Hafdís Sigurðardóttir tapaði öðru sinni fyrir Maltverjanum Charlotte Wingfield í dag. Í dag varð Hafdís að sætta sig við silfur í 200 m hlaupi en Wingfield vann einnig gull í 100 m hlaupi á þriðjudag.
Hlaupið var þó skrautlegt, sérstaklega endaspretturinn, þar sem að Wingfield datt yfir marklínuna.
„Ég er pínu svekkt með það sem gerðist á línunni en silfur er gott,“ segir Hafdís en svo ótrúlega vildi til að sigurvegari hlaupsins, Charlotte Wingfield, datt þegar hún var að koma í mark.
„Ég hélt samt innst inni að ég væri á undan því þegar hún datt þá hélt ég að ég væri að hafa það. Hún datt eiginlega í markið,“ sagði Hafdís en frétt um það má lesa hér.
Hafdís náði sínum besta tíma í þessari grein á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg fyrir tveimur árum, 21,37 sek.
„En það var svolítill mótvindur á okkur sem segir ýmislegt. En ég er mjög sátt við þennan tíma miðað við að þetta er fyrsta keppnishlaup sumarsins hjá mér.“
Hafdís keppir í þrístökki á eftir en segist enginn þrístökkvari. „Ég var valin í þetta og ákvað að taka því í hálfgerðu gríni bara. Ég ætla bara að reyna mitt besta.“
Hafdís fékk silfur: Hélt innst inni að ég væri á undan
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





„Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“
Körfubolti



Hollywood-liðið komið upp í B-deild
Fótbolti


„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn