Sigmundur Davíð hneykslaður á að hótanir í hans garð séu notaðar í pólitískum tilgangi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júní 2015 20:15 Í bréfi sem barst á heimili Sigmundar Davíðs nýverið er það fullyrt að hann hafi eitthvað haft með kaup Björns Inga á DV að gera. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðar sig á því að hótanir í garð ættingja annars stjórnmálamanns yrðu notaðar í pólitískum tilgangi. Það telur hann raunin varðandi ósk Róberts Marshall og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins, um að rannsökuð verði hagsmunatengsl hans og Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Pressunnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hans. Málið tengist hótun sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir höfðu frammi í bréfi til eiginkonu Sigmundar Davíðs. Malín hefur síðar sagt að systir hennar hafi ein sent bréfið. Sigmundur Davíð kallar fullyrðingar systranna aðdróttanir í hans garð hvað varðar þátttöku í samsæri um rekstur fjölmiðlaveldis. „Það má svo ítreka að ég hafði ekki nokkra einustu aðkomu að eigendaskiptum á DV og veit ekkert um aðdraganda og gang þeirra mála, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum,“ segir Sigmundur í færslunni. Hann nefnir þó ekki Sjálfstæðisflokkinn í færslunni heldur beinir sjónum að þeim þingmönnum Pírata og Bjartrar framtíðar sem beðið hafa um skýr svör hvað varðar tengsl hans við Björn Inga. Það eru eins og fyrr segir Róbert Marshall og formaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir. Sjá einnig: Skoða ber hagsmunatengsl milli Sigmundar Davíðs og Björns Inga Sigmundur vísar í ræðu þingmannsins Jóhönna Maríu Sigmundsdóttur en hún hreinlega skammaði þingmenn fyrir dónaskap í garð samstarfsmanna sinna. Hann segist hafa svarað efni fyrrnefnds hótunarbréfs með afdráttarlausum hætti. „Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi að taka undir textann í hótunarbréfinu og dylgja þannig um leið um venslafólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það er ljóst að þessir þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar eru reiðubúnir að innleiða nýja tegund af lágkúru í íslensk stjórnmál og tal þeirra um nýja og betri stjórnmálamenningu reyndist ekki annað en öfugmæli.“ Færslu Sigmundar má sjá hér að neðan.Jóhanna María Sigmundsdóttir flutti frábæra ræðu á Alþingi í gær þar sem hún benti meðal annars á hversu óheillavænlegt ...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, June 6, 2015 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðar sig á því að hótanir í garð ættingja annars stjórnmálamanns yrðu notaðar í pólitískum tilgangi. Það telur hann raunin varðandi ósk Róberts Marshall og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins, um að rannsökuð verði hagsmunatengsl hans og Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Pressunnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hans. Málið tengist hótun sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir höfðu frammi í bréfi til eiginkonu Sigmundar Davíðs. Malín hefur síðar sagt að systir hennar hafi ein sent bréfið. Sigmundur Davíð kallar fullyrðingar systranna aðdróttanir í hans garð hvað varðar þátttöku í samsæri um rekstur fjölmiðlaveldis. „Það má svo ítreka að ég hafði ekki nokkra einustu aðkomu að eigendaskiptum á DV og veit ekkert um aðdraganda og gang þeirra mála, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum,“ segir Sigmundur í færslunni. Hann nefnir þó ekki Sjálfstæðisflokkinn í færslunni heldur beinir sjónum að þeim þingmönnum Pírata og Bjartrar framtíðar sem beðið hafa um skýr svör hvað varðar tengsl hans við Björn Inga. Það eru eins og fyrr segir Róbert Marshall og formaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir. Sjá einnig: Skoða ber hagsmunatengsl milli Sigmundar Davíðs og Björns Inga Sigmundur vísar í ræðu þingmannsins Jóhönna Maríu Sigmundsdóttur en hún hreinlega skammaði þingmenn fyrir dónaskap í garð samstarfsmanna sinna. Hann segist hafa svarað efni fyrrnefnds hótunarbréfs með afdráttarlausum hætti. „Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi að taka undir textann í hótunarbréfinu og dylgja þannig um leið um venslafólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það er ljóst að þessir þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar eru reiðubúnir að innleiða nýja tegund af lágkúru í íslensk stjórnmál og tal þeirra um nýja og betri stjórnmálamenningu reyndist ekki annað en öfugmæli.“ Færslu Sigmundar má sjá hér að neðan.Jóhanna María Sigmundsdóttir flutti frábæra ræðu á Alþingi í gær þar sem hún benti meðal annars á hversu óheillavænlegt ...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, June 6, 2015
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira