. „Það má svo ítreka að ég hafði ekki nokkra einustu aðkomu að eigendaskiptum á DV og veit ekkert um aðdraganda og gang þeirra mála, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum,“ segir Sigmundur í færslunni. Hann nefnir þó ekki Sjálfstæðisflokkinn í færslunni heldur beinir sjónum að þeim þingmönnum Pírata og Bjartrar framtíðar sem beðið hafa um skýr svör hvað varðar tengsl hans við Björn Inga. Það eru eins og fyrr segir Róbert Marshall og formaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir. Sjá einnig: Skoða ber hagsmunatengsl milli Sigmundar Davíðs og Björns Inga Sigmundur vísar í ræðu þingmannsins Jóhönna Maríu Sigmundsdóttur en hún hreinlega skammaði þingmenn fyrir dónaskap í garð samstarfsmanna sinna. Hann segist hafa svarað efni fyrrnefnds hótunarbréfs með afdráttarlausum hætti. „Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi að taka undir textann í hótunarbréfinu og dylgja þannig um leið um venslafólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það er ljóst að þessir þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar eru reiðubúnir að innleiða nýja tegund af lágkúru í íslensk stjórnmál og tal þeirra um nýja og betri stjórnmálamenningu reyndist ekki annað en öfugmæli.“ Færslu Sigmundar má sjá hér að neðan.Jóhanna María Sigmundsdóttir flutti frábæra ræðu á Alþingi í gær þar sem hún benti meðal annars á hversu óheillavænlegt ...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, June 6, 2015
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira